Lífsgæði og afkoma – hin stóru verkefni ársins! Drífa Snædal skrifar 8. janúar 2021 15:00 Um áramótin urðu breytingar til góðs á kjörum launafólks. Tekjuskattar lækkuðu og skilar lækkunin sér mest til þeirra sem minnst hafa. Fæðingarorlof lengdist í tólf mánuði samanlagt sem er löngu tímabært. Laun hækkuðu og stytting vinnutímans tók gildi hjá hjá opinberum starfsmönnum í dagvinnu. Þetta eru vissulega áfangar á leiðinni að heilbrigðu og góðu samfélagi en betur má ef duga skal. Fyrir utan hin risavöxnu verkefni sem eru aðkallandi nú þegar; atvinnuleysi og framfærsluóöryggi, þá mun árið 2021 snúast um hugmyndafræði og stóru myndina. Við megum ekki missa sjónar af því þó að einstaka mál geti orðið fyrirferðamikil í umræðunni, við verðum að sjá skóginn fyrir trjánum. Mantra ársins 2021 verður að vera; lífsgæði, réttlæti og afkomuöryggi. Undir það fellur að styrkja möguleika fólks til framfærslu, í gegnum atvinnusköpun og að kerfin okkar geri það sem þeim er ætlað, að grípa fólk. Húsnæðismálin eru líka stór þáttur í lífsgæðum og afkomuöryggi en fólk sem er á ótryggum leigumarkaði, jafnvel í óviðunandi húsnæði býr við afar skert lífsgæði. Það er sérstaklega tilefni til að hafa áhyggjur af fólki af erlendum uppruna og ungu fólki á húsnæðismarkaðnum. Þegar við hugsum um stóru myndina komumst við aldrei hjá því að ákveða greiðslur í sameiginlega sjóði og hvernig við nýtum skatta og tilfærslukerfi til að dreifa lífsgæðunum. Þar má enginn vera undanskilinn og tími til kominn að fjármagnseigendur verði einnig gerðir ábyrgir fyrir lífsgæðunum sem þeir sannarlega njóta sjálfir. Það hefur sjaldan verið jafn mikilvægt og nú, á krepputímum að fjöldahreyfingar sem bera almannahag fyrir brjósti eflist og reisi skýra kröfu um réttlæti, afkomuöryggi og lífsgæði fyrir okkur öll. Það er hið stóra verkefni ársins. Saman náum við árangri! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Um áramótin urðu breytingar til góðs á kjörum launafólks. Tekjuskattar lækkuðu og skilar lækkunin sér mest til þeirra sem minnst hafa. Fæðingarorlof lengdist í tólf mánuði samanlagt sem er löngu tímabært. Laun hækkuðu og stytting vinnutímans tók gildi hjá hjá opinberum starfsmönnum í dagvinnu. Þetta eru vissulega áfangar á leiðinni að heilbrigðu og góðu samfélagi en betur má ef duga skal. Fyrir utan hin risavöxnu verkefni sem eru aðkallandi nú þegar; atvinnuleysi og framfærsluóöryggi, þá mun árið 2021 snúast um hugmyndafræði og stóru myndina. Við megum ekki missa sjónar af því þó að einstaka mál geti orðið fyrirferðamikil í umræðunni, við verðum að sjá skóginn fyrir trjánum. Mantra ársins 2021 verður að vera; lífsgæði, réttlæti og afkomuöryggi. Undir það fellur að styrkja möguleika fólks til framfærslu, í gegnum atvinnusköpun og að kerfin okkar geri það sem þeim er ætlað, að grípa fólk. Húsnæðismálin eru líka stór þáttur í lífsgæðum og afkomuöryggi en fólk sem er á ótryggum leigumarkaði, jafnvel í óviðunandi húsnæði býr við afar skert lífsgæði. Það er sérstaklega tilefni til að hafa áhyggjur af fólki af erlendum uppruna og ungu fólki á húsnæðismarkaðnum. Þegar við hugsum um stóru myndina komumst við aldrei hjá því að ákveða greiðslur í sameiginlega sjóði og hvernig við nýtum skatta og tilfærslukerfi til að dreifa lífsgæðunum. Þar má enginn vera undanskilinn og tími til kominn að fjármagnseigendur verði einnig gerðir ábyrgir fyrir lífsgæðunum sem þeir sannarlega njóta sjálfir. Það hefur sjaldan verið jafn mikilvægt og nú, á krepputímum að fjöldahreyfingar sem bera almannahag fyrir brjósti eflist og reisi skýra kröfu um réttlæti, afkomuöryggi og lífsgæði fyrir okkur öll. Það er hið stóra verkefni ársins. Saman náum við árangri! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar