Innlent

Dansstjörnur framtíðarinnar

Nemendur í Jazzballetskóla Báru stóðu fyrir veglegri nemendasýninu í Borgarleikhúsinu í kvöld. Töfrar, söngleikir og ævintýri voru þema sýningarinnar í ár og voru Alladín, Bugsý Mallone, og Chicago meðal þeirra atriða sem nemendur sýndu. Skólinn fagnar fjörtíu ára starfsafmæli um þessar mundir en um sjö hundruð nemar stunda dansnám við skólann. Allir nemar skólans tóku þátt í sýningunni sem var vegleg að vanda. Óhætt er að segja að á sviðinu hafi leynst margar dansstjörnur framtíðarinnar því ekki vantaði áhugann hjá dönsurunum, sem augljóslega nutu sýningarinnar jafnvel og áhorfendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×