„Hann er fyrirbæri, þessi gaur“ Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2021 12:51 Elvar Örn Jónsson verður í stóru hlutverki hjá Íslandi á HM þar sem fyrsti leikur er við Portúgal á fimmtudagskvöld. vísir/Hulda Margrét „Fyrir mér á hann að geta orðið einn sá allra besti,“ segir Einar Andri Einarsson um Elvar Örn Jónsson sem sérfræðingar Seinni bylgjunnar telja að verði mikilvægasti leikmaður Íslands á HM í Egyptalandi. Elvar skoraði ellefu mörk og skapaði níu færi í leikjunum tveimur við Portúgal en gegndi einnig mikilvægu hlutverki í varnarleiknum. Brot úr Seinni bylgjunni þar sem Elvar var til umræðu má sjá hér að neðan. „Hann er algjör lykilmaður hjá okkur. Ég held að það sé meðal annars ástæðan fyrir því að hann spilar ekki í miðju varnarinnar, að það er gríðarleg pressa á honum sóknarlega. Þannig að hann geti, ef svo má segja, aðeins slakað á varnarlega. Auðvitað er hann samt ekkert að slaka,“ segir Ágúst Jóhannsson. „Hann er búinn að vera frábær, virðist vera í gríðarlega góðu formi, er bæði að skjóta vel og spila samherjana vel uppi, og ég hef verið mjög hrifinn af honum,“ bætir Ágúst við. Stundum finnst manni bara vanta meiri grimmd Henry Birgir Gunnarsson, þáttastjórnandi, bendir á að Elvar hafi átt í ákveðnum vandræðum í sóknarleiknum á EM fyrir ári síðan en hafi greinilega ekki dvalið við það: „Ég held að hann hafi kannski komið inn í síðasta mót í ekki alveg sama gír og hann hefur verið í sínu félagsliði núna. Það spilar inn í. Hann er líka árinu eldri og reynslunni ríkari,“ segir Einar Andri, sem hrósar Selfyssingnum í hástert: „Hann er fyrirbæri, þessi gaur, líkamlega. Sjáið bara hreyfingarnar og hvað hann er öflugur. Stundum finnst manni bara vanta aðeins meiri grimmd, því manni finnst hann geta allt. Þið sjáið bara þessi mörk og hlutina sem hann er að gera. Það reynir gríðarlega mikið á hann í varnarleiknum, það tekur frá honum orku. Við fengjum kannski enn meira framlag frá honum ef hann væri svona lúxusleikmaður sem skipti bara inn á í sókn, eins og sumar þjóðir gera,“ segir Einar. Klippa: Seinni bylgjan: Elvar Örn verður lykilmaður Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. HM 2021 í handbolta Seinni bylgjan Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Leik lokið: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Elvar skoraði ellefu mörk og skapaði níu færi í leikjunum tveimur við Portúgal en gegndi einnig mikilvægu hlutverki í varnarleiknum. Brot úr Seinni bylgjunni þar sem Elvar var til umræðu má sjá hér að neðan. „Hann er algjör lykilmaður hjá okkur. Ég held að það sé meðal annars ástæðan fyrir því að hann spilar ekki í miðju varnarinnar, að það er gríðarleg pressa á honum sóknarlega. Þannig að hann geti, ef svo má segja, aðeins slakað á varnarlega. Auðvitað er hann samt ekkert að slaka,“ segir Ágúst Jóhannsson. „Hann er búinn að vera frábær, virðist vera í gríðarlega góðu formi, er bæði að skjóta vel og spila samherjana vel uppi, og ég hef verið mjög hrifinn af honum,“ bætir Ágúst við. Stundum finnst manni bara vanta meiri grimmd Henry Birgir Gunnarsson, þáttastjórnandi, bendir á að Elvar hafi átt í ákveðnum vandræðum í sóknarleiknum á EM fyrir ári síðan en hafi greinilega ekki dvalið við það: „Ég held að hann hafi kannski komið inn í síðasta mót í ekki alveg sama gír og hann hefur verið í sínu félagsliði núna. Það spilar inn í. Hann er líka árinu eldri og reynslunni ríkari,“ segir Einar Andri, sem hrósar Selfyssingnum í hástert: „Hann er fyrirbæri, þessi gaur, líkamlega. Sjáið bara hreyfingarnar og hvað hann er öflugur. Stundum finnst manni bara vanta aðeins meiri grimmd, því manni finnst hann geta allt. Þið sjáið bara þessi mörk og hlutina sem hann er að gera. Það reynir gríðarlega mikið á hann í varnarleiknum, það tekur frá honum orku. Við fengjum kannski enn meira framlag frá honum ef hann væri svona lúxusleikmaður sem skipti bara inn á í sókn, eins og sumar þjóðir gera,“ segir Einar. Klippa: Seinni bylgjan: Elvar Örn verður lykilmaður Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
HM 2021 í handbolta Seinni bylgjan Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Leik lokið: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira