Það er stuð í rafmagninu Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar 20. janúar 2021 13:00 Það verður sífellt erfiðara fyrir ungt fólk að velja sér starfsvettvang. Sumir hafa ástríðu fyrir einhverju frá unga aldri eins og sjá má í áratuga gömlum klippum í auglýsingu sem flestir hafa séð. Þar er Hermann Gunnarsson heitinn að spyrja börn hvað þau ætli að verða þegar þau eru orðin stór. Þessi börn eru í dag fullorðið fólk sem er landsþekkt fyrir afrek sín, en það eru ekki allir svo gæfusamir, að sjá fyrir sér að keppa fyrir hönd Íslands á stórmótum og framkvæma það síðan með afburða árangri. Það er úr ákaflega mörgum leiðum að velja í lífinu í dag, þeir sem ætluðu að ganga menntaveginn fyrir hundrað árum gátu ekki valið um mikið meira en iðngreinar, guðfræði, lögfræði, læknisfræði og hjúkrun. Fyrstu verkfræðingarnir eins og Sigurður Thoroddsen voru að ljúka námi á þriðja áratug síðustu aldar. Síðan þá hefur ótrúlega margt breyst í samfélaginu okkar og við stukkum úr bændasamfélagi inn í tækniöldina á ógnar hraða. Samfélagið okkar er orðið mjög flókið og hver tæknibyltingin tekur við af annarri. Fyrir hundrað árum voru bílar, flugvélar og útvarp nýjung. Nú hlustum við á útvarp í snjalltækjum,, flugleiðsögumenn eru löngu orðnir óþarfir og flugstjórarnir fylgjast mikið með flugvélunum á sjálfstýringu. Sjálfvirkni og snjallar lausnir verður sífellt meira áberandi. Bílarnir okkar eru óðum að verða sjálfkeyrandi og svona mætti lengi telja. Allar þessar nýjungar byggja á rafboðum og stýringum, sem byggja á rafmagni. Þekking á þessu víðtæka sviði rafmagnsfræða er verðmæt og gæti orðið útflutningsvara og tekjulind í margumræddri nauðsynlegri viðspyrnu fyrir hagkerfið okkar. Við erum nánast öll með snjalltæki í höndunum, bæði ungir og aldnir. Þessi tæki ganga fyrir rafmagni, eiga samskipti sem byggja á merkjafræði sem er fag innan rafmagnsverkfræðinnar. Við þurfum ljós, það þarf að framleiða rafmagn, flytja það dreifa því. Leggja raflagnir í hús, endurnýja fjarskiptakerfi. Forrita stýribúnað og hugbúnað margvíslegan sem tengist rafdrifnum tækjum. Rafvirkjun, rafeindavirkjun, rafmagnstæknifræði og rafmagnsverkfræði eru allt saman fög sem fjalla um rafmagn. Innan rafmagnsfræðinnar er úr margvíslegum störfum að velja, það er líka hægt að byrja á því að verða rafvirki og bæta síðan við sig tæknifræði og svo verkfræði. Snjallvæðingin er nýjast tæknibyltingin sem við erum enn að átta okkur á hvernig við munum nýta. Við sjáum að hægt er að lágmarka kostnað við sorphirðu með snjöllum sorptunnum, sem láta vita þegar þær eru að fyllast. Við getum fengið stýringar fyrir ljós og hita á heimilin okkar þannig að við séum með lægri hita á nóttunni þegar við sofum eða þegar við erum ekki heima. Þessar stýringar geta svo hækkað hitann aftur áður en við komum heim úr vinnu eða vöknum. Rafmagnstækni er sívaxandi þáttur í heilbrigðisþjónustu og má þar nefna segulómtæki, aðgerðarþjarkar og margvísleg fleiri tæki. Fjölbreytileiki starfa innan rafmagnsgeirans er mikill og verkefnin verða sífellt fleiri og margvíslegri með aukinni sjálfvirkni og margvíslegum snjöllum lausnum. Það er vel þess virði fyrir uppalendur og alla þá sem eru að velta því fyrir sér í dag hvaða menntun þeir eiga að velja að skoða námsleiðir í rafmagnsfræðum. Það er úr mjög mörgu spennandi að velja á þessu sviði og því það má með sanni segja að það er stuð í rafmagninu og þá sérstaklega í háspennunni. Höfundur er rafmagnsverkfræðingur og framkvæmdastjóri Verkfræðistofunnar Afl og Orku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Skóla - og menntamál Mest lesið Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Það verður sífellt erfiðara fyrir ungt fólk að velja sér starfsvettvang. Sumir hafa ástríðu fyrir einhverju frá unga aldri eins og sjá má í áratuga gömlum klippum í auglýsingu sem flestir hafa séð. Þar er Hermann Gunnarsson heitinn að spyrja börn hvað þau ætli að verða þegar þau eru orðin stór. Þessi börn eru í dag fullorðið fólk sem er landsþekkt fyrir afrek sín, en það eru ekki allir svo gæfusamir, að sjá fyrir sér að keppa fyrir hönd Íslands á stórmótum og framkvæma það síðan með afburða árangri. Það er úr ákaflega mörgum leiðum að velja í lífinu í dag, þeir sem ætluðu að ganga menntaveginn fyrir hundrað árum gátu ekki valið um mikið meira en iðngreinar, guðfræði, lögfræði, læknisfræði og hjúkrun. Fyrstu verkfræðingarnir eins og Sigurður Thoroddsen voru að ljúka námi á þriðja áratug síðustu aldar. Síðan þá hefur ótrúlega margt breyst í samfélaginu okkar og við stukkum úr bændasamfélagi inn í tækniöldina á ógnar hraða. Samfélagið okkar er orðið mjög flókið og hver tæknibyltingin tekur við af annarri. Fyrir hundrað árum voru bílar, flugvélar og útvarp nýjung. Nú hlustum við á útvarp í snjalltækjum,, flugleiðsögumenn eru löngu orðnir óþarfir og flugstjórarnir fylgjast mikið með flugvélunum á sjálfstýringu. Sjálfvirkni og snjallar lausnir verður sífellt meira áberandi. Bílarnir okkar eru óðum að verða sjálfkeyrandi og svona mætti lengi telja. Allar þessar nýjungar byggja á rafboðum og stýringum, sem byggja á rafmagni. Þekking á þessu víðtæka sviði rafmagnsfræða er verðmæt og gæti orðið útflutningsvara og tekjulind í margumræddri nauðsynlegri viðspyrnu fyrir hagkerfið okkar. Við erum nánast öll með snjalltæki í höndunum, bæði ungir og aldnir. Þessi tæki ganga fyrir rafmagni, eiga samskipti sem byggja á merkjafræði sem er fag innan rafmagnsverkfræðinnar. Við þurfum ljós, það þarf að framleiða rafmagn, flytja það dreifa því. Leggja raflagnir í hús, endurnýja fjarskiptakerfi. Forrita stýribúnað og hugbúnað margvíslegan sem tengist rafdrifnum tækjum. Rafvirkjun, rafeindavirkjun, rafmagnstæknifræði og rafmagnsverkfræði eru allt saman fög sem fjalla um rafmagn. Innan rafmagnsfræðinnar er úr margvíslegum störfum að velja, það er líka hægt að byrja á því að verða rafvirki og bæta síðan við sig tæknifræði og svo verkfræði. Snjallvæðingin er nýjast tæknibyltingin sem við erum enn að átta okkur á hvernig við munum nýta. Við sjáum að hægt er að lágmarka kostnað við sorphirðu með snjöllum sorptunnum, sem láta vita þegar þær eru að fyllast. Við getum fengið stýringar fyrir ljós og hita á heimilin okkar þannig að við séum með lægri hita á nóttunni þegar við sofum eða þegar við erum ekki heima. Þessar stýringar geta svo hækkað hitann aftur áður en við komum heim úr vinnu eða vöknum. Rafmagnstækni er sívaxandi þáttur í heilbrigðisþjónustu og má þar nefna segulómtæki, aðgerðarþjarkar og margvísleg fleiri tæki. Fjölbreytileiki starfa innan rafmagnsgeirans er mikill og verkefnin verða sífellt fleiri og margvíslegri með aukinni sjálfvirkni og margvíslegum snjöllum lausnum. Það er vel þess virði fyrir uppalendur og alla þá sem eru að velta því fyrir sér í dag hvaða menntun þeir eiga að velja að skoða námsleiðir í rafmagnsfræðum. Það er úr mjög mörgu spennandi að velja á þessu sviði og því það má með sanni segja að það er stuð í rafmagninu og þá sérstaklega í háspennunni. Höfundur er rafmagnsverkfræðingur og framkvæmdastjóri Verkfræðistofunnar Afl og Orku.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun