Handbolti

Björgvin og Magnús Óli inn í hópinn gegn Alsír

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson fagnar á Evrópumótinu í Svíþjóð fyrir ári síðan. Hann hefur verið fastagestur á stórmótum síðan á Ólympíuleikunum í Peking 2008.
Björgvin Páll Gústavsson fagnar á Evrópumótinu í Svíþjóð fyrir ári síðan. Hann hefur verið fastagestur á stórmótum síðan á Ólympíuleikunum í Peking 2008. EPA/ANDREAS HILLERGREN

Guðmundur Þ. Guðmundsson hefur tilkynnt sextán manna hópinn sem mætir Alsír á HM í handbolta í Egyptalandi í kvöld.

Magnús Óli Magnússon og Björgvin Páll Gústavsson koma inn í hópinn fyrir Viktor Gísla Hallgrímsson og Janus Daða Smárason en Kristján Örn Kristjánsson og Kári Kristján Kristjánsson eru áfram utan hóps líkt og í fyrsta leiknum gegn Portúgal.

Leikur Íslands og Alsír hefst klukkan 19:30 og verður honum fylgt eftir á Vísi.

Hóp­ur­inn gegn Alsír

Ágúst Elí Björg­vins­son, KIF Kol­d­ing 34/​1

Björg­vin Páll Gúst­avs­son, Hauk­ar 231/​13

Bjarki Már Elís­son, Lem­go 74/​186

Odd­ur Gret­ars­son, Bal­ingen-Weilstetten 21/​31

Ólaf­ur Andrés Guðmunds­son, IFK Kristianstad 126/​234

Magnús Óli Magnús­son, Val 6/​6

Elv­ar Örn Jóns­son, Skjern 38/​106

Gísli Þor­geir Kristjáns­son, SC Mag­deburg 27/​35

Al­ex­and­er Peters­son, Rhein-Neckar Löwen 183/​721

Ómar Ingi Magnús­son, SC Mag­deburg 50/​135 

Viggó Kristjáns­son, Stutt­g­art 14/​26

Arn­ór Þór Gunn­ars­son, Berg­ischer HCC 117/​338

Sig­valdi Björn Guðjóns­son, Vive Kielce 31/​61

Arn­ar Freyr Arn­ars­son, MT Melsungen 55/​70 

Elliði Snær Viðars­son, Gum­mers­bach 8/​7

Ýmir Örn Gísla­son, Rhein-Neckar Löwen 45/​21


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.