Viðskipti innlent

Leið­rétta ný­kynntar sótt­varna­­reglur: Engar breytingar hjá verslunum

Eiður Þór Árnason skrifar
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra greindi í dag frá fyrirhuguðum breytingum á sóttvarnaráðstöfunum.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra greindi í dag frá fyrirhuguðum breytingum á sóttvarnaráðstöfunum. Vísir/Vilhelm

Heilbrigðisráðuneytið hefur sent frá sér leiðréttingu og áréttað að engar breytingar verði gerðar á takmörkunum í verslunum þegar nýjar sóttvarnareglur taka gildi þann 13. janúar næstkomandi. 

Í fyrri tilkynningu ráðuneytisins sagði að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þá breytingu að í stað núgildandi reglu sem heimilar fimm viðskiptavini á hverja tíu fermetra verslunar yrði gert ráð fyrir einum viðskiptavini á hverja fjóra fermetra. Hefði slík breyting falið í sér auknar takmarkanir á leyfilegum fjölda í verslunum. Hið rétta er að til stendur að halda reglum sem varða verslanir óbreyttum. 

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, hafði áður lýst furðu sinni yfir því í samtali við fréttastofu að til stæði að þrengja að verslunum og sagðist ekki skilja hvaða rök liggi að baki breytingunni. 

Heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag breytingar á sóttvarnareglum sem taka gildi þann 13. janúar með fyrirvara um að faraldurinn haldist í lágmarki. Með þeim verður tuttugu manns leyft að koma saman í stað tíu, líkamsræktarstöðvum leyft að bjóða upp á hópatíma og íþróttaiðkun heimiluð á ný.

Á hið síðastnefnda bæði við um tómstundaiðkun og keppnisiðkun með engum áhorfendum. Nýju reglurnar munu gilda til 17. febrúar.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
0,51
19
128.775
LEQ
0,41
2
2.721
SYN
0,37
6
30.688
EIM
0,34
3
15.632
EIK
0,1
9
49.972

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,97
63
81.019
REGINN
-1,81
16
163.933
REITIR
-1,59
17
158.966
ICESEA
-1,59
10
37.573
ARION
-1,02
45
1.159.883
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.