Er manneskja minna virði vegna geðsjúkdóms? Árdís Rut Einarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 13:30 Það er verulega umhugsunarvert að árið 2021 þurfi fólk að skammast sín fyrir að vera með geðsjúkdóm og að við búum við kerfi þar sem þessum sjúklingum er fyrir bestu að leyna sjúkdóm sínum til að vera betur settur í samfélaginu. Þegar einstaklingur með geðsjúkdóm sækir um líf- og sjúkdómatryggingu er undantekningarlaust krafist svara um sögu geðsjúkdóma og þá hvaða sjúkdómsgreiningar hann hefur verið greindur með. Þannig virðist t.d. geðhvarfasýki undantekningarlaust verða talin útilokandi varðandi tryggingar á meðan ADD/ADHD valda því ekki. Það er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að einkenni þessara sjúkdóma eru keimlík og oft greinist aðili með ADD/ADHD einnig með geðhvarfasýki, og öfugt. Þannig getur aðili, sem er með geðhvarfasýki, og hefur leitað sér hjálpar og er stöðugur, verið hafnað um líftryggingu. Hins vegar getur sá sem hugsanlega er með geðhvarfasýki, og hefur ekki leitað sér aðstoðar og verið greindur, fengið slíka tryggingu án athugasemda. Þarna er verið að „refsa“ fólki með geðsjúkdóma fyrir að leita sér hjálpar og takast á við sjúkdóminn. Enginn biður um að fá geðsjúkdóm, ekkert frekar en aðra sjúkdóma, eins og t.d. krabbamein, heldur er þetta í sumum tilfellum undirliggjandi vá sem bíður færis þegar síst skyldi. Viljum við ekki búa í samfélagi þar sem fólk er ekki aðgreint og einangrað fyrir að vera með sjúkdóm? Af hverju eru geðsjúkdómar „verri“ sjúkdómar en t.d. krabbamein? Árið 2020 var ástandið í þjóðfélaginu átakanlegt. Fólkið er okkar mesti arður og án þess er ekkert atvinnulíf, ekkert peningaflæði, engin menntun o.sv.frv. Er ekki mikilvægt að fólk fá lausn sinna vandamála, eins og frekast er unnt, í stað þess að stór hluti geðsjúkra séu tilneyddir til að þiggja örorkubætur sökum þess að þau geta ekki komist aftur á vinnumarkað. Oft geta þeir heldur ekki nýtt menntun sína, geta ekki notið sömu tækifæra og „venjulegt“ veikt fólk, því þeirra sjúkdómur er ekki viðurkenndur. Af þessum sökum er mikilvægt að laga þessa tímaskekkju árið 2021, þar sem geðsjúkdómar ættu að vera metnir til jafns við aðra sjúkdóma. Það er óásættanlegt að verulega veikt fólk þurfi að bíða í óratíma eftir að komast að hjá geðlæknum og að öll sálfræðiþjónusta sé ekki niðurgreidd. Þetta býr einfaldlega til snjóbolta, sem rúllar bara áfram og veikir undirstöður samfélagsins á hverjum degi. Fjárfestum í framtíðinni með öflugri geðheilbrigðisþjónustu. Allir eiga sama rétt, sama hver sjúkdómsgreiningin er! Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það er verulega umhugsunarvert að árið 2021 þurfi fólk að skammast sín fyrir að vera með geðsjúkdóm og að við búum við kerfi þar sem þessum sjúklingum er fyrir bestu að leyna sjúkdóm sínum til að vera betur settur í samfélaginu. Þegar einstaklingur með geðsjúkdóm sækir um líf- og sjúkdómatryggingu er undantekningarlaust krafist svara um sögu geðsjúkdóma og þá hvaða sjúkdómsgreiningar hann hefur verið greindur með. Þannig virðist t.d. geðhvarfasýki undantekningarlaust verða talin útilokandi varðandi tryggingar á meðan ADD/ADHD valda því ekki. Það er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að einkenni þessara sjúkdóma eru keimlík og oft greinist aðili með ADD/ADHD einnig með geðhvarfasýki, og öfugt. Þannig getur aðili, sem er með geðhvarfasýki, og hefur leitað sér hjálpar og er stöðugur, verið hafnað um líftryggingu. Hins vegar getur sá sem hugsanlega er með geðhvarfasýki, og hefur ekki leitað sér aðstoðar og verið greindur, fengið slíka tryggingu án athugasemda. Þarna er verið að „refsa“ fólki með geðsjúkdóma fyrir að leita sér hjálpar og takast á við sjúkdóminn. Enginn biður um að fá geðsjúkdóm, ekkert frekar en aðra sjúkdóma, eins og t.d. krabbamein, heldur er þetta í sumum tilfellum undirliggjandi vá sem bíður færis þegar síst skyldi. Viljum við ekki búa í samfélagi þar sem fólk er ekki aðgreint og einangrað fyrir að vera með sjúkdóm? Af hverju eru geðsjúkdómar „verri“ sjúkdómar en t.d. krabbamein? Árið 2020 var ástandið í þjóðfélaginu átakanlegt. Fólkið er okkar mesti arður og án þess er ekkert atvinnulíf, ekkert peningaflæði, engin menntun o.sv.frv. Er ekki mikilvægt að fólk fá lausn sinna vandamála, eins og frekast er unnt, í stað þess að stór hluti geðsjúkra séu tilneyddir til að þiggja örorkubætur sökum þess að þau geta ekki komist aftur á vinnumarkað. Oft geta þeir heldur ekki nýtt menntun sína, geta ekki notið sömu tækifæra og „venjulegt“ veikt fólk, því þeirra sjúkdómur er ekki viðurkenndur. Af þessum sökum er mikilvægt að laga þessa tímaskekkju árið 2021, þar sem geðsjúkdómar ættu að vera metnir til jafns við aðra sjúkdóma. Það er óásættanlegt að verulega veikt fólk þurfi að bíða í óratíma eftir að komast að hjá geðlæknum og að öll sálfræðiþjónusta sé ekki niðurgreidd. Þetta býr einfaldlega til snjóbolta, sem rúllar bara áfram og veikir undirstöður samfélagsins á hverjum degi. Fjárfestum í framtíðinni með öflugri geðheilbrigðisþjónustu. Allir eiga sama rétt, sama hver sjúkdómsgreiningin er! Höfundur er lögfræðingur.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun