Handbolti

Katar áfram eftir stór­sigur Dana og jafn­tefli hjá Al­freð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfeð Gíslason lifði sig inn í leikinn
Alfeð Gíslason lifði sig inn í leikinn EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat

Katar er komið í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í handbolta eftir stórsigur Dana á Króatíu í lokaleik milliriðils tvö. Á sama tíma gerðu Pólverjar og Þjóðverjar jafntefli í þýðingarlitlum leik.

Danmörk vann stórsigur á Króatíu í síðasta leik milliriðils tvö, 38-26, eftir að Danirnir höfðu leitt 17-15 í hálfleik. Hörmuleg frammistaða Króata sem hefðu farið í átta liða úrslitin með sigri en á þeirra kostnað verður það því Katar sem fer áfram.

Heimsmeistararnir, Danir, hafa því farið í gegnum sextán leiki án þess að tapa á HM. Rosalegur styrkleiki en leikurinn í kvöld skipti þá engu máli. Emil M. Jakobsen skoraði átta mörk fyrir Dani en Marino Maric skoraði sex fyrir Króata.

Þýskaland og Pólland skildu svo jöfn, 23-23, í leik sem skipti engu máli en bæði lið voru úr leik fyrir leik kvöldsins. Pólland leiddi í hálfleik 12-11.

Przemyslaw Krajewski var markahæstur pólska liðsins með fimm mörk en David Schmidt og Philipp Weber gerðu fjögur mörk hvor fyrir þýska liðið. 

Þýskaland endar í þriðja sæti riðils eitt og Pólland í því fjórða en bæði lið enduðu með fimm stig. Alfreð Gíslason og félagar lenda því í 12. til 16. sætinu.

Átta liða úrslitin:

Spánn - Noregur

Danmörk - Egyptaland

Frakkland - Ungverjaland

Svíþjóð - Katar
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.