Handbolti

Naumt tap Hall­dórs gegn Argentínu og ó­trú­legt jafn­tefli í B-riðlinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Halldór Jóhann ræðir við Jónas Elíasson dómara.
Halldór Jóhann ræðir við Jónas Elíasson dómara. vísir/hulda margrét

Króatía vann öruggan sigur á Angóla í C-riðlinum á HM í Egyptalandi, 28-20, en Króatar eru þar með komnir í milliriðil. Þeir eru með þrjú stig en Angóla án stiga.

Ivan Cupic var markahæstur í liði Króatíu með sex mörk og Ivan Martinovic kom næstur með fimm mörk. Edvaldo L. Da Silva Ferreira skoraði fjögur mörk fyrir Angóla.

Halldór Jóhann Sigfússon og lærisveinar í Barein lentu í hörkuleik gegn Argentínu en töpuðu að endingu naumlega, 24-21, eftir að staðan var 12-10, Argentínu í vil í hálfleik.

Federico Pizarro skoraði sex mörk fyrir Argentínu en Mohamed Ahmed skoraði fimm fyrir Barein.

Barein er því án stiga eftir fyrstu tvo leikina en Argentína er með fjögur stig.

Túnis og Brasilía gerðu ótrúlegt 32-32 jafntefli eftir að Túnis var 32-30 yfir er þrjátíu sekúndur voru eftir.

Ansi mikið var skorað í fyrri hálfleik en Túnis var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 20-16.

Túnis er því með eitt stig í B-riðlinum en Brasilía tvö líkt og Pólland. Spánn er einnig með eitt stig en Spánn og Pólland mætast í kvöld.

Mohamed Amine Darmoul var magnaður í liði Túnis með nú mörk en Rudolph Hackbarth og Haniel Langaro skoruðu sex hvor fyrir Brasilíu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.