„Hann er fyrirbæri, þessi gaur“ Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2021 12:51 Elvar Örn Jónsson verður í stóru hlutverki hjá Íslandi á HM þar sem fyrsti leikur er við Portúgal á fimmtudagskvöld. vísir/Hulda Margrét „Fyrir mér á hann að geta orðið einn sá allra besti,“ segir Einar Andri Einarsson um Elvar Örn Jónsson sem sérfræðingar Seinni bylgjunnar telja að verði mikilvægasti leikmaður Íslands á HM í Egyptalandi. Elvar skoraði ellefu mörk og skapaði níu færi í leikjunum tveimur við Portúgal en gegndi einnig mikilvægu hlutverki í varnarleiknum. Brot úr Seinni bylgjunni þar sem Elvar var til umræðu má sjá hér að neðan. „Hann er algjör lykilmaður hjá okkur. Ég held að það sé meðal annars ástæðan fyrir því að hann spilar ekki í miðju varnarinnar, að það er gríðarleg pressa á honum sóknarlega. Þannig að hann geti, ef svo má segja, aðeins slakað á varnarlega. Auðvitað er hann samt ekkert að slaka,“ segir Ágúst Jóhannsson. „Hann er búinn að vera frábær, virðist vera í gríðarlega góðu formi, er bæði að skjóta vel og spila samherjana vel uppi, og ég hef verið mjög hrifinn af honum,“ bætir Ágúst við. Stundum finnst manni bara vanta meiri grimmd Henry Birgir Gunnarsson, þáttastjórnandi, bendir á að Elvar hafi átt í ákveðnum vandræðum í sóknarleiknum á EM fyrir ári síðan en hafi greinilega ekki dvalið við það: „Ég held að hann hafi kannski komið inn í síðasta mót í ekki alveg sama gír og hann hefur verið í sínu félagsliði núna. Það spilar inn í. Hann er líka árinu eldri og reynslunni ríkari,“ segir Einar Andri, sem hrósar Selfyssingnum í hástert: „Hann er fyrirbæri, þessi gaur, líkamlega. Sjáið bara hreyfingarnar og hvað hann er öflugur. Stundum finnst manni bara vanta aðeins meiri grimmd, því manni finnst hann geta allt. Þið sjáið bara þessi mörk og hlutina sem hann er að gera. Það reynir gríðarlega mikið á hann í varnarleiknum, það tekur frá honum orku. Við fengjum kannski enn meira framlag frá honum ef hann væri svona lúxusleikmaður sem skipti bara inn á í sókn, eins og sumar þjóðir gera,“ segir Einar. Klippa: Seinni bylgjan: Elvar Örn verður lykilmaður Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. HM 2021 í handbolta Seinni bylgjan Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira
Elvar skoraði ellefu mörk og skapaði níu færi í leikjunum tveimur við Portúgal en gegndi einnig mikilvægu hlutverki í varnarleiknum. Brot úr Seinni bylgjunni þar sem Elvar var til umræðu má sjá hér að neðan. „Hann er algjör lykilmaður hjá okkur. Ég held að það sé meðal annars ástæðan fyrir því að hann spilar ekki í miðju varnarinnar, að það er gríðarleg pressa á honum sóknarlega. Þannig að hann geti, ef svo má segja, aðeins slakað á varnarlega. Auðvitað er hann samt ekkert að slaka,“ segir Ágúst Jóhannsson. „Hann er búinn að vera frábær, virðist vera í gríðarlega góðu formi, er bæði að skjóta vel og spila samherjana vel uppi, og ég hef verið mjög hrifinn af honum,“ bætir Ágúst við. Stundum finnst manni bara vanta meiri grimmd Henry Birgir Gunnarsson, þáttastjórnandi, bendir á að Elvar hafi átt í ákveðnum vandræðum í sóknarleiknum á EM fyrir ári síðan en hafi greinilega ekki dvalið við það: „Ég held að hann hafi kannski komið inn í síðasta mót í ekki alveg sama gír og hann hefur verið í sínu félagsliði núna. Það spilar inn í. Hann er líka árinu eldri og reynslunni ríkari,“ segir Einar Andri, sem hrósar Selfyssingnum í hástert: „Hann er fyrirbæri, þessi gaur, líkamlega. Sjáið bara hreyfingarnar og hvað hann er öflugur. Stundum finnst manni bara vanta aðeins meiri grimmd, því manni finnst hann geta allt. Þið sjáið bara þessi mörk og hlutina sem hann er að gera. Það reynir gríðarlega mikið á hann í varnarleiknum, það tekur frá honum orku. Við fengjum kannski enn meira framlag frá honum ef hann væri svona lúxusleikmaður sem skipti bara inn á í sókn, eins og sumar þjóðir gera,“ segir Einar. Klippa: Seinni bylgjan: Elvar Örn verður lykilmaður Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
HM 2021 í handbolta Seinni bylgjan Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira