Handbolti

Svensson biðst afsökunar á ummælum sínum um Aron: Misskilningur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tomas Svensson sést hér við hlið Arons Pálmarssonar á varamannabekk íslenska landsliðsins á EM í fyrra. Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson er fyrir framan þá.
Tomas Svensson sést hér við hlið Arons Pálmarssonar á varamannabekk íslenska landsliðsins á EM í fyrra. Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson er fyrir framan þá. EPA-EFE/JOHAN NILSSON

Handknattleikssamband Íslands hefur gefið út tilkynningu á miðlum sínum vegna fréttar sænska blaðsins Aftonbladet sem Vísir sagði frá í morgun.

Tomas Svensson, markmannsþjálfari íslenska liðsins, veitti sænskum blaðamanni og samlanda viðtal og þar talaði hann meðal annars um Aron Pálmarsson og meiðsli hans. Svensson hélt því fram að læknar íslenska liðsins hefðu ekki fengið að skoða Aron en það mun ekki vera rétt hjá honum.

Í tilkynningu HSÍ kemur fram að Aron hafi svo sannarlega skoðaður af læknum landsliðsins eins og fram kemur í tilkynningu HSÍ frá 2. janúar síðastliðinn. Þar var staðfest að Aron sé meiddur á hné og óleikfær.

Ummæli Tomasar séu byggð á misskilningi og mun sá sænski hafa beðist afsökunar.

HSÍ segist hafa verið í ágætis samskiptum við Barcelona vegna meiðslanna og segist harma ummælin.

Vegna fréttar á Vísir.is þar sem vitnað er í ummæli Tomas Svensson um meiðsli Arons Pálmarssonar vill HSÍ koma...

Posted by HSÍ - Handknattleikssamband Íslands on Mánudagur, 18. janúar 2021



Fleiri fréttir

Sjá meira


×