Körfubolti

Þægi­legt hjá Valencia í Euro­Leagu­e

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martin og félagar unnu öruggan sigur í EuroLeague í kvöld.
Martin og félagar unnu öruggan sigur í EuroLeague í kvöld. Pedro Salado/Getty Images

Martin Hermannsson og félagar í Valencia unnu stórsigur á Rauðu Stjörnunni er liðin mættust í EuroLeague í kvöld. Lokatölur 91-71 Valencia í vil.

Sigur kvöldsins var aldrei í hættu en Valencia byrjaði mun betur og leiddi með tólf stigum að loknum fyrsta leikhluta. Munurinn var hins vegar kominn niður í sjö stig í hálfleik, staðan þá 49-42.

Valencia lét það ekki á sig fá og passaði sig að gestirnir kæmust aldrei nálægt þeim í síðari hálfleik. Fór það svo að heimamenn unnu öruggan tuttugu stiga sigur, lokatölur 91-71.

Martin skoraði fjögur stig í leiknum, gaf tvær stoðsendingar og tók eitt frákast.

Valencia er sem stendur í 10. sæti EuroLeague.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.