Handbolti

Elvar fékk langhæstu einkunnina hjá HB Statz í gærkvöldi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elvar Örn Jónsson var atkvæðamestur í íslenska liðinu í gær og var öflugur á báðum endum vallarins.
Elvar Örn Jónsson var atkvæðamestur í íslenska liðinu í gær og var öflugur á báðum endum vallarins. Getty/Jörg Schüler

Elvar Örn Jónsson var langbesti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Portúgal í gær ef marka má tölfræðisamantekt HB Statz.

Íslenska handboltalandsliðið tapaði með tveggja marka mun, 26-24, á móti Portúgal í undankeppni EM 2022 í gærkvöldi. HB Staz tók saman tölfræði íslenska liðsins eins og venjulega og þar er alltaf boðið upp á frammistöðumat út frá tölfræðinni.

Elvar Örn fékk 8,0 í einkunn hjá HB Statz en enginn annar leikmaður liðsins fékk hærra en sjö í einkunn.

Næstbestu leikmenn liðsins samkvæmt tölfræðinni voru þeir Viggó Kristjánsson og Bjarki Már Elísson sem báðir fengu 6,7 í einkunn. Þeir voru því 1,3 lægri en Elvar.

Elvar Örn Jónsson skoraði sex mörk úr tíu skotum í leiknum og var einnig með fjögur sköpuð færi og tvær stoðsendingar. Hann náði sínum fjórum löglegum stöðvunum og varði eitt skot.

Elvar Örn og Bjarki Már Elísson voru markahæstir með sex mörk hvor en Janus Daði Smárason gaf flestar stoðsendingar eða fjórar.

Elvar Örn var einnig besti sóknarmaður íslenska liðsins og svo besti varnarmaðurinn ásamt Ými Erni Gíslasyni.

Besta einkunn íslensku strákanna í gær:

  • 1. Elvar Örn Jónsson 8,0
  • 2. Viggó Kristjánsson 6,7
  • 2. Bjarki Már Elísson 6,7
  • 4. Janus Daði Smárason 6,2
  • 5. Arnór Þór Gunnarsson 5,7
  • 5. Ýmir Örn Gíslason 5,7
  • Bestur í sóknarleiknum:
  • 1. Elvar Örn Jónsson 7,9
  • 2. Bjarki Már Elísson 7,6
  • 3. Viggó Kristjánsson 7,2
  • 4. Janus Daði Smárason 7,0
  • Bestur í varnarleiknum:
  • 1. Elvar Örn Jónsson 7,7
  • 1. Ýmir Örn Gíslason 7,7
  • 3. Arnór Þór Gunnarsson 5,8
  • 3. Viggó Kristjánsson 5,8

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×