Handbolti

Stella tekur fram skóna eftir sjö ára hlé

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stella Sigurðardóttir í leik með íslenska landsliðinu á EM 2012.
Stella Sigurðardóttir í leik með íslenska landsliðinu á EM 2012. epa/ENNIO LEANZA

Handboltakonan Stella Sigurðardóttir hefur ákveðið að taka skóna af hilluna eftir langt hlé og spila með Fram í Olís-deildinni.

Stella lék síðast með SönderjyskE í Danmörku tímabilið 2013-14. Hún þurfti hins vegar að hætta í handbolta vegna höfuðmeiðsla.

Stella, sem er þrítug, var í lykilhlutverki í íslenska landsliðinu og lék með því á HM 2011 og EM 2012.

Hún hóf ferilinn með Fram og lék með liðinu áður en hún hélt í atvinnumennsku. Stella varð Íslandsmeistari með Fram 2013 og bikarmeistari 2010 og 2011.

Stella Sigurðardóttir í Fram! Fram goðsögnin Stella Sigurðardóttir hefur ákveðið að taka skóna af hillunni og koma inn...

Posted by Fram Handbolti on Thursday, January 14, 2021

Fram mætir ÍBV á laugardaginn í fyrsta leik sínum í Olís-deildinni eftir hléið langa. Leikurinn hefst klukkan 14:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×