Hindrum ranglæti Toshiki Toma skrifar 15. maí 2013 06:00 Þann 6. maí sl. voru birtar fréttir af máli hælisleitanda frá Nígeríu, Martin. Hann flúði Nígeríu vegna þess að hann er samkynhneigður. Martin hafði sótt um hæli á Ítalíu og eytt níu árum í óvissu áður en hann kom til Íslands í leit að öðru tækifæri til mannlegs lífs. En Útlendingastofnun tók þá ákvörðun að senda hann aftur til Ítalíu vegna Dyflinnarreglugerðarinnar og innanríkisráðuneytið staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar. Eins og margir Íslendingar varð ég fyrir vonbrigðum með þessa frétt. Ég tel að það sé ástæða til að taka upp mál Martins á Íslandi, eins og hann hefur óskað eftir, fremur en að vísa honum úr landi. Helstu ástæðurnar eru að mínu mati: 1) Taka skuli tillit til níu ára biðar hans á Ítalíu við mat á málinu. 2) Á Ítalíu dvelja fleiri en 30.000 hælisleitendur og aðstæður þeirra virðast vera mjög slæmar. 3) Betri skilningur á samkynhneigð er til staðar á Íslandi. En það var eitthvað sem stakk hjarta mitt í þessu máli og vakti hjá mér sorg fremur en vonbrigði. Embættismenn hjá Útlendingastofnun eða í ráðuneytinu eru allir vel menntaðir í lögfræði, stjórnsýslufræði eða stjórnmálafræði. Þegar þeir hófu nám eða þegar þeir tóku við embætti hljóta þeir að hafa átt sér eigin draum eða eið, sem var líklega að vernda hið góða og hvetja til þess í samfélaginu, hindra ranglæti og losa okkur undan því. Þessi atriði má segja að séu sameiginleg ósk alls fólks og liggja til grundvallar í samfélagi okkar. Það er e.t.v. einfaldara að orða fyrrnefnd atriði en hugtakið mannréttindi, en án þeirrar óskar væri ekki hægt að stýra þróun samfélagsins til framtíðar. Engu að síður er raunveruleikinn sá að þessir vel menntuðu sérfræðingar virðast vera ánægðir með að senda saklausan einstakling til baka í vonlausa óvissu þar sem hann hefur nú þegar eytt níu árum. Ætti þetta að vera svona? Ég ætla alls ekki að fullyrða að starfsfólk Útlendingastofnunar eða ráðuneytisins sé vont fólk. En ef því finnst sjálfu að eitthvað eigi að vera leiðrétt hvað varðar ákvörðun um mál Martins, þá verður það að bera fram einhverja hugsun eða stefnutillögu fyrir samfélagið. Ég óska þess innilega að yfirvöld veiti okkur áþreifanleg og jákvæð viðbrögð við málinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þann 6. maí sl. voru birtar fréttir af máli hælisleitanda frá Nígeríu, Martin. Hann flúði Nígeríu vegna þess að hann er samkynhneigður. Martin hafði sótt um hæli á Ítalíu og eytt níu árum í óvissu áður en hann kom til Íslands í leit að öðru tækifæri til mannlegs lífs. En Útlendingastofnun tók þá ákvörðun að senda hann aftur til Ítalíu vegna Dyflinnarreglugerðarinnar og innanríkisráðuneytið staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar. Eins og margir Íslendingar varð ég fyrir vonbrigðum með þessa frétt. Ég tel að það sé ástæða til að taka upp mál Martins á Íslandi, eins og hann hefur óskað eftir, fremur en að vísa honum úr landi. Helstu ástæðurnar eru að mínu mati: 1) Taka skuli tillit til níu ára biðar hans á Ítalíu við mat á málinu. 2) Á Ítalíu dvelja fleiri en 30.000 hælisleitendur og aðstæður þeirra virðast vera mjög slæmar. 3) Betri skilningur á samkynhneigð er til staðar á Íslandi. En það var eitthvað sem stakk hjarta mitt í þessu máli og vakti hjá mér sorg fremur en vonbrigði. Embættismenn hjá Útlendingastofnun eða í ráðuneytinu eru allir vel menntaðir í lögfræði, stjórnsýslufræði eða stjórnmálafræði. Þegar þeir hófu nám eða þegar þeir tóku við embætti hljóta þeir að hafa átt sér eigin draum eða eið, sem var líklega að vernda hið góða og hvetja til þess í samfélaginu, hindra ranglæti og losa okkur undan því. Þessi atriði má segja að séu sameiginleg ósk alls fólks og liggja til grundvallar í samfélagi okkar. Það er e.t.v. einfaldara að orða fyrrnefnd atriði en hugtakið mannréttindi, en án þeirrar óskar væri ekki hægt að stýra þróun samfélagsins til framtíðar. Engu að síður er raunveruleikinn sá að þessir vel menntuðu sérfræðingar virðast vera ánægðir með að senda saklausan einstakling til baka í vonlausa óvissu þar sem hann hefur nú þegar eytt níu árum. Ætti þetta að vera svona? Ég ætla alls ekki að fullyrða að starfsfólk Útlendingastofnunar eða ráðuneytisins sé vont fólk. En ef því finnst sjálfu að eitthvað eigi að vera leiðrétt hvað varðar ákvörðun um mál Martins, þá verður það að bera fram einhverja hugsun eða stefnutillögu fyrir samfélagið. Ég óska þess innilega að yfirvöld veiti okkur áþreifanleg og jákvæð viðbrögð við málinu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar