Handbolti

„Trúnaðarbrestur hjá Tomasi Svensson“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tomas Svensson (lengst til vinstri) hefur verið í þjálfarateymi íslenska handboltalandsliðsins síðan 2019.
Tomas Svensson (lengst til vinstri) hefur verið í þjálfarateymi íslenska handboltalandsliðsins síðan 2019. vísir/andri marinó

Jóhann Gunnar Einarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson furða sig á ummælum Tomasar Svensson, markvarðaþjálfara íslenska handboltalandsliðsins, um meiðsli Arons Pálmarssonar sem er ekki með á HM í Egyptalandi.

Í samtali við Aftonbladet sagði Svensson að Aron hefði ekki verið skoðaður af læknum íslenska liðsins í aðdraganda HM, þvert á það sem HSÍ sagði þegar greint var frá því að Aron gæti ekki leikið á mótinu.

HSÍ sendi svo í gær frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að Aron hefði sannarlega verið skoðaður af læknum landsliðsins og að Svensson hefði beðist afsökunar á ummælum sínum sem hafi verið byggð á misskilningi.

„Þetta er ekkert slúðurblað og verið að búa til fréttir. Það er kannski eitthvað á bak við þetta. Tomas Svensson er virtur í handboltasamfélaginu og hann hefur virkilega haldið þetta. Ef þetta er rétt vill hann kannski meina að Aron hafi ekki nennt á mótið. Hann er kannski að segja það með öðrum orðum,“ sagði Jóhann Gunnar í Sportinu í dag.

„Ég hafði smá áhyggjur því hann var búinn að gefa út að hann væri ekki spenntur að fara á þetta mót. Svo kom Final Four og hann átti frábæran fyrri leik en hann er greinilega eitthvað tæpur í hnénu. Kannski hefur hann bara sagt, ég fer ekki, ég er að drepast í hnénu. Þið getið bara sagst skoða mig svo allir séu rólegir. Þetta er fyrst og fremst ákvörðun hans. En auðvitað er leiðinlegt að Svensson sé að blaðra um okkar innanbúðarmál.“

Mjög grilluð staða

Ásgeir Örn segir að Svensson hafi gerst sekur um trúnaðarbrest með ummælum sínum.

„Ég hugsa að það hafi verið hressilegur krísufundur. Maður las þetta og hugsaði að einhver væri að ljúga, eða ekki segja alveg rétt frá. Maður verður bara að spá eins lítið í þessu og maður getur og trúa því að fólk sé heiðarlegt. Ég ætla að taka þessu þannig,“ sagði Ásgeir Örn.

„Þetta er mjög grilluð staða og óháð því hvaða aðstæður eru uppi að þjálfari í þjálfarateymi okkar segi eitthvað svona, þetta er trúnaðarbrestur.“

Hlusta má á Sportið í dag hér fyrir neðan. Umræðan um ummæli Svenssons hefst á 29:45. Tengdar fréttir

„Veit ekki af hverju þeir eru með þessi brot, viljandi“

„Þeir eru mjög óhefðbundnir og það var eiginlega óþægilegt að spila á móti þeim varnarlega, því maður vissi aldrei hvað þeir voru að fara að gera. Það var því gott að vinna þá og gott að gera það af öryggi,“ sagði Viggó Kristjánsson eftir 31-23 sigur Íslands gegn Marokkó á HM í kvöld.

Getur allt gerst í milliriðlinum

„Þetta er stórhættuleg þjóð að eiga við á þessum tímapunkti móts, að mæta svona agressívu og blóðheitu liði, en við skiluðum þessu í hús,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson sem átti fínan leik í marki Íslands í sigrinum á Marokkó í kvöld.

Guðmundur: Fegnastur að enginn skyldi slasa sig

Guðmundur Guðmundsson var ánægður með sigurinn á Marokkó, 31-23, í lokaleik Íslands í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi. Hann var ósáttur við grófan leik Marokkómanna.

Síðan fæ ég högg beint í smettið

Gísli Þorgeir Kristjánsson átti mjög fínan leik er íslenska liðið vann Marokkó með átta marka mun, 31-23. Hann fékk nokkuð þungt högg í andlitið sem honum fannst ekkert spes.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.