Danmörk vann stórsigur á Króatíu í síðasta leik milliriðils tvö, 38-26, eftir að Danirnir höfðu leitt 17-15 í hálfleik. Hörmuleg frammistaða Króata sem hefðu farið í átta liða úrslitin með sigri en á þeirra kostnað verður það því Katar sem fer áfram.
Croatia fails to reach the top 8 at a Championship for the first time since 2002!
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 25, 2021
After 22 Championships (EC, WC, OG) Croatia is not in top 8 at a Championship!#handball #egypt2021 pic.twitter.com/hloMrNDdDi
Heimsmeistararnir, Danir, hafa því farið í gegnum sextán leiki án þess að tapa á HM. Rosalegur styrkleiki en leikurinn í kvöld skipti þá engu máli. Emil M. Jakobsen skoraði átta mörk fyrir Dani en Marino Maric skoraði sex fyrir Króata.
Qatar is in the top 8 in the World Championship for the 3rd time in the last 4 editions!
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 25, 2021
8 out of 12 of the non-European top 8 placements have now been reached at World Championships hosted outside of Europe.#handball #egypt2021
Þýskaland og Pólland skildu svo jöfn, 23-23, í leik sem skipti engu máli en bæði lið voru úr leik fyrir leik kvöldsins. Pólland leiddi í hálfleik 12-11.
Przemyslaw Krajewski var markahæstur pólska liðsins með fimm mörk en David Schmidt og Philipp Weber gerðu fjögur mörk hvor fyrir þýska liðið.
Þýskaland endar í þriðja sæti riðils eitt og Pólland í því fjórða en bæði lið enduðu með fimm stig. Alfreð Gíslason og félagar lenda því í 12. til 16. sætinu.
Átta liða úrslitin:
Spánn - Noregur
Danmörk - Egyptaland
Frakkland - Ungverjaland
Svíþjóð - Katar