Þegar byggt er á fornri frægð Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 13. janúar 2021 07:00 Samkvæmt árlegri ánægjukönnun íbúa 20 stærstu sveitarfélaganna eru íbúar Garðabæjar almennt ánægðir með sveitarfélagið sitt. Það er gott, því það er mikilvægt að líða almennt vel þar sem við kjósum að búa. Það er þó áhyggjuefni að ánægja Garðbæinga undanfarin ár er að dofna, á meðan meðaltal ánægju í öllum sveitarfélögunum eykst. Eftir gott skeið, þar sem ánægjan hefur mælst mjög mikil í flestum þáttum horfum við fram á hnignun. Er þarna um marktæka lækkun að ræða í einstaka þjónustuþáttum. Við í Garðabæ verðum að skoða þá þætti betur og sjá hvernig við getum gert betur. Ég hnaut um grein eftir bæjarstjórann minn í vikunni þar sem hann velur að ávarpa ekki raunverulega stöðu Garðabæjar í könnuninni, heldur einblínir á þá þjónustuþætti þar sem Garðabær skipar efstu sætin. Í greininni klappar bæjarstjórinn sér á öxl og segir Garðbæinga ánægðasta allra í einstaka þáttum. Hann virðist síður hafa áhyggjur af marktækri lækkun ánægju á mikilvægum þjónustuþáttum og meðal stækkandi hópa í sveitarfélaginu, til að mynda barnafjölskyldna. Þessa könnun þarf fyrst og fremst að nýta til stuðnings við að líta inn á við og rýna með gagnrýnum augum hvernig við gætum bætt þjónustu. Við hljótum að þurfa að því taka sérstaklega alvarlega að ánægja með grunnskóla sveitarfélagsins dalar. Rímar það ekki við allt tal um að gæði skólanna sé framúrskarandi og að í Garðabæ sé allra best tekist á við krefjandi aðstæður, samanborið við nágrannasveitarfélögin, að sögn félaga minna í Sjálfstæðisflokknum við bæjarstjórnarborðið. Tækifærin til að bæta þjónustu grunnskólanna eru víða. Skemmst er frá að segja að langt er um liðið síðan skólastefna sveitarfélagsins var rýnd. Því er kominn tími á endurskoðun ýmissa þátta er varða skólastarf, vellíðan nemenda og farsæld í leik og starfi.Og því mikilvægt að þeirri vinnu er verið að koma af stað. Starfsfólk skólanna starfar eftir þeirri sýn og stefnu sem lagt er upp með. Það er hlutverk okkar í pólitíkinni að skapa gott umhverfi sem hlúir að bestu starfsskilyrðunum. Þannig blómstrar starfsfólk skólanna okkar best. Og saman tryggjum við enn meiri ánægju. Við höfum enga ástæðu til annars en að líta björtum augum til framtíðar en minnum okkur á að það er ekki lifað á fornri frægð einni saman. Að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu kostar vinnu, skýra stefnu og sýn fram á við í takt við tímann sem lifað er en ekki í þann sem lifað var. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skóla - og menntamál Garðabær Mest lesið „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Sjá meira
Samkvæmt árlegri ánægjukönnun íbúa 20 stærstu sveitarfélaganna eru íbúar Garðabæjar almennt ánægðir með sveitarfélagið sitt. Það er gott, því það er mikilvægt að líða almennt vel þar sem við kjósum að búa. Það er þó áhyggjuefni að ánægja Garðbæinga undanfarin ár er að dofna, á meðan meðaltal ánægju í öllum sveitarfélögunum eykst. Eftir gott skeið, þar sem ánægjan hefur mælst mjög mikil í flestum þáttum horfum við fram á hnignun. Er þarna um marktæka lækkun að ræða í einstaka þjónustuþáttum. Við í Garðabæ verðum að skoða þá þætti betur og sjá hvernig við getum gert betur. Ég hnaut um grein eftir bæjarstjórann minn í vikunni þar sem hann velur að ávarpa ekki raunverulega stöðu Garðabæjar í könnuninni, heldur einblínir á þá þjónustuþætti þar sem Garðabær skipar efstu sætin. Í greininni klappar bæjarstjórinn sér á öxl og segir Garðbæinga ánægðasta allra í einstaka þáttum. Hann virðist síður hafa áhyggjur af marktækri lækkun ánægju á mikilvægum þjónustuþáttum og meðal stækkandi hópa í sveitarfélaginu, til að mynda barnafjölskyldna. Þessa könnun þarf fyrst og fremst að nýta til stuðnings við að líta inn á við og rýna með gagnrýnum augum hvernig við gætum bætt þjónustu. Við hljótum að þurfa að því taka sérstaklega alvarlega að ánægja með grunnskóla sveitarfélagsins dalar. Rímar það ekki við allt tal um að gæði skólanna sé framúrskarandi og að í Garðabæ sé allra best tekist á við krefjandi aðstæður, samanborið við nágrannasveitarfélögin, að sögn félaga minna í Sjálfstæðisflokknum við bæjarstjórnarborðið. Tækifærin til að bæta þjónustu grunnskólanna eru víða. Skemmst er frá að segja að langt er um liðið síðan skólastefna sveitarfélagsins var rýnd. Því er kominn tími á endurskoðun ýmissa þátta er varða skólastarf, vellíðan nemenda og farsæld í leik og starfi.Og því mikilvægt að þeirri vinnu er verið að koma af stað. Starfsfólk skólanna starfar eftir þeirri sýn og stefnu sem lagt er upp með. Það er hlutverk okkar í pólitíkinni að skapa gott umhverfi sem hlúir að bestu starfsskilyrðunum. Þannig blómstrar starfsfólk skólanna okkar best. Og saman tryggjum við enn meiri ánægju. Við höfum enga ástæðu til annars en að líta björtum augum til framtíðar en minnum okkur á að það er ekki lifað á fornri frægð einni saman. Að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu kostar vinnu, skýra stefnu og sýn fram á við í takt við tímann sem lifað er en ekki í þann sem lifað var. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans og bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar