Að mjólka læk, - og að móttaka læk Ingunn Björnsdóttir skrifar 4. janúar 2021 11:01 Fyrir íslenskunördana skal strax tekið fram að þessi texti fjallar um hvorugkynsorðið læk, sem er íslenskun á enska orðinu „like“. Orðið sem hlýtur að beygjast læk, um læk, frá læki til læks. Pistillinn fjallar semsagt ekki um fræga afsögn íslenskufræðings vegna læks. En þó fjallar hann í vissum skilningi alfarið um þá afsögn. Afsögnin sú var vegna þess að íslenskufræðingurinn taldi sig hafa misst trúverðugleika. Skömmu fyrir jól fékk ég læk á fésbókarfærslu sem fjallaði í stórum dráttum um trúverðugleika. Nánar til tekið fjallaði hún um það þegar lögbrot eru talin hafa verið framin og opinber stofnun, önnur en saksóknari, gengur svo hart fram í að sanna meint lögbrot að lögbrot hlýst af, trúverðugleiki stofnunarinnar bíður hnekki og umtalsverður kostnaður fellur á ríkissjóð og þar með okkur skattborgarana. Og önnur opinber stofnun, sem við eigum mikið undir að segi okkur sannar fréttir, sýnir sig að hafa lagt út agn sem fyrrnefnda stofnunin beit á. Fréttastofnunin hefur sem sagt ekki bara verið að flytja fréttir heldur einnig að hanna fréttir í hálfgerðum tálbeitustíl. Skjáskot af vef Stundarinnar. Það hefur lengi verið skoðun mín að opinberar stofnanir ættu að halda sig innan ramma laganna, þ.e. halda sig við það hlutverk sem þeim er fengið með lögum og vanda til verka. Og ég fékk læk á þá skoðun frá gömlum skólabróður sem svo vill til að er ráðherra nú. En af því að dæmið sem ég valdi var um fyrirtæki sem ráðherrann hefur lýst sig vanhæfan til að fjalla um, þá varð það að fjölmiðlamáli að hann setti læk á þessa færslu. Og ekki bara í einni frétt heldur þremur fréttum, hjá tveimur fjölmiðlum, auk endursagna og umsagna út frá fyrstu fréttinni. Seinni tvær fréttirnar voru um það að ráðherrann hefði ekki svarað því hvers vegna hann setti læk á þessa færslu. Ég hef ekki spurt ráðherrann, skólabróður minn, hvers vegna hann setti læk á þessa færslu, enda spyr ég fólk yfirleitt ekki slíkra spurninga. Enginn hefur spurt mig hvernig mér hafi líkað að vakna „heimsfræg“ á Íslandi skömmu fyrir jól, - ekki út af neinu af því sem ég hef lagt vinnu í um ævina, heldur vegna þess að skólabróðir minn setti læk á fésbókarfærslu hjá mér. Ég þurfti sjálf að ganga eftir því að fjölmiðillinn sendi mér greinina sem hann hafði skrifað og tilgreint þar sérstaklega nafn mitt, stöðuheiti og vinnustað. Og ég þurfti líka sjálf að ganga eftir því, hálfum sólarhring síðar að fjölmiðillinn sendi mér myndbirtingu og nafnbirtingu sína á þeim 7 vinum mínum sem svo vildi til að höfðu lækað á svipuðum tíma og fyrrnefndur skólabróðir. Þegar ég hafði frétt af þessari myndbirtingu vildi ég láta vinina vita, - vildi að þeir vissu af þessari óvenjulegu leið til „frægðar“. Þær aðferðir sem ég þurfti að beita til að ná sambandi við umræddan fjölmiðil eru efni í aðra grein. Síðasti fjölmiðillinn sem fjallaði um málið nefndi hvorki nafn mitt, stöðuheiti né vinnustað, og sveipaði vinina þoku í myndbirtingu sem án efa var ætlað að sanna að ráðherrann hefði lækað á færsluna. Síðasti fjölmiðillinn kenndi þarna þeim fyrsta lítillega, með sýnidæmi, hvernig beina má sjónum að því sem ætlunin er að sé aðalatriði og frá því sem ekki ætti að skipta höfuðmáli. Fyrir mig skipti það kannski ekki öllu máli, ég hefði ekki skrifað fésbókarfærsluna ef ég hefði ekki verið tilbúin að standa við hana. En vinir sem læka eiga kannski ekki endilega von á að lenda á síðum fjölmiðlanna fyrir það. Eftir þessa reynslu undrast ég dálítið áherslur umræddra fjölmiðla. Þeir virðast ekki hafa haft tíma til að fjalla um að fyrirtækið sem ég nefndi í upphaflegri fésbókarfærslu hefur fengið afhent tölvupóstsamskipti fréttastofunnar og opinberu stofnunarinnar sem ég nefndi í upphafi og birt þau. Og fréttastofan umrædda hefur heldur ekkert fjallað um þá afhendingu og birtingu. Þetta finnst mér, nýkominni frá Noregi, ögn dularfull fréttamennska. Þessi tölvupóstsamskipti í aðdraganda húsleitar hljóta að vera fréttaefni. Ef ekki vegna innihalds tölvupóstanna, þá í það minnsta vegna þess að fyrirtækinu sem fyrir húsleitinni varð tókst að fá tölvupóstana afhenta, og birti þá síðan. Fjölmiðillinn Mannlíf birti þó hlekk á þessa tölvupósta 11. desember 2020 þannig að þar á bæ hafa menn lesið þá og væntanlega áreiðanleikakannað skjalið. En inngangur Mannlífs er þannig að ég sé ekki beint ástæðu til að beina lesendum þangað og hirti því einungis hlekkinn úr greininni. Allir voru fjölmiðlarnir sem skrifuðu um fésbókarfærsluna mína að nota frekar auðvelda tegund af smellabeitu, - að mjólka læk. Og á vissan hátt líka að smætta mig í óvirkan móttakanda læks. Góðar stundir. Höfundur er móttakandi læks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samherjaskjölin Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Sjá meira
Fyrir íslenskunördana skal strax tekið fram að þessi texti fjallar um hvorugkynsorðið læk, sem er íslenskun á enska orðinu „like“. Orðið sem hlýtur að beygjast læk, um læk, frá læki til læks. Pistillinn fjallar semsagt ekki um fræga afsögn íslenskufræðings vegna læks. En þó fjallar hann í vissum skilningi alfarið um þá afsögn. Afsögnin sú var vegna þess að íslenskufræðingurinn taldi sig hafa misst trúverðugleika. Skömmu fyrir jól fékk ég læk á fésbókarfærslu sem fjallaði í stórum dráttum um trúverðugleika. Nánar til tekið fjallaði hún um það þegar lögbrot eru talin hafa verið framin og opinber stofnun, önnur en saksóknari, gengur svo hart fram í að sanna meint lögbrot að lögbrot hlýst af, trúverðugleiki stofnunarinnar bíður hnekki og umtalsverður kostnaður fellur á ríkissjóð og þar með okkur skattborgarana. Og önnur opinber stofnun, sem við eigum mikið undir að segi okkur sannar fréttir, sýnir sig að hafa lagt út agn sem fyrrnefnda stofnunin beit á. Fréttastofnunin hefur sem sagt ekki bara verið að flytja fréttir heldur einnig að hanna fréttir í hálfgerðum tálbeitustíl. Skjáskot af vef Stundarinnar. Það hefur lengi verið skoðun mín að opinberar stofnanir ættu að halda sig innan ramma laganna, þ.e. halda sig við það hlutverk sem þeim er fengið með lögum og vanda til verka. Og ég fékk læk á þá skoðun frá gömlum skólabróður sem svo vill til að er ráðherra nú. En af því að dæmið sem ég valdi var um fyrirtæki sem ráðherrann hefur lýst sig vanhæfan til að fjalla um, þá varð það