Ríkisbankar, bankar í einkaeigu – Ríkisábyrgðir? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 12. janúar 2021 08:01 Nú ætlar ríkið að selja Íslandsbanka en ætlar þó að eiga Landsbankann áfram. Það þarf varla að taka fram að ég hef áhyggjur af því að bankinn verði seldur á kostakjörum til vildarvina og að leikreglum verði á næstu árum hnikað til þannig að allri varfærni sé kastað út um gluggann í nafni viðskiptatækifæra. En það er annað sem ég er að hugsa þessa stundina og það er einmitt að ríkið ætlar að selja einn af bönkunum en ekki báða. Banki sem ríkið selur er kominn í einkahendur. Skuldbindingar bankans eru hans en ekki ríkisins að standa við. Svo hvað mun gerast ef og þegar næsta hörmung dynur yfir okkur Íslendinga og bankarnir standa á brauðfótum? Þegar næsta Icesave ber að garði? Mun ríkið ábyrgjast innistæður í Landsbankanum og leyfa Íslands- og Arionbanka að sjá um sig sjálfir? Eða mun vera gert vel við alla innistæðueigendur á kostnað skattgreiðenda? Ég á allaveganna erfitt að sjá fyrir mér að þáverandi forsætisráðherra muni senda út yfirlýsingu til hálfrar þjóðarinnar „Ykkur var nær, þið hefðuð átt að vera í Landsbankanum!“. Fáum við einhverja staðfestingu frá ríkisstjórninni þess eðlis að ekki verði veitt bönkum í einkaeigu nein ríkisábyrgð eða aðstoð? Í stjórnarsáttmálanum segir „Eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum er það umfangsmesta í Evrópu og vill ríkisstjórnin leita leiða til að draga úr því. Ljóst er þó að ríkissjóður verður leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun“. Það þýðir að stefnan er ekki sett á að einkavæða allt kerfið aftur, Landsbankanum á að halda hjá ríkinu. En hver er þá hugsunin á bak við kerfið. Ég er ekki að tala um hugsunina að það sé flott að fá nokkra aura í kassann akkurat núna, ég er að tala um til langtíma. Af hverju að hafa bankakerfi sem er sirka þriðjung í ríkisrekstri og rest í einkarekstri? Er hugsunin að hafa einn ríkisbanka til að veita einkareknu bönkunum smá aðhald í okrinu? Er hugsunin kannski að við viljum ríkisbanka og að ríkið muni alltaf á endanum hlaupa undir bagga en það sé samt vissara að leyfa nokkrum vel völdum að græða svoldið líka? Af hverju þetta hálfkák? Er ekki nær að ákveða hvort okkur finnist að bankastarfsemi (ekki fjárfestingabanka) sé grunnþjónusta sem við viljum að sé í öruggum höndum hjá ríkinu eða ekki? Við erum búin að prufa að einkavæða allt bankakerfið og ákváðum þegar á hólminn var komið að ríkið skildi heldur betur borga brúsann. Nú er komið að umferð tvö, samt bara að tveim þriðju leiti. Allaveganna svona fyrst um sinn. Höfundur er Pírati og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Nú ætlar ríkið að selja Íslandsbanka en ætlar þó að eiga Landsbankann áfram. Það þarf varla að taka fram að ég hef áhyggjur af því að bankinn verði seldur á kostakjörum til vildarvina og að leikreglum verði á næstu árum hnikað til þannig að allri varfærni sé kastað út um gluggann í nafni viðskiptatækifæra. En það er annað sem ég er að hugsa þessa stundina og það er einmitt að ríkið ætlar að selja einn af bönkunum en ekki báða. Banki sem ríkið selur er kominn í einkahendur. Skuldbindingar bankans eru hans en ekki ríkisins að standa við. Svo hvað mun gerast ef og þegar næsta hörmung dynur yfir okkur Íslendinga og bankarnir standa á brauðfótum? Þegar næsta Icesave ber að garði? Mun ríkið ábyrgjast innistæður í Landsbankanum og leyfa Íslands- og Arionbanka að sjá um sig sjálfir? Eða mun vera gert vel við alla innistæðueigendur á kostnað skattgreiðenda? Ég á allaveganna erfitt að sjá fyrir mér að þáverandi forsætisráðherra muni senda út yfirlýsingu til hálfrar þjóðarinnar „Ykkur var nær, þið hefðuð átt að vera í Landsbankanum!“. Fáum við einhverja staðfestingu frá ríkisstjórninni þess eðlis að ekki verði veitt bönkum í einkaeigu nein ríkisábyrgð eða aðstoð? Í stjórnarsáttmálanum segir „Eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum er það umfangsmesta í Evrópu og vill ríkisstjórnin leita leiða til að draga úr því. Ljóst er þó að ríkissjóður verður leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun“. Það þýðir að stefnan er ekki sett á að einkavæða allt kerfið aftur, Landsbankanum á að halda hjá ríkinu. En hver er þá hugsunin á bak við kerfið. Ég er ekki að tala um hugsunina að það sé flott að fá nokkra aura í kassann akkurat núna, ég er að tala um til langtíma. Af hverju að hafa bankakerfi sem er sirka þriðjung í ríkisrekstri og rest í einkarekstri? Er hugsunin að hafa einn ríkisbanka til að veita einkareknu bönkunum smá aðhald í okrinu? Er hugsunin kannski að við viljum ríkisbanka og að ríkið muni alltaf á endanum hlaupa undir bagga en það sé samt vissara að leyfa nokkrum vel völdum að græða svoldið líka? Af hverju þetta hálfkák? Er ekki nær að ákveða hvort okkur finnist að bankastarfsemi (ekki fjárfestingabanka) sé grunnþjónusta sem við viljum að sé í öruggum höndum hjá ríkinu eða ekki? Við erum búin að prufa að einkavæða allt bankakerfið og ákváðum þegar á hólminn var komið að ríkið skildi heldur betur borga brúsann. Nú er komið að umferð tvö, samt bara að tveim þriðju leiti. Allaveganna svona fyrst um sinn. Höfundur er Pírati og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun