Handbolti

Viggó meiddur - Þrír markverðir í íslenska hópnum

Ísak Hallmundarson skrifar
Viggó Kristjánsson.
Viggó Kristjánsson.

Ísland mætir Noregi kl. 17 í dag í síðasta leik sínum á HM í Egyptalandi.

Því miður meiddist Viggó Kristjánsson undir lok leiksins gegn Frökkum, eftir að hafa farið gjörsamlega á kostum framan af seinni hálfleik. Hann er því ekki með í dag, né heldur fyrirliðinn Arnór Þór Gunnarsson sem er enn meiddur.

Alexander Petersson og Janus Daði Smárason eru farnir heim. Því eru þrír markverðir í 16 manna hópnum í dag enda ekki fleiri til taks í 20 manna hópnum sem hélt til Egyptalands.

Ísland er í fimmta sæti í Milliriðli III og getur ekki endað ofar, sem þýðir að það er spilað upp á stoltið í dag. Það er engu að síður mikilvægt að enda þetta mót vel á móti nágrönnum okkar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.