að fjölmiðlamáli að hann setti læk á þessa færslu. Og ekki bara í einni frétt heldur þremur fréttum, hjá tveimur fjölmiðlum, auk endursagna og umsagna út frá fyrstu fréttinni. Seinni tvær fréttirnar voru um það að ráðherrann hefði ekki svarað því hvers vegna hann setti læk á þessa færslu. Ég hef ekki spurt ráðherrann, skólabróður minn, hvers vegna hann setti læk á þessa færslu, enda spyr ég fólk yfirleitt ekki slíkra spurninga. Enginn hefur spurt mig hvernig mér hafi líkað að vakna „heimsfræg“ á Íslandi skömmu fyrir jól, - ekki út af neinu af því sem ég hef lagt vinnu í um ævina, heldur vegna þess að skólabróðir minn setti læk á fésbókarfærslu hjá mér. Ég þurfti sjálf að ganga eftir því að fjölmiðillinn sendi mér greinina sem hann hafði skrifað og tilgreint þar sérstaklega nafn mitt, stöðuheiti og vinnustað. Og ég þurfti líka sjálf að ganga eftir því, hálfum sólarhring síðar að fjölmiðillinn sendi mér myndbirtingu og nafnbirtingu sína á þeim 7 vinum mínum sem svo vildi til að höfðu lækað á svipuðum tíma og fyrrnefndur skólabróðir. Þegar ég hafði frétt af þessari myndbirtingu vildi ég láta vinina vita, - vildi að þeir vissu af þessari óvenjulegu leið til „frægðar“. Þær aðferðir sem ég þurfti að beita til að ná sambandi við umræddan fjölmiðil eru efni í aðra grein. Síðasti fjölmiðillinn sem fjallaði um málið nefndi hvorki nafn mitt, stöðuheiti né vinnustað, og sveipaði vinina þoku í myndbirtingu sem án efa var ætlað að sanna að ráðherrann hefði lækað á færsluna. Síðasti fjölmiðillinn kenndi þarna þeim fyrsta lítillega, með sýnidæmi, hvernig beina má sjónum að því sem ætlunin er að sé aðalatriði og frá því sem ekki ætti að skipta höfuðmáli. Fyrir mig skipti það kannski ekki öllu máli, ég hefði ekki skrifað fésbókarfærsluna ef ég hefði ekki verið tilbúin að standa við hana. En vinir sem læka eiga kannski ekki endilega von á að lenda á síðum fjölmiðlanna fyrir það. Eftir þessa reynslu undrast ég dálítið áherslur umræddra fjölmiðla. Þeir virðast ekki hafa haft tíma til að fjalla um að fyrirtækið sem ég nefndi í upphaflegri fésbókarfærslu hefur fengið afhent tölvupóstsamskipti fréttastofunnar og opinberu stofnunarinnar sem ég nefndi í upphafi og birt þau. Og fréttastofan umrædda hefur heldur ekkert fjallað um þá afhendingu og birtingu. Þetta finnst mér, nýkominni frá Noregi, ögn dularfull fréttamennska. Þessi tölvupóstsamskipti í aðdraganda húsleitar hljóta að vera fréttaefni. Ef ekki vegna innihalds tölvupóstanna, þá í það minnsta vegna þess að fyrirtækinu sem fyrir húsleitinni varð tókst að fá tölvupóstana afhenta, og birti þá síðan. Fjölmiðillinn Mannlíf birti þó hlekk á þessa tölvupósta 11. desember 2020 þannig að þar á bæ hafa menn lesið þá og væntanlega áreiðanleikakannað skjalið. En inngangur Mannlífs er þannig að ég sé ekki beint ástæðu til að beina lesendum þangað og hirti því einungis hlekkinn úr greininni. Allir voru fjölmiðlarnir sem skrifuðu um fésbókarfærsluna mína að nota frekar auðvelda tegund af smellabeitu, - að mjólka læk. Og á vissan hátt líka að smætta mig í óvirkan móttakanda læks. Góðar stundir. Höfundur er móttakandi læks.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun