Hvers vegna hefur einhver það vald? Gunnar Hnefill Örlygsson skrifar 15. janúar 2021 12:00 Milli jóla og nýárs tók ég eftir því er ég leit til veðurs á vindasömu kvöldi, að sorptunnan hafði tapað í átökum sínum við vindhviður og rusl var fokið á víð og dreif. Þetta þótti mér miður og stökk ég af stað út í vindinn að eltast við það sem hafði farið á flug. Einn maður í myrkri og vindi að eltast við fjúkandi rusl á aðra klukkustund, hversvegna? Því mér er umhugað um umhverfi mitt og náttúruna. Statt og stöðugt erum við að verða meðvitaðri um náttúru- og umhverfisvernd, sem er jákvætt og til bóta. Vilji okkar til að gera betur er að aukast ásamt þekkingu okkar á afleiðingum mengunar og losunar gróðurhúsalofttegunda. En það er jú einn megin tilgangur lífsins að læra af mistökum og gera betur. Skilningur eykst á skaðlegum áhrifum okkar á náttúruna með óvarlegri meðhöldun spilliefna, sorpi, örplastmengun og óhóflegri losun gróðurhúsalofttegunda. Því fylgir súrnun sjávar, hækkandi hitastig og hnattræn hlýnum. Líffræðingar og aðrir náttúrurannsakendur hafa lengi talað um áhrif hnattrænnar hlýnunar á lífríki jarðar. En hún er einnig farin að birtast okkur skýrar á okkar eigin búsvæðum með veðurfarsbreytingum, oft með skelfilegum afleiðingum, sem við sjáum í vatnavöxtum, aurskriðum, þurrkum og skógareldum. Við þessu viljum við bregðast og eru þjóðir heimsins farnar að huga betur að þessum málum og úrlausnum við þeim. Það er gott. Það vakti athygli mína í síðastliðinni viku í kjölfar þeirrar ringulreiðar sem skapaðist í bandarískum stjórnmálum, þegar þingforseti fulltrúardeildar Bandaríkaþings sá ástæðu til þess að spyrja um ákvörðunarvald forseta Bandaríkjanna til þess að virkja beitingu kjarnavopna. Ef slík áætlun yrði virkjuð af forseta, hvort hægt yrði með einhverjum ráðum að koma í veg fyrir og stöðva hana. Við það vaknar sú spurning hjá mér: Hvers vegna hefur einhver það vald, að geta ræst af stað slíka tortímingu með beitingu gereyðingavopna, þar sem líf og náttúra eru í einni andrá þurrkuð út á stóru svæði, sem ólífvænt verður í áratuga raðir með skaðlegri mengun. Við eigum bara þessa einu jörð og ef við setjum stærð hennar í áþreifanlegt samhengi, þá erum við ekki lengi að komast hvert sem við viljum um hana með nútíma samgöngum. Ábyrgð okkar í lífssögunni sem tímabundnir ábúendur jarðarinnar er gríðarleg. Því verðum við að leita allra leiða til þess að vernda hana frekar en eyðileggja. Sem siðað framsýnt heimssamfélag er það skylda okkar að gera kröfu um það, að þjóðarleiðtogar og heimsbyggðin öll, átti sig á því að til eru aðrar og betri leiðir til samningaviðræðna og valdatafls en gereyðingarvopn. Því verður samstaða og heimssátt að nást um það, að slík ógn við jarðríki okkar eigi aldrei að vera til. Höfundur er nemandi í fjármálaverkfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Milli jóla og nýárs tók ég eftir því er ég leit til veðurs á vindasömu kvöldi, að sorptunnan hafði tapað í átökum sínum við vindhviður og rusl var fokið á víð og dreif. Þetta þótti mér miður og stökk ég af stað út í vindinn að eltast við það sem hafði farið á flug. Einn maður í myrkri og vindi að eltast við fjúkandi rusl á aðra klukkustund, hversvegna? Því mér er umhugað um umhverfi mitt og náttúruna. Statt og stöðugt erum við að verða meðvitaðri um náttúru- og umhverfisvernd, sem er jákvætt og til bóta. Vilji okkar til að gera betur er að aukast ásamt þekkingu okkar á afleiðingum mengunar og losunar gróðurhúsalofttegunda. En það er jú einn megin tilgangur lífsins að læra af mistökum og gera betur. Skilningur eykst á skaðlegum áhrifum okkar á náttúruna með óvarlegri meðhöldun spilliefna, sorpi, örplastmengun og óhóflegri losun gróðurhúsalofttegunda. Því fylgir súrnun sjávar, hækkandi hitastig og hnattræn hlýnum. Líffræðingar og aðrir náttúrurannsakendur hafa lengi talað um áhrif hnattrænnar hlýnunar á lífríki jarðar. En hún er einnig farin að birtast okkur skýrar á okkar eigin búsvæðum með veðurfarsbreytingum, oft með skelfilegum afleiðingum, sem við sjáum í vatnavöxtum, aurskriðum, þurrkum og skógareldum. Við þessu viljum við bregðast og eru þjóðir heimsins farnar að huga betur að þessum málum og úrlausnum við þeim. Það er gott. Það vakti athygli mína í síðastliðinni viku í kjölfar þeirrar ringulreiðar sem skapaðist í bandarískum stjórnmálum, þegar þingforseti fulltrúardeildar Bandaríkaþings sá ástæðu til þess að spyrja um ákvörðunarvald forseta Bandaríkjanna til þess að virkja beitingu kjarnavopna. Ef slík áætlun yrði virkjuð af forseta, hvort hægt yrði með einhverjum ráðum að koma í veg fyrir og stöðva hana. Við það vaknar sú spurning hjá mér: Hvers vegna hefur einhver það vald, að geta ræst af stað slíka tortímingu með beitingu gereyðingavopna, þar sem líf og náttúra eru í einni andrá þurrkuð út á stóru svæði, sem ólífvænt verður í áratuga raðir með skaðlegri mengun. Við eigum bara þessa einu jörð og ef við setjum stærð hennar í áþreifanlegt samhengi, þá erum við ekki lengi að komast hvert sem við viljum um hana með nútíma samgöngum. Ábyrgð okkar í lífssögunni sem tímabundnir ábúendur jarðarinnar er gríðarleg. Því verðum við að leita allra leiða til þess að vernda hana frekar en eyðileggja. Sem siðað framsýnt heimssamfélag er það skylda okkar að gera kröfu um það, að þjóðarleiðtogar og heimsbyggðin öll, átti sig á því að til eru aðrar og betri leiðir til samningaviðræðna og valdatafls en gereyðingarvopn. Því verður samstaða og heimssátt að nást um það, að slík ógn við jarðríki okkar eigi aldrei að vera til. Höfundur er nemandi í fjármálaverkfræði.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar