Ofríki, fáræði, auðræði eða lýðræði? Kristinn Már Ársælsson skrifar 11. janúar 2021 08:01 Hvernig gat það gerst að lýðræðið stendur á brauðfótum víða um heim? Lítið sem ekkert traust á kjörnum fulltrúum. Gjá milli þings og þjóðar. Fjöldamótmæli gegn lögregluofbeldi—lögreglu sem á að vernda borgara. Stuðningsfólk Trump ræðst inn í þinghúsið og veifar Suðurríkjafánanum. Upplýsingaóreiða. Lýðskrum. Auðræði. Pólarísering. Hvernig stendur á því að lýðræðið, sem á að þjóna almenningi fyrst og síðast, er bókstaflega í hættu? Svarið er að lýðræðinu hefur ekki hefur tekist, annars vegar, að tryggja að það þjóni fyrst og síðast almenningi og sér í lagi hinum verst settu. Hins vegar mistekist að sætta ólík sjónarmið meðal almennings. Lýðræðinu hefur mistekist að stemma stigu við ofríki, fáræði og auðræði. Því miður hafa flestir stjórnmálaflokkar og stór hluti kjósenda ekki tekið þessi vandamál nægilega alvarlega. Þessi vandamál hafa fylgt lýðræðinu frá upphafi. Strax á upphafsárum lýðræðisins fyrir rúmum 200 árum vöruðu fræðimenn við ofríki meirihlutans, sér í lagi hvítra gagnvart svörtum. Enn í dag sjáum við mismunun, á öllum sviðum, gagnvart þeim sem eru með annan húðlit en hvítan. Fræðimenn vöruðu við fáræði (óligarkí) þar sem völd þjöppuðust á hendur fárra sem deildu ekki skoðunum eða hagsmunum með almenningi. Þau vöruðu við auðræði, að hinir ríku myndu ráða för í stjórnmálum fremur en almenningur. Af þessum sökum eru þau sem hafa notið forréttinda (ofríki) reið vegna ótta við að missa þau. Þau sem standa höllum fæti reið og sár vegna langvarandi ofríkis. Lýðræðisleg samfélög eiga að vera opin og frjáls. Fólk má vera alls konar. En lýðræðinu hefur mistekist að sætta ólík sjónarmið. Þvert á hópa eru kjósendur reiðir út í kjörna fulltrúa fyrir að verja ekki hagsmuni þeirra. Fyrir að standa oft og reglulega frekar með hinum ríku og valdamiklu en ekki almenningi. Hvað er til ráða? Fyrsta skrefið er að viðurkenna vandann og taka hann alvarlega. Viðurkenna að vandinn er bundinn við skipulag lýðræðisins. Núverandi skipulag kosninga, embætta og ákvarðanatöku dugar ekki til að sætta ólík sjónarmið. Tryggir ekki að hagsmunir almennings og hinna verst settu séu hafðir að leiðarljósi. Mikil völd í höndum fámennra hópa eða einstaklinga bjóða ofríki og spillingu heim. Dæmin eru mýmörg. Forsetatíð Trump er gott dæmi. Næst þurfum við að ræða og gera breytingar. Stjórnmálaflokkarnir þurfa að efla tengsl milli forsvarsmanna og grasrótar sem og bæta stefnumótun. Flokkarnir sjálfir eru of einangraðir og ekki nægilega virkir í hugmyndavinnu í samfélaginu. Það dugar ekki að hittast í fámennum hópum og móta stefnu korter fyrir kosningar heldur þarf löng, vönduð og upplýst ferli. Við þurfum sterk og virk almannasamtök sem veita ráðamönnum aðhald og taka virkan þátt í stefnumótun samfélagsins. Margar af mikilvægustu nýjungum á lýðræðistímanum komu frá og/eða voru studdar af sterkri verkalýðshreyfingu, t.d. heilbrigðiskerfið. Forysta samtakanna þarf að eiga í virku samtali við grasrótina og eiga hlutdeild í lýðræðislegri ákvarðanatöku. Eina leiðin til þess að sætta ólík sjónarmið er að fá ólíka hópa til þess að setjast við sama borð. Að setja sig í spor annarra. Leita málamiðlunar eða, hreinlega, sýna skilning á slakri stöðu annarra og viðurkenna eigin forréttindi. Svokölluð slembivalin rökræðuferli—þar sem hópur almennings er valinn af handahófi til að koma saman í rökræðu—hafa verið ítarlega rannsökuð og reynst vel í þessum tilgangi. Við þurfum að beita slíkum ferlum í meira mæli. Fræðimenn hafa lagt til að efri deild þings sé skipuð almenningi sem er valinn af handahófi. Þannig þurfi tillögur stjórnmálamanna að hljóta náð almennings. Það er búið að benda á vandann í rúm 200 ár. Lýðræðið hefur áður vikið fyrir alræði. Það má ekki gerast aftur. Stjórnmálaflokkar og almannasamtök verða að ráðast í að koma á alvöru lýðræði. Höfundur er doktorsnemi í félagsfræði og stofnandi lýðræðisfélagsins