Handbolti

Janus Daði á heimleið vegna meiðsla

Anton Ingi Leifsson skrifar
Janus Daði Smárason
Janus Daði Smárason vísir/getty

Janus Daði Smárason landsliðsmaður í handbolta mun ekki leika meira á HM í Egyptalandi vegna meiðslna á öxl.

Þetta kom fram á fréttamannafundi íslenska liðsins með fjölmiðlum fyrr í dag en Handbolti.is greinir frá.

Janus Daði hefur lengi glímt við meiðsli í öxl og var meðal annars ekki í leikmannahópi Íslands gegn Alsír í gær vegna meiðslanna.

Nú mun hann hins vegar halda heim á leið og fá bót meina sinna en því eru nítján leikmenn eftir í íslenska hópnum í Egyptalandi.

Næsti leikur Íslands er gegn Marokkó annað kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.