Handbolti

Sá besti dró Gid­sel úr rúminu klukkan fimm til þess að halda partíinu gangandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gidsel í úrslitaleiknum í gær. Hann átti frábært mót.
Gidsel í úrslitaleiknum í gær. Hann átti frábært mót. Slavko Midzor/Getty

Það vissu ekki margir hver Mathias Gidsel var áður en heimsmeistaramótið í handbolta hófst. Nú stendur Daninn hins vegar uppi sem heimsmeistari og í úrvalsliði mótsins.

Gidsel er 21 árs og er samherji Viktors Gísla Hallgrímssonar hjá GOG í Danmörku. Þeir eru saman á toppi deildarinnar og það tryggði Gidsel sæti í HM-hópnum hjá Danmörku í ár.

Hægri skyttan lék ansi vel á mótinu, sem eins og áður segir, tryggði honum sæti í úrvalsliði mótsins. Því, sem og danska gullinu, var fagnað langt fram á nótt.

Það voru þreyttir ferðalangar og heimsmeistarar sem lentu á Kastrup flugvellinum í dag en eins og Vísir greindi frá í dag þá vörðu fagnaðarlætin langt fram eftir nóttu.

Gidsel reyndi hvað eftir annað að fara sofa en Mikkel Hansen, besti leikmaður HM var ekki á sama máli. Dró hann Gidsel fimm sinnum fram úr rúminu er hann hugðist ætla fara að sofa.

„Ef maður er góður að vinna þá þarf maður líka vera góður að fagna því. Þá getur maður ekki farið í rúmið á þessum tímapunkti,“ sagði Hansen léttur í samtali við TV 2 á Kastrup í dag.

Gidsel og Hansen voru báðir valdir í úrvalslið mótsins.


Tengdar fréttir

Danir í skýjunum: „Ni-GULD-aj Ja-tak-ob­­sen“

Danir voru eðlilega himinlifandi með gullið á HM í Egyptalandi. Þeir unnu Svía í úrslitaleiknum í gær 26-24 eftir að leikar voru jafnir í hálfleik, 13-13. Niklas Landin og Mikkel Hansen fóru mikinn í liði Dana.

Danir vörðu heims­meistara­titilinn

Danmörk er heimsmeistari í handbolta og vörðu þar með titilinn frá því á heimavelli árið 2019. Þeir höfðu betur gegn grönnum sínum í Svíþjóð, 26-24, í úrslitaleiknum í Egyptalandi í dag eftir að staðan hafi verið jöfn í hálfleik, 13-13.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×