Öldu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Hvernig gat það gerst að lýðræðið stendur á brauðfótum víða um heim? Lítið sem ekkert traust á kjörnum fulltrúum. Gjá milli þings og þjóðar. Fjöldamótmæli gegn lögregluofbeldi—lögreglu sem á að vernda borgara. Stuðningsfólk Trump ræðst inn í þinghúsið og veifar Suðurríkjafánanum. Upplýsingaóreiða. Lýðskrum. Auðræði. Pólarísering. Hvernig stendur á því að lýðræðið, sem á að þjóna almenningi fyrst og síðast, er bókstaflega í hættu? Svarið er að lýðræðinu hefur ekki hefur tekist, annars vegar, að tryggja að það þjóni fyrst og síðast almenningi og sér í lagi hinum verst settu. Hins vegar mistekist að sætta ólík sjónarmið meðal almennings. Lýðræðinu hefur mistekist að stemma stigu við ofríki, fáræði og auðræði. Því miður hafa flestir stjórnmálaflokkar og stór hluti kjósenda ekki tekið þessi vandamál nægilega alvarlega. Þessi vandamál hafa fylgt lýðræðinu frá upphafi. Strax á upphafsárum lýðræðisins fyrir rúmum 200 árum vöruðu fræðimenn við ofríki meirihlutans, sér í lagi hvítra gagnvart svörtum. Enn í dag sjáum við mismunun, á öllum sviðum, gagnvart þeim sem eru með annan húðlit en hvítan. Fræðimenn vöruðu við fáræði (óligarkí) þar sem völd þjöppuðust á hendur fárra sem deildu ekki skoðunum eða hagsmunum með almenningi. Þau vöruðu við auðræði, að hinir ríku myndu ráða för í stjórnmálum fremur en almenningur. Af þessum sökum eru þau sem hafa notið forréttinda (ofríki) reið vegna ótta við að missa þau. Þau sem standa höllum fæti reið og sár vegna langvarandi ofríkis. Lýðræðisleg samfélög eiga að vera opin og frjáls. Fólk má vera alls konar. En lýðræðinu hefur mistekist að sætta ólík sjónarmið. Þvert á hópa eru kjósendur reiðir út í kjörna fulltrúa fyrir að verja ekki hagsmuni þeirra. Fyrir að standa oft og reglulega frekar með hinum ríku og valdamiklu en ekki almenningi. Hvað er til ráða? Fyrsta skrefið er að viðurkenna vandann og taka hann alvarlega. Viðurkenna að vandinn er bundinn við skipulag lýðræðisins. Núverandi skipulag kosninga, embætta og ákvarðanatöku dugar ekki til að sætta ólík sjónarmið. Tryggir ekki að hagsmunir almennings og hinna verst settu séu hafðir að leiðarljósi. Mikil völd í höndum fámennra hópa eða einstaklinga bjóða ofríki og spillingu heim. Dæmin eru mýmörg. Forsetatíð Trump er gott dæmi. Næst þurfum við að ræða og gera breytingar. Stjórnmálaflokkarnir þurfa að efla tengsl milli forsvarsmanna og grasrótar sem og bæta stefnumótun. Flokkarnir sjálfir eru of einangraðir og ekki nægilega virkir í hugmyndavinnu í samfélaginu. Það dugar ekki að hittast í fámennum hópum og móta stefnu korter fyrir kosningar heldur þarf löng, vönduð og upplýst ferli. Við þurfum sterk og virk almannasamtök sem veita ráðamönnum aðhald og taka virkan þátt í stefnumótun samfélagsins. Margar af mikilvægustu nýjungum á lýðræðistímanum komu frá og/eða voru studdar af sterkri verkalýðshreyfingu, t.d. heilbrigðiskerfið. Forysta samtakanna þarf að eiga í virku samtali við grasrótina og eiga hlutdeild í lýðræðislegri ákvarðanatöku. Eina leiðin til þess að sætta ólík sjónarmið er að fá ólíka hópa til þess að setjast við sama borð. Að setja sig í spor annarra. Leita málamiðlunar eða, hreinlega, sýna skilning á slakri stöðu annarra og viðurkenna eigin forréttindi. Svokölluð slembivalin rökræðuferli—þar sem hópur almennings er valinn af handahófi til að koma saman í rökræðu—hafa verið ítarlega rannsökuð og reynst vel í þessum tilgangi. Við þurfum að beita slíkum ferlum í meira mæli. Fræðimenn hafa lagt til að efri deild þings sé skipuð almenningi sem er valinn af handahófi. Þannig þurfi tillögur stjórnmálamanna að hljóta náð almennings. Það er búið að benda á vandann í rúm 200 ár. Lýðræðið hefur áður vikið fyrir alræði. Það má ekki gerast aftur. Stjórnmálaflokkar og almannasamtök verða að ráðast í að koma á alvöru lýðræði. Höfundur er doktorsnemi í félagsfræði og stofnandi lýðræðisfélagsins Öldu.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun