Viðskipti innlent

Bitcoinæði á Íslandi

Jakob Bjarnar skrifar
Frosti hefur nú elt Kjartan í það sem hann kallar kanínuholu; að vera heltekinn af Bitcoin.
Frosti hefur nú elt Kjartan í það sem hann kallar kanínuholu; að vera heltekinn af Bitcoin.

Kjartan Ragnars lögmaður, einn eigenda Myntkaupa á Íslandi, segist ekki hafa undan að svara spurningum fólks um bitcoin.

Kjartan, sem meðal annars á sæti í rafkauparáði, var gestur útvarpþáttarins Harmageddon í gær og upplýsti að gríðarlegur áhugi væri meðal landsmanna á Bitcoin. Vægt til orða tekið.

„Án þess að ég fari í nákvæmar tölur er aukningin sem verið hefur á síðustu mánuðum er slík að þrátt fyrir að þeir menn sem eru í þessu hefðu trú á að það væri markaður fyrir þessu, bjóst enginn við þessu,“ segir Kjartan. Hann vill slá þann varnagla að hann sé ekki neinn fjárfestingarráðgjafi.

Kjartan hafði áður verið í viðtali þann 4. janúar og vakti það viðtal gríðarlega athygli. (Finna má það hér neðar.) Í kjölfarið linnti ekki látunum. Mikil eftirspurn er eftir því að fræðast um hvað þetta er og áhuganum fylgi að menn hafi viljað fjárfesta í Bitcoin. Miklar hækkanir á veðmæti Bictoin að undanförnu hafi verið vatn á þá myllu að undanförnu. Og örlar fyrir því fyrirbæri sem þekkt er meðal verðbréfasala sem er ótti við að menn séu að missa af einhverju.

Eitt Bitcoin kostaði í upphafi árs, eða þegar Kjartan var í Harmageddon 4. janúar, 30 þúsund dollara. Þá í áður óþekktum hæðum og síðan fór það í 40 þúsund dollara, en tók þá dýfu. Miklar sveiflur einkenna þennan markað.

Frosti Logason útvarpsmaður upplýsti að sjálfur væri hann nánast heltekinn af fyrirbærinu og hann hafi fjárfest í þessum rafmiðli, fyrir þá einhverju hóflega upphæð.

„Þetta hefur verið skemmtileg rúm vika hjá mér að kynnast þessu. Byrjaði á því að kaupa einhverja vitleysu, óð af stað og náði mér í eitthvað app og keypti mér einhvern samning eða fjármálagjörning, tók „leverage stöðu“ eins og það heitir. Hefði getað tapað öllu í þeirri dýfu sem kom en seldi áður með hagnaði. Hef síðan prófað mig áfram og þetta er mjög heillandi heimur að kynnast,“ segir Frosti.

Kjartan segir þetta kanínuholu með vísan til þess að menn geti hæglega tapað sér í þessu forvitnilega fyrirbæri. Þannig var því farið með sig sjálfan og hann var óþreytandi í að vilja ræða þetta áhugamál sitt. Lengstum voru fáir voru til í að ræða málið við Kjartan en nú anni hann ekki eftirspurn. Allir vilji nú ræða og fræðast um Bitcoin

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
1,71
6
16.791
VIS
1,53
9
300.468
REITIR
1,21
5
111.540
SJOVA
1,09
8
81.238
FESTI
0,93
6
457.400

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-2,82
8
9.870
KVIKA
-1,48
20
452.744
ICEAIR
-1,47
14
9.616
SYN
-0,78
5
70.590
ICESEA
-0,66
4
5.955
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.