Svona eru jólin Bergþóra Baldursdóttir skrifar 17. desember 2019 10:30 Nú styttist í jólin og spennandi að sjá hvort mamma kyssir jólasveininn að þessu sinni. Jólin eru hátíð samverustunda með fjölskyldu og vinum en desember er einnig stærsti útgjaldamánuður allflestra. Að mörgu er að huga, svo sem matar- og gjafainnkaupum og svo er eins og allt sem trassað hefur verið á árinu þurfi að klára fyrir jól. Ef við nennum. Við eyðum mestu í desember Íslendingar eru kaupglaðir um jólin. Um það er engum blöðum að fletta enda sést það svart á hvítu á notkun greiðslukorta. Í fyrra nam kortavelta í desember um 100 milljörðum króna og nam neyslan okkar að meðaltali um 14% meiru í desember en aðra mánuði ársins. Á síðustu tíu árum hefur eyðsla í desember verið á bilinu 11%-21% yfir meðaltali hvers árs. Árið 2008 er það eina svo langt sem gögn ná þar sem kortavelta í desember var ekki með meira móti en hina mánuðina, enda þjóðin í miðju hruni. 12% dýrari jól 2007 en 2018 Við eyðum þó ekki jafn háum fjárhæðum í kringum hátíðirnar og við gerðum á góðærisárunum svokölluðu. Á verðlagi ársins 2018 var veltan nokkru meiri í desembermánuði 2007 en nú eða um 12% meiri en hún var í fyrra. Það er ólíklegt að álíka eyðsla sé í sjónmáli þessi jólin. Þrátt fyrir að hagur heimilanna hafi vænkast umtalsvert eru umhverfismál áberandi í umræðunni þessi dægrin og móðins að endurnýta og forðast ofgnótt. Kortin mest straujuð yfir sumartímann Áhugavert er þó að sjá að færslufjöldi, þ.e. hversu oft kortið er straujað, er ekki í beinu samhengi við veltuna. Á síðustu árum hafa kort verið notuð oftast yfir hásumarið. Færslufjöldi korta er um 2% meiri í júlí en í desember. Munurinn er ekki gífurlegur en skýringin gæti verið að fólk sé að kaupa dýrari hluti í desember en noti kortið í ódýrari neyslu yfir sumarið, svo sem veitingar á ferðalögum. Nánast undantekningarlaust er minnsta veltan í febrúarmánuði og þar á eftir í janúar. Febrúar er vissulega styttri en almennt gerist um mánuðina en þó verður að telja líklegt að jólin spili einnig þar inn í og að fólk sé enn að jafna sig eftir mikil útgjöld um hátíðarnar. Heimilin haldi því að sér höndum á meðan kortareikningar eru greiddir. Eðlilega getur verið dýrt að halda jól og sést það vel á kortaveltutölum að fólk eyðir mestu í desember og minnst í janúar og febrúar. Aðalmálið er samt að njóta jólanna með fjölskyldu og vinum án þess að steypa sér í skuldir enda skiptir samveran mestu máli þegar upp er staðið. Og maturinn auðvitað. Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergþóra Baldursdóttir Jól Neytendur Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Nú styttist í jólin og spennandi að sjá hvort mamma kyssir jólasveininn að þessu sinni. Jólin eru hátíð samverustunda með fjölskyldu og vinum en desember er einnig stærsti útgjaldamánuður allflestra. Að mörgu er að huga, svo sem matar- og gjafainnkaupum og svo er eins og allt sem trassað hefur verið á árinu þurfi að klára fyrir jól. Ef við nennum. Við eyðum mestu í desember Íslendingar eru kaupglaðir um jólin. Um það er engum blöðum að fletta enda sést það svart á hvítu á notkun greiðslukorta. Í fyrra nam kortavelta í desember um 100 milljörðum króna og nam neyslan okkar að meðaltali um 14% meiru í desember en aðra mánuði ársins. Á síðustu tíu árum hefur eyðsla í desember verið á bilinu 11%-21% yfir meðaltali hvers árs. Árið 2008 er það eina svo langt sem gögn ná þar sem kortavelta í desember var ekki með meira móti en hina mánuðina, enda þjóðin í miðju hruni. 12% dýrari jól 2007 en 2018 Við eyðum þó ekki jafn háum fjárhæðum í kringum hátíðirnar og við gerðum á góðærisárunum svokölluðu. Á verðlagi ársins 2018 var veltan nokkru meiri í desembermánuði 2007 en nú eða um 12% meiri en hún var í fyrra. Það er ólíklegt að álíka eyðsla sé í sjónmáli þessi jólin. Þrátt fyrir að hagur heimilanna hafi vænkast umtalsvert eru umhverfismál áberandi í umræðunni þessi dægrin og móðins að endurnýta og forðast ofgnótt. Kortin mest straujuð yfir sumartímann Áhugavert er þó að sjá að færslufjöldi, þ.e. hversu oft kortið er straujað, er ekki í beinu samhengi við veltuna. Á síðustu árum hafa kort verið notuð oftast yfir hásumarið. Færslufjöldi korta er um 2% meiri í júlí en í desember. Munurinn er ekki gífurlegur en skýringin gæti verið að fólk sé að kaupa dýrari hluti í desember en noti kortið í ódýrari neyslu yfir sumarið, svo sem veitingar á ferðalögum. Nánast undantekningarlaust er minnsta veltan í febrúarmánuði og þar á eftir í janúar. Febrúar er vissulega styttri en almennt gerist um mánuðina en þó verður að telja líklegt að jólin spili einnig þar inn í og að fólk sé enn að jafna sig eftir mikil útgjöld um hátíðarnar. Heimilin haldi því að sér höndum á meðan kortareikningar eru greiddir. Eðlilega getur verið dýrt að halda jól og sést það vel á kortaveltutölum að fólk eyðir mestu í desember og minnst í janúar og febrúar. Aðalmálið er samt að njóta jólanna með fjölskyldu og vinum án þess að steypa sér í skuldir enda skiptir samveran mestu máli þegar upp er staðið. Og maturinn auðvitað. Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun