Ungt fólk, geðheilbrigði og atvinnulífið Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 17:30 Skýrt ákall um að setja geðheilbrigði í forgang hefur nýverið lyft þessum mikilvægu málum upp í umræðunni. Óhugnanleg tölfræði í málaflokknum liggur fyrir. Samt virðast stjórnvöld láta þessi mál sér í léttu rúmi liggja. Við höfum heyrt fögur fyrirheit stjórnvalda um stóraukna geðheilbrigðisþjónustu en hver er staðan? Miðar þessum málum raunverulega eitthvað áfram? Sterk félagasamtök Gríðarlega mörg öflug samtök vinna markvisst að því að vekja athygli á geðheilbrigðismálum og er ungt fólk í einhverjum tilvikum í fararbroddi fyrir slíkum herferðum. Má nefna til dæmis Geðhjálp sem nýlega stóð fyrir áberandi herferð um áskorun til stjórnvalda og samfélagsins að setja geðheilsu í forgang. Þá efla önnur félög fræðslu um geðheilbrigði, geðraskanir og úrræði, t.d. Geðfræðslufélagið Hugrún, sem stofnað var af nemendum Háskóla Íslands. Verkefnið er gríðarlega stórt, enda er einnig lagt upp með því að auka samfélagslega vitund um geðheilbrigðismál í heild. Verkefni sem stjórnvöld ættu að sjá hag sinn í að styrkja, jafnvel í samvinnu við félagasamtök eða þá með beinum stuðningi við þau. Leggja þarf áherslu á forvarnir og standa þarf við loforð um stóraukna geðheilbrigðisþjónustu og innleiðingu geðræktar í skólakerfið. Atvinnuleysisáhrifin Staðan í dag veldur því að við verðum að gjalda varhug við þróun atvinnuleysis í hópi unga fólksins. Atvinnuleysi unga fólksins er verulegt áhyggjuefni, en mest var atvinnuleysi í hópnum 25-29 ára árið 2020, samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Grípa þarf til markvissari aðgerða til uppbyggingar á atvinnutækifærum svo unga fólkið ílengist ekki í atvinnuleysinu, því langvarandi atvinnuleysi getur vissulega dregið úr krafti ungamenna. Andleg líðan ungmenna líður fyrir aðgerðaleysi. Tækifæri stjórnvalda til að efla atvinnulíf eru mörg, til að mynda almennar skattalækkanir og einfaldara regluverk fyrirtækja. Fjöldi ungra á örorku Fjölgun skráðra ungra öryrkja veldur því að hér þarf að nema staðar og skoða hvað veldur. Stór hluti unga fólksins á örorku er í þeirri stöðu vegna geðrænna vandamála. Við þekkjum því oft hvað veldur en erum ekki að sinna forvarnarstarfi með þeim hætti að árangur náist af. Við erum ekki að grípa þessa einstaklinga nógu snemma til að koma þeim til aðstoðar. Þar þurfum við að gera betur. Vandinn sem hér er nefndur er tvíþættur og málaflokkurinn óþrjótandi. Ungt fólk skortir atvinnutækifæri sem reynir mjög á andlega líðan. Kerfið er ekki að ná að grípa ungt fólk með geðræn vandamál til að sporna gegn aukningu ungra öryrkja. Bregðast þarf við vandanum hið snarasta. Óbreytt ástand mun valda verulegum vandamálum seinna meir og mun reynast samfélaginu ofvaxið ef stjórnvöld grípa ekki inn í með markvissum aðgerðum. Fjárhagslegur og félagslegur ávinningur af því að grípa til aðgerða hlýtur að vera mikilsverður. Höfundur er lögfræðingur og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Félagsmál Berglind Ósk Guðmundsdóttir Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Sjá meira
Skýrt ákall um að setja geðheilbrigði í forgang hefur nýverið lyft þessum mikilvægu málum upp í umræðunni. Óhugnanleg tölfræði í málaflokknum liggur fyrir. Samt virðast stjórnvöld láta þessi mál sér í léttu rúmi liggja. Við höfum heyrt fögur fyrirheit stjórnvalda um stóraukna geðheilbrigðisþjónustu en hver er staðan? Miðar þessum málum raunverulega eitthvað áfram? Sterk félagasamtök Gríðarlega mörg öflug samtök vinna markvisst að því að vekja athygli á geðheilbrigðismálum og er ungt fólk í einhverjum tilvikum í fararbroddi fyrir slíkum herferðum. Má nefna til dæmis Geðhjálp sem nýlega stóð fyrir áberandi herferð um áskorun til stjórnvalda og samfélagsins að setja geðheilsu í forgang. Þá efla önnur félög fræðslu um geðheilbrigði, geðraskanir og úrræði, t.d. Geðfræðslufélagið Hugrún, sem stofnað var af nemendum Háskóla Íslands. Verkefnið er gríðarlega stórt, enda er einnig lagt upp með því að auka samfélagslega vitund um geðheilbrigðismál í heild. Verkefni sem stjórnvöld ættu að sjá hag sinn í að styrkja, jafnvel í samvinnu við félagasamtök eða þá með beinum stuðningi við þau. Leggja þarf áherslu á forvarnir og standa þarf við loforð um stóraukna geðheilbrigðisþjónustu og innleiðingu geðræktar í skólakerfið. Atvinnuleysisáhrifin Staðan í dag veldur því að við verðum að gjalda varhug við þróun atvinnuleysis í hópi unga fólksins. Atvinnuleysi unga fólksins er verulegt áhyggjuefni, en mest var atvinnuleysi í hópnum 25-29 ára árið 2020, samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Grípa þarf til markvissari aðgerða til uppbyggingar á atvinnutækifærum svo unga fólkið ílengist ekki í atvinnuleysinu, því langvarandi atvinnuleysi getur vissulega dregið úr krafti ungamenna. Andleg líðan ungmenna líður fyrir aðgerðaleysi. Tækifæri stjórnvalda til að efla atvinnulíf eru mörg, til að mynda almennar skattalækkanir og einfaldara regluverk fyrirtækja. Fjöldi ungra á örorku Fjölgun skráðra ungra öryrkja veldur því að hér þarf að nema staðar og skoða hvað veldur. Stór hluti unga fólksins á örorku er í þeirri stöðu vegna geðrænna vandamála. Við þekkjum því oft hvað veldur en erum ekki að sinna forvarnarstarfi með þeim hætti að árangur náist af. Við erum ekki að grípa þessa einstaklinga nógu snemma til að koma þeim til aðstoðar. Þar þurfum við að gera betur. Vandinn sem hér er nefndur er tvíþættur og málaflokkurinn óþrjótandi. Ungt fólk skortir atvinnutækifæri sem reynir mjög á andlega líðan. Kerfið er ekki að ná að grípa ungt fólk með geðræn vandamál til að sporna gegn aukningu ungra öryrkja. Bregðast þarf við vandanum hið snarasta. Óbreytt ástand mun valda verulegum vandamálum seinna meir og mun reynast samfélaginu ofvaxið ef stjórnvöld grípa ekki inn í með markvissum aðgerðum. Fjárhagslegur og félagslegur ávinningur af því að grípa til aðgerða hlýtur að vera mikilsverður. Höfundur er lögfræðingur og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun