Höfuðstór horrengla Guðmundur Gunnarsson skrifar 22. janúar 2021 14:31 Ég hef alltaf verið höfuðstór. Fötin eru í medium en húfurnar í extra large. Ég veit ekki til þess að þetta hafi háð mér fram til þessa. En ef höfuðið héldi alltaf áfram að stækka og búkurinn rýrnaði óstjórnlega á sama tíma, þá myndi ég leita læknis. Hafa af þessu verulegar áhyggjur. Ef við yfirfærum þetta stærðarójafnvægi yfir á íbúafjölda Íslands og sjáum landið fyrir okkur sem mannslíkama, þá blasir við okkur ögn alvarlegri mynd. Ísland er eins og höfuðstór horrengla. 64% Íslendinga búa á höfuðborgarsvæðinu. Í hausnum sem sagt. Þriðjungur býr í búknum. Þetta sama hlutfall er 36% í Danmörku, 30% í Noregi og 26% í Finnlandi. Ísland er þannig undarlegi gaurinn með stóra hausinn í partýinu. Og við sem erum alltaf að reyna að vera svo töff í augum útlendinga. En hvað um það, ég skal reyna að koma mér að efninu. Vestfirðir hýstu 15% þjóðarinnar fyrir 100 árum. í dag búa þar innan við 2% landsmanna. Hlutfall Vestfirðinga hefur þannig farið úr 15% í 2% á rúmri mannsævi. Úr 13 þúsund íbúum í 7 þúsund. A sama tíma hefur landsmönnum öllum fjölgað úr 90 þúsund í 360 þúsund. Allur vöxturinn er í hausnum. Hann hefur bólgnað út án þess að búkurinn fylgi með. Það er raunveruleg hætta á því að heilu landshlutarnir fari í eyði. Hvað sem hver segir. Heilu útlimirnir visni og detti af. Ólíkt mínu ofvaxna höfði þá er þetta ekki eitthvað náttúrulögmál. Þetta er afleiðing ákvarðana og sinnuleysis. Hrein og klár vanræksla. Að halda landinu í byggð er ekki einhver rómantík eða fortíðarþrá. Þetta er grafalvarlegt hagsmunamál heillar þjóðar. Ef við ætlum að byggja afkomu okkar á styrkleikum landsins þá verðum við að halda tengslum við uppruna okkar. Rækta búkinn og halda nálægð við náttúru og hafsvæði. Við verðum að gera okkur grein fyrir, í eitt skipti fyrir öll, hvað gerir okkur að velmegunarþjóð. Á hverju við byggjum afkomu okkar. Af hverju við erum hérna. Það gerðist ekki með því að blása öllu loftinu í höfuðið. Að leggja rækt við byggðir um allt land snýst um að halda í þessa styrkleika. Hreint og klárt. Viðhalda og byggja upp kerfin sem standa undir verðmætasköpuninni. Við erum að tala um vegina, fjarskiptin, rafmagnið, velferðarkerfið, matvælaframleiðsluna og menntunina. Við stöndum í miðri öfugþróun. Við þurfum að snúa henni við. Það er vel hægt. Við þurfum bara að skilja mikilvægið. Allir þeir sem hafa unnið að sveitastjórnarmálum geta sagt ykkur sögur af fundum sem áttu að fjalla um vanda landsbyggðanna. Þau munu segja ykkur að oft hafi þeim liðið eins þau sætu andspænis fólki frá öðrum plánetum. Fólki frá nokkrum ólíkum plánetum jafnvel. Allt eftir því hvaða stjórnmálaflokkar fara fyrir málaflokkum hverju sinni. Umhverfisráðherra segir eitt á meðan samgönguráðherra segir annað. Án þess að taka samhentir á vandamálinu. Eins og það eigi sér ekki stað neitt samtal eða samráð. Innan sömu stjórnar. Mótbárur landshlutasamtaka hafa líka allar verið á einn veg. Þau spyrja í sífellu: Er í alvörunni ekki hægt að gera þetta saman? Getur þitt ráðuneyti ekki talað við hans og þið viðurkennt í sameiningu þetta risastóra vandamál sem vegur að grunnstoðunum? Taka svo metnaðarfullar ákvarðanir sem veita raunverulega viðspyrnu. Áratugalangar plástratilraunir og máttlaust viðnám, úr ólíkum hornum ólíkra ráðuneyta, dugar ekki til. En kannski finnst okkur bara allt í lagi í að vera höfuðstór. Kannski finnst okkur bara fínt að vera beinaber. En fjandakornið, við hljótum að vera sammála um nauðsyn þess að búkurinn valdi höfðinu. Það er algjör lágmarkskrafa. Annars missum við á endanum hausinn. Höfundur er Vestfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf verið höfuðstór. Fötin eru í medium en húfurnar í extra large. Ég veit ekki til þess að þetta hafi háð mér fram til þessa. En ef höfuðið héldi alltaf áfram að stækka og búkurinn rýrnaði óstjórnlega á sama tíma, þá myndi ég leita læknis. Hafa af þessu verulegar áhyggjur. Ef við yfirfærum þetta stærðarójafnvægi yfir á íbúafjölda Íslands og sjáum landið fyrir okkur sem mannslíkama, þá blasir við okkur ögn alvarlegri mynd. Ísland er eins og höfuðstór horrengla. 64% Íslendinga búa á höfuðborgarsvæðinu. Í hausnum sem sagt. Þriðjungur býr í búknum. Þetta sama hlutfall er 36% í Danmörku, 30% í Noregi og 26% í Finnlandi. Ísland er þannig undarlegi gaurinn með stóra hausinn í partýinu. Og við sem erum alltaf að reyna að vera svo töff í augum útlendinga. En hvað um það, ég skal reyna að koma mér að efninu. Vestfirðir hýstu 15% þjóðarinnar fyrir 100 árum. í dag búa þar innan við 2% landsmanna. Hlutfall Vestfirðinga hefur þannig farið úr 15% í 2% á rúmri mannsævi. Úr 13 þúsund íbúum í 7 þúsund. A sama tíma hefur landsmönnum öllum fjölgað úr 90 þúsund í 360 þúsund. Allur vöxturinn er í hausnum. Hann hefur bólgnað út án þess að búkurinn fylgi með. Það er raunveruleg hætta á því að heilu landshlutarnir fari í eyði. Hvað sem hver segir. Heilu útlimirnir visni og detti af. Ólíkt mínu ofvaxna höfði þá er þetta ekki eitthvað náttúrulögmál. Þetta er afleiðing ákvarðana og sinnuleysis. Hrein og klár vanræksla. Að halda landinu í byggð er ekki einhver rómantík eða fortíðarþrá. Þetta er grafalvarlegt hagsmunamál heillar þjóðar. Ef við ætlum að byggja afkomu okkar á styrkleikum landsins þá verðum við að halda tengslum við uppruna okkar. Rækta búkinn og halda nálægð við náttúru og hafsvæði. Við verðum að gera okkur grein fyrir, í eitt skipti fyrir öll, hvað gerir okkur að velmegunarþjóð. Á hverju við byggjum afkomu okkar. Af hverju við erum hérna. Það gerðist ekki með því að blása öllu loftinu í höfuðið. Að leggja rækt við byggðir um allt land snýst um að halda í þessa styrkleika. Hreint og klárt. Viðhalda og byggja upp kerfin sem standa undir verðmætasköpuninni. Við erum að tala um vegina, fjarskiptin, rafmagnið, velferðarkerfið, matvælaframleiðsluna og menntunina. Við stöndum í miðri öfugþróun. Við þurfum að snúa henni við. Það er vel hægt. Við þurfum bara að skilja mikilvægið. Allir þeir sem hafa unnið að sveitastjórnarmálum geta sagt ykkur sögur af fundum sem áttu að fjalla um vanda landsbyggðanna. Þau munu segja ykkur að oft hafi þeim liðið eins þau sætu andspænis fólki frá öðrum plánetum. Fólki frá nokkrum ólíkum plánetum jafnvel. Allt eftir því hvaða stjórnmálaflokkar fara fyrir málaflokkum hverju sinni. Umhverfisráðherra segir eitt á meðan samgönguráðherra segir annað. Án þess að taka samhentir á vandamálinu. Eins og það eigi sér ekki stað neitt samtal eða samráð. Innan sömu stjórnar. Mótbárur landshlutasamtaka hafa líka allar verið á einn veg. Þau spyrja í sífellu: Er í alvörunni ekki hægt að gera þetta saman? Getur þitt ráðuneyti ekki talað við hans og þið viðurkennt í sameiningu þetta risastóra vandamál sem vegur að grunnstoðunum? Taka svo metnaðarfullar ákvarðanir sem veita raunverulega viðspyrnu. Áratugalangar plástratilraunir og máttlaust viðnám, úr ólíkum hornum ólíkra ráðuneyta, dugar ekki til. En kannski finnst okkur bara allt í lagi í að vera höfuðstór. Kannski finnst okkur bara fínt að vera beinaber. En fjandakornið, við hljótum að vera sammála um nauðsyn þess að búkurinn valdi höfðinu. Það er algjör lágmarkskrafa. Annars missum við á endanum hausinn. Höfundur er Vestfirðingur.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun