Blóðhundurinn er til sölu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. janúar 2021 07:00 Blóðhundurinn í gömlum litum. Vísir/Getty Landhraðametsbíllinn Blóðhundurinn er til sölu. Ian Warhurst, maðurinn sem bjargaði verkefninu fyrir tveimur árum hefur tilkynnt að hann sé að leita að nýjum eigendum eða styrktaraðilum. Warhurst tókst ásamt teyminu sem vinnur í kringum bílinn að koma honum yfir 1000 km/klst. múrinn. „Þegar ég ákvað að fara með bílinn í háhraðaprófanir árið 2019, þá setti ég það fjármagn í verkefnið sem þurfti til að koma honum yfir þann múr. Markmiðið var að frekari fjármögnun myndi svo koma inn þegar við við reyndum að bæta landhraðametin. Ásamt ýmsu öðru hefur heimsfaraldurinn skemmt þær tilraunir og við munum þurfa að hætta verkefninu ef ekki finnst frekara fjármagn eða selja verkefnið í heild sinni,“ sagði Warhurst í samtali við TopGear. Metið á Thrust SSC sem náði 1228 km/klst. árið 1997 og varð þar með fyrsti bíllinn til að rjúfa hljóðmúrinn. Grafton LSR, félagið sem heldur Blóðhundinum úti telur að átta milljónir punda, um 1,4 milljarður króna dugi til að koma bílnum til prófana í Suður Afríku og ná yfir 1287 km/klst. „Tíminn er núna ef einhver ætlar að koma inn og hrifsa til sín verðlaunin. Eftir allt sem þegar hefur verið gert þá er þetta síðasta innspýtingin sem þarf til að ná metinu,“ bætti Warhurst við. Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent
„Þegar ég ákvað að fara með bílinn í háhraðaprófanir árið 2019, þá setti ég það fjármagn í verkefnið sem þurfti til að koma honum yfir þann múr. Markmiðið var að frekari fjármögnun myndi svo koma inn þegar við við reyndum að bæta landhraðametin. Ásamt ýmsu öðru hefur heimsfaraldurinn skemmt þær tilraunir og við munum þurfa að hætta verkefninu ef ekki finnst frekara fjármagn eða selja verkefnið í heild sinni,“ sagði Warhurst í samtali við TopGear. Metið á Thrust SSC sem náði 1228 km/klst. árið 1997 og varð þar með fyrsti bíllinn til að rjúfa hljóðmúrinn. Grafton LSR, félagið sem heldur Blóðhundinum úti telur að átta milljónir punda, um 1,4 milljarður króna dugi til að koma bílnum til prófana í Suður Afríku og ná yfir 1287 km/klst. „Tíminn er núna ef einhver ætlar að koma inn og hrifsa til sín verðlaunin. Eftir allt sem þegar hefur verið gert þá er þetta síðasta innspýtingin sem þarf til að ná metinu,“ bætti Warhurst við.
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent