Börn náttúrunnar Sigurður Páll Jónsson skrifar 25. janúar 2021 17:01 Að vera staddur út á rúmsjó eða upp á hálendi einhvers staðar fær mig alltaf til að finna fyrir smæð minni og lotningu fyrir öflum og mikilfengleika náttúrunnar. Að hafa varið stóran hluta starfsævinnar við sjómennsku og fiskveiðar hefur kennt mér að virða náttúruöflin og umgangast þau í sátt og samlyndi. Yfirlýstir umhverfis- og náttúruverndarinnar telja sig margir hverjir geta sagt okkur hinum sem ekki hafa fengið skírnina, að þeirra dómi, hvernig við eigum að umgangast náttúruna og hvað henni er fyrir bestu. Umhverfisráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi um hálendisþjóðgarð eftir, að eigin sögn, hafa unnið að frumvarpinu í samstarfi og sátt við alla þá aðila sem málið varða. Hinn sami ráðherra ber fyrir sig þeirri rökleysu að skoðanakönnun sem gerð var fyrir Landvernd sýni vilja þjóðarinnar. Daginn sem málið rætt við fyrstu umræðu á Alþingi steig forseti þingsins sem óbreyttur þingmaður í pontu og sagði að aðeins, örlítill grenjandi minnihluti, væri á móti þessu frumvarpi af fávisku og frekju einni saman. Skoðanakannanir og samkomulag Síðan kemur í ljós í óháðri skoðanakönnun sem gerð var nýlega að einungis 31% þjóðarinnar eru meðmælt frumvarpi um hálendisþjóðgarð. Eftir að hafa lesið greinar, hlustað á viðtöl og heyrt í fólki kannast enginn við að þessi vinna við undirbúning frumvarpsins hafi verið gerð í þeirri sátt sem ráðherrann segir. Þarna sé verið að koma á fót stofnun sem taki yfir það fyrirkomulag sem verið hafi um ár og aldir á hálendinu. Samkomulagi um þjóðlendur sem tók langan tíma að gera, skal kastað fyrir róða. Raforkuframleiðendur og flutningafyrirtæki raforku eru afar uggandi, svo ekki sé meira sagt. Hagkvæmar virkjanir, raforkuflutningur og afhendingaröryggi skiptir ráðherra engu máli. Verði frumvarpið að lögum er framtíðarhagsmunum fórnað. Sveitastjórnir sem að málinu koma eru margar á móti stofnun hálendisþjóðgarðs. Það er óhætt að segja að einhugur sveitarstjórna ríki ekki. Sveitarstjórnarmenn eru fulltrúar sinna kjósenda. Kannski eru það þeir sem „grenja í umboði“ og forseti þings lítur á sem minnihluta. Andfélagslegur valdhroki lýsir slíkum hugsanahætti best. Ferðafélög og útivistarfólk hafa lýst yfir áhyggjum. Svona mætti áfram telja. Fyrirvarar stjórnarliða Í umræðunni í þingi stigu þingmenn ríkisstjórnarinnar hver á fætur öðrum í ræðustól Alþingis. Þeir voru með fangið fullt af fyrirvörum um ágæti frumvarpsins. Steininn tók svo úr í síðustu viku þegar umhverfisráðherra mælti fyrir þingsályktun um rammaáætlun. Fulltrúar annara flokka úr ríkisstjórninni komu í ræðustól Alþingis og höfðu fyrirvara og meira að segja nefndi einn háttvirtur þingmaður að hér væri um lögbrot að ræða. Nú er það margtuggið að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar skuli leggja fram frumvarp um hálendisþjóðgarð á kjörtímabilinu. Gott og vel, en þegar skip er í smíðum og einhver dagsetning sett sem markmið um sjósetningu, verður skipið samt sem áður að geta flotið áður en það er sjósett. Frægt er herskipið Vasa; stolt sænska flotans sem ráða átti yfir Eystrasaltinu en sökk með manni og mús nokkrum mínútum eftir að því var hleypt af stokkunum. Ekki má fara fyrir frumvarpi um hálendisþjóðgarð eins og fór fyrir Vasa. Við lifum á landsins gæðum og loftinu endurgjalds fríu. Rammt berjum lóminn í ræðum samt rísa mun sólin að nýju. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðvestur kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Sigurður Páll Jónsson Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Að vera staddur út á rúmsjó eða upp á hálendi einhvers staðar fær mig alltaf til að finna fyrir smæð minni og lotningu fyrir öflum og mikilfengleika náttúrunnar. Að hafa varið stóran hluta starfsævinnar við sjómennsku og fiskveiðar hefur kennt mér að virða náttúruöflin og umgangast þau í sátt og samlyndi. Yfirlýstir umhverfis- og náttúruverndarinnar telja sig margir hverjir geta sagt okkur hinum sem ekki hafa fengið skírnina, að þeirra dómi, hvernig við eigum að umgangast náttúruna og hvað henni er fyrir bestu. Umhverfisráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi um hálendisþjóðgarð eftir, að eigin sögn, hafa unnið að frumvarpinu í samstarfi og sátt við alla þá aðila sem málið varða. Hinn sami ráðherra ber fyrir sig þeirri rökleysu að skoðanakönnun sem gerð var fyrir Landvernd sýni vilja þjóðarinnar. Daginn sem málið rætt við fyrstu umræðu á Alþingi steig forseti þingsins sem óbreyttur þingmaður í pontu og sagði að aðeins, örlítill grenjandi minnihluti, væri á móti þessu frumvarpi af fávisku og frekju einni saman. Skoðanakannanir og samkomulag Síðan kemur í ljós í óháðri skoðanakönnun sem gerð var nýlega að einungis 31% þjóðarinnar eru meðmælt frumvarpi um hálendisþjóðgarð. Eftir að hafa lesið greinar, hlustað á viðtöl og heyrt í fólki kannast enginn við að þessi vinna við undirbúning frumvarpsins hafi verið gerð í þeirri sátt sem ráðherrann segir. Þarna sé verið að koma á fót stofnun sem taki yfir það fyrirkomulag sem verið hafi um ár og aldir á hálendinu. Samkomulagi um þjóðlendur sem tók langan tíma að gera, skal kastað fyrir róða. Raforkuframleiðendur og flutningafyrirtæki raforku eru afar uggandi, svo ekki sé meira sagt. Hagkvæmar virkjanir, raforkuflutningur og afhendingaröryggi skiptir ráðherra engu máli. Verði frumvarpið að lögum er framtíðarhagsmunum fórnað. Sveitastjórnir sem að málinu koma eru margar á móti stofnun hálendisþjóðgarðs. Það er óhætt að segja að einhugur sveitarstjórna ríki ekki. Sveitarstjórnarmenn eru fulltrúar sinna kjósenda. Kannski eru það þeir sem „grenja í umboði“ og forseti þings lítur á sem minnihluta. Andfélagslegur valdhroki lýsir slíkum hugsanahætti best. Ferðafélög og útivistarfólk hafa lýst yfir áhyggjum. Svona mætti áfram telja. Fyrirvarar stjórnarliða Í umræðunni í þingi stigu þingmenn ríkisstjórnarinnar hver á fætur öðrum í ræðustól Alþingis. Þeir voru með fangið fullt af fyrirvörum um ágæti frumvarpsins. Steininn tók svo úr í síðustu viku þegar umhverfisráðherra mælti fyrir þingsályktun um rammaáætlun. Fulltrúar annara flokka úr ríkisstjórninni komu í ræðustól Alþingis og höfðu fyrirvara og meira að segja nefndi einn háttvirtur þingmaður að hér væri um lögbrot að ræða. Nú er það margtuggið að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar skuli leggja fram frumvarp um hálendisþjóðgarð á kjörtímabilinu. Gott og vel, en þegar skip er í smíðum og einhver dagsetning sett sem markmið um sjósetningu, verður skipið samt sem áður að geta flotið áður en það er sjósett. Frægt er herskipið Vasa; stolt sænska flotans sem ráða átti yfir Eystrasaltinu en sökk með manni og mús nokkrum mínútum eftir að því var hleypt af stokkunum. Ekki má fara fyrir frumvarpi um hálendisþjóðgarð eins og fór fyrir Vasa. Við lifum á landsins gæðum og loftinu endurgjalds fríu. Rammt berjum lóminn í ræðum samt rísa mun sólin að nýju. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðvestur kjördæmi.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun