Hyundai i10 besti borgarbíllinn 2021 að mati What Car Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. janúar 2021 07:00 Hyundai i10. Breski bílavefurinn What Car? hefur útnefnt nýjan Hyundai i10 besta borgarbíl ársins 2021. Þetta var tilkynnt á árlegri verðlaunahátíð What car? sem fram fór á netinu fyrr í vikunni, þar sem i10 var lofaður fyrir hagkvæmni í rekstri, góðan tæknibúnað og ekki síst þægindi þar sem i10 þykir meðal annars einkar hljóðlátur. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL. Flestir kusu i10 Auk fyrrnefndra kosta Hyundai i10 sögðu dómararnir einnig frá því að á undanförnum tólf mánuðum hefði i10 farið hratt upp vinsældalistann meðal lesenda What car? þegar mjög margir nefndu hann sem einn af þeim sem kæmi sterklega til greina við næstu bílakaup í skoðanakönnun meðal lesenda. Þegar upp var staðið endaði Hyundai i10 í fyrsta sæti á listanum enda sá sem flestir þátttakendur í könnuninni sögðu að yrði næst fyrir valinu. Innra rými í Hyundai i10. Einn vinsælasti bíllinn í sínum flokki Fáir bílar Hyundai hafa á undanförnum árum notið jafn mikilla vinsælda og Hyundai i10 sem hefur verði einn vinsælasti bíllinn í sínum flokki mörg undanfarin ár. Síðastliðið sumar frumsýndi Hyundai á Íslandi nýjan og endurhannaðan i10 og hefur bíllinn aldrei verið jafn vel búinn og nú á öryggis- og þægindasviði auk þess að vera sérlega hagkvæmur í rekstri. Nýr Hyundai i10 kostar frá 2.350.000 krónum hjá Hyundai á Íslandi við Kauptún í Garðabæ. Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL. Flestir kusu i10 Auk fyrrnefndra kosta Hyundai i10 sögðu dómararnir einnig frá því að á undanförnum tólf mánuðum hefði i10 farið hratt upp vinsældalistann meðal lesenda What car? þegar mjög margir nefndu hann sem einn af þeim sem kæmi sterklega til greina við næstu bílakaup í skoðanakönnun meðal lesenda. Þegar upp var staðið endaði Hyundai i10 í fyrsta sæti á listanum enda sá sem flestir þátttakendur í könnuninni sögðu að yrði næst fyrir valinu. Innra rými í Hyundai i10. Einn vinsælasti bíllinn í sínum flokki Fáir bílar Hyundai hafa á undanförnum árum notið jafn mikilla vinsælda og Hyundai i10 sem hefur verði einn vinsælasti bíllinn í sínum flokki mörg undanfarin ár. Síðastliðið sumar frumsýndi Hyundai á Íslandi nýjan og endurhannaðan i10 og hefur bíllinn aldrei verið jafn vel búinn og nú á öryggis- og þægindasviði auk þess að vera sérlega hagkvæmur í rekstri. Nýr Hyundai i10 kostar frá 2.350.000 krónum hjá Hyundai á Íslandi við Kauptún í Garðabæ.
Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent