Heilsa fyrirtækja Hildur Jakobína Gísladóttir skrifar 15. maí 2013 09:00 Ímyndaðu þér að fyrirtæki eða opinber stofnun sé manneskja úr holdi og blóði. Manneskja sem hefur sinn eigin karakter og hefur mótað lífsskoðanir sínar og viðhorf út frá reynslu og uppeldi. Það getur veikst af bæði smávægilegum og alvarlegum sjúkdómum, verið í „dysfunctional“ samskiptum og þarf stundum á stuðningi og aðstoð að halda þegar á móti blæs. Það getur verið með heilbrigð lífsviðhorf og sterka siðferðiskennd, getur glímt við „tilfinningalegan vanda“ eða jafnvel verið haldið persónuleikaröskun. Ábyrgð æðsta stjórnenda fyrirtækja á hegðun starfsmanna innan fyrirtækisins er mikil. Sá aðili eða sú stjórn sem þá ábyrgð ber, þarf að hafa gott eftirlit með því að heilbrigð samskipti séu á milli starfsmanna. Þeir bera ábyrgð á því að fyrirtækinu sé stjórnað með heilbrigðum og viðurkenndum stjórnunaraðferðum. Ef þessu er ekki sinnt eykur það líkurnar á að vinnuumhverfið verði það sem kallast „toxic“ eða óheilbrigt og hefur bein neikvæð áhrif á starfsmannaanda, þjónustu og afkomu fyrirtækisins. Menning sem er óheilbrigð getur fests í sessi og skaðað ímynd fyrirtækisins eða stofnun. Stjórnendur sem taka ekki á vanda sem er erfiður og forðast nauðsynleg átök sitja uppi með vinnustað sem hægt er að líkja við fjölskyldu sem þjáist af einkennum alkóhólisma. Andrúmsloftið er þrungið, enginn tjáir sig um sýnilegan vanda og fólk fer að verða meðvirkt. Það er augljóst að þetta hefur lamandi áhrif á alla framgöngu innan fyrirtækisins auk þess sem þetta getur haft neikvæð áhrif á þjónustu og svo afkomu fyrirtækja. Heilbrigt starfsfólk fær oftast nóg af ástandinu og hættir. Sá sem er spilltur situr hins vegar sem fastast. Þannig sitja fyrirtækin uppi með veikasta hlekkinn af starfsmönnum í veiku fyrirtæki eða stofnun. Rétt eins og mannfólkið geta fyrirtæki fengið „pestir“ sem hægt er að laga með hæfilegum skammti af sýklalyfjum en kúnstin er að greina vandann og taka á honum áður en hann verður alvarlegri og jafnvel ólæknandi. Yfirsýnin er hér mjög mikilvæg. Yfirsýn æðsta stjórnanda og vissa hans um að millistjórnendur séu að sinna fyrirtækinu út frá hagsmunum þess í stað eigin hagsmuna. Fyrirtæki eru lifandi afl, þar vinnur fólk. Það er því eins með fyrirtækin eins og manninn sem þarf að huga að heilsunni, borða hollt, hreyfa sig reglulega og fara í læknisskoðun, það þarf að viðhalda, fylgjast með, taka púlsinn, greina og meðhöndla. Þetta snýst allt um menningu og þróun fyrirtækisins og að byggja góðan og heilbrigðan grunn sem stoð fyrir það sem á ofan er byggt. Hegðun fólks er hægt að breyta og það skiptir höfuðmáli að reka og geta unnið á heilbrigðum vinnustað og ráða inn stjórnendur og annað starfsfólk með heilbrigð viðhorf og sterka siðferðiskennd til að innleiða þau gildi til annarra starfsmanna og mynda þar með sterkan grunn. Þú sem berð þessa ábyrgð á þínum vinnustað, yfir til þín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér að fyrirtæki eða opinber stofnun sé manneskja úr holdi og blóði. Manneskja sem hefur sinn eigin karakter og hefur mótað lífsskoðanir sínar og viðhorf út frá reynslu og uppeldi. Það getur veikst af bæði smávægilegum og alvarlegum sjúkdómum, verið í „dysfunctional“ samskiptum og þarf stundum á stuðningi og aðstoð að halda þegar á móti blæs. Það getur verið með heilbrigð lífsviðhorf og sterka siðferðiskennd, getur glímt við „tilfinningalegan vanda“ eða jafnvel verið haldið persónuleikaröskun. Ábyrgð æðsta stjórnenda fyrirtækja á hegðun starfsmanna innan fyrirtækisins er mikil. Sá aðili eða sú stjórn sem þá ábyrgð ber, þarf að hafa gott eftirlit með því að heilbrigð samskipti séu á milli starfsmanna. Þeir bera ábyrgð á því að fyrirtækinu sé stjórnað með heilbrigðum og viðurkenndum stjórnunaraðferðum. Ef þessu er ekki sinnt eykur það líkurnar á að vinnuumhverfið verði það sem kallast „toxic“ eða óheilbrigt og hefur bein neikvæð áhrif á starfsmannaanda, þjónustu og afkomu fyrirtækisins. Menning sem er óheilbrigð getur fests í sessi og skaðað ímynd fyrirtækisins eða stofnun. Stjórnendur sem taka ekki á vanda sem er erfiður og forðast nauðsynleg átök sitja uppi með vinnustað sem hægt er að líkja við fjölskyldu sem þjáist af einkennum alkóhólisma. Andrúmsloftið er þrungið, enginn tjáir sig um sýnilegan vanda og fólk fer að verða meðvirkt. Það er augljóst að þetta hefur lamandi áhrif á alla framgöngu innan fyrirtækisins auk þess sem þetta getur haft neikvæð áhrif á þjónustu og svo afkomu fyrirtækja. Heilbrigt starfsfólk fær oftast nóg af ástandinu og hættir. Sá sem er spilltur situr hins vegar sem fastast. Þannig sitja fyrirtækin uppi með veikasta hlekkinn af starfsmönnum í veiku fyrirtæki eða stofnun. Rétt eins og mannfólkið geta fyrirtæki fengið „pestir“ sem hægt er að laga með hæfilegum skammti af sýklalyfjum en kúnstin er að greina vandann og taka á honum áður en hann verður alvarlegri og jafnvel ólæknandi. Yfirsýnin er hér mjög mikilvæg. Yfirsýn æðsta stjórnanda og vissa hans um að millistjórnendur séu að sinna fyrirtækinu út frá hagsmunum þess í stað eigin hagsmuna. Fyrirtæki eru lifandi afl, þar vinnur fólk. Það er því eins með fyrirtækin eins og manninn sem þarf að huga að heilsunni, borða hollt, hreyfa sig reglulega og fara í læknisskoðun, það þarf að viðhalda, fylgjast með, taka púlsinn, greina og meðhöndla. Þetta snýst allt um menningu og þróun fyrirtækisins og að byggja góðan og heilbrigðan grunn sem stoð fyrir það sem á ofan er byggt. Hegðun fólks er hægt að breyta og það skiptir höfuðmáli að reka og geta unnið á heilbrigðum vinnustað og ráða inn stjórnendur og annað starfsfólk með heilbrigð viðhorf og sterka siðferðiskennd til að innleiða þau gildi til annarra starfsmanna og mynda þar með sterkan grunn. Þú sem berð þessa ábyrgð á þínum vinnustað, yfir til þín.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun