Handbolti

Auðvelt hjá Portúgal gegn Marokkó - Heimamenn með fullt hús stiga

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Úr leik Íslands og Portúgals á dögunum.
Úr leik Íslands og Portúgals á dögunum. vísir/getty

Fjórum leikjum er nýlokið á HM í handbolta sem fram fer í Egyptalandi þessa dagana.

Keppinautar íslenska landsliðsins áttust við þegar Portúgal mætti Marokkó en Portúgal lagði Ísland í fyrstu umferð á meðan Marokkó tapaði á ótrúlegan hátt fyrir Alsír.

Marokkó hélt í við Portúgali í fyrri hálfleik og var staðan í leikhléi jöfn, 12-12. Í síðari hálfleik kom gæðamunurinn á liðunum berlega í ljós og vann Portúgal þrettán marka sigur, 20-33.

Í E-riðli eru Frakkar með fullt hús stiga eftir öruggan sjö marka sigur á Austurríkismönnum í dag. Gestgjafarnir frá Egyptalandi eru sömuleiðis með fullt hús stiga í G-riðli eftir öruggan sigur á Norður Makedóníu í dag, 38-19.

Þá unnu Rússar sterkan sigur á Slóveníu í H-riðli, 31-25.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.