Erlent

Loftsteinn á leið til jarðar

Á vefsíðunni savelivesinmay.com/ er greint frá því að loftsteinn, sem á að hafa fallið hafi úr halastjörnu þegar hún var á leið framhjá jörðinni, lendi í Atlantshafi 25. maí næstkomandi. Miklar flóðbylgjur eiga að verða við höggið og gengur þessi saga nú manna á milli á netinu með tilheyrandi ótta.

Sverrir Guðmundsson eðlisfræðingur sem heldur úti vefsíðunni stjörnuskoðun.is hafði heyrt af málinu en sagði hana uppspuna. Slíkar sögur kæmu upp árlega og halastjarnan sem steinninn átti að hafa fallið úr sé á bak og burt. Hættan sé því engin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×