Handbolti

Sérfræðingarnir áttu ekki orð þegar Svava flutti fréttir af KA/Þór

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martha Hermannsdóttir leikur ekki meira með KA/Þór á þessu tímabili.
Martha Hermannsdóttir leikur ekki meira með KA/Þór á þessu tímabili. vísir/bára

KA/Þór verður án Mörthu Hermannsdóttur það sem eftir er tímabils. Hún er meidd á hæl.

Svava Kristín Grétarsdóttir greindi frá þessu í Seinni bylgjunni í kvöld. „Rétt fyrir þátt fékk ég að vita að Martha Hermanns yrði ekki meira með.“

Sérfræðingar þáttarins, Þorgerður Anna Atladóttir og Sunneva Einarsdóttir, voru gáttaðar á þessum fréttum.

Ljóst er að þetta er mikil áfall fyrir KA/Þór enda hefur Martha verið besti leikmaður liðsins undanfarin ár.

Martha var í hópi markahæstu leikmanna Olís-deildarinnar á síðasta tímabili en hún skoraði 95 mörk í átján leikjum. KA/Þór endaði í 6. sæti og komst í bikarúrslit þar sem liðið steinlá fyrir Fram.

KA/Þór sækir Hauka heim í Olís-deildinni á morgun. Leikurinn hefst klukkan 16:00.

Klippa: Seinni bylgjan - Vondar fréttir af KA/Þór

Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.


Tengdar fréttir

Kanónur komnar og farnar og fjörið hefst á risaleik

Eyjakonur eru eina taplausa liðið í Olís-deildinni í handbolta og virðast einungis hafa eflst í hléinu langa sem lýkur á morgun þegar fjórða umferð deildarinnar verður leikin. Breytingar hafa orðið á flestum liðum og sannkallaðar kanónur ýmist snúið aftur eða helst úr lestinni frá því í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×