Ekki fleiri verkföll í sumar, takk Þórir Garðarsson skrifar 11. júní 2011 07:00 Ég hef áður stungið niður penna af þessu tilefni og finn mig enn á ný knúinn til þess að benda á hversu fráleitt það er fyrir okkur sem erum að reyna að byggja upp ferðaþjónustuna á Íslandi að leggja framtíð hennar aftur og aftur að veði með vinnudeilum eða verkföllum á viðkvæmasta tíma. Við störfum í ungri grein og áfangastaðurinn Ísland á í svo harðri samkeppni um hylli ferðamanna á alþjóðamarkaði að það er augljóslega andstætt hagsmunum okkar allra að setja ferðalög tuga eða hundraða þúsunda gesta okkar í uppnám þegar síst skyldi. Söluaðilar erlendis hafa miklar áhyggjur af verkfallsaðgerðum – því enginn vill verða fastur af þeim sökum fjarri heimaslóð – og beina ferðamönnum sínum annað. Starfsfólk í ferðaþjónustugreinum, og þar á meðal í fluginu, á að sjálfsögðu að standa vörð um réttindi sín og öll viljum við fá hærri laun. Í samfélagi okkar hafa verið settar leikreglur um kjarabaráttunna og verkfallsrétturinn er þar ákveðinn grundvöllur. Sá réttur hefur hins vegar snúist upp í algjöra andstæðu sína þegar hann er nýttur af fremur þröngum hópi fólks með góð laun, eins og flugvirkjum, til þess að knýja fram kauphækkanir umfram þá sem verr standa. Og vegna lykilstöðu þeirra í ferðaþjónustunni geta þeir með verkfallsaðgerðum valdið stórum hópi almennra launþega skaða vegna tapaðra viðskipta ferðamanna. Verkfall fárra dregur þannig úr tekjumöguleikum margra. Það bitnar helst á þeim sem enga aðkomu hafa að málinu. Ég veit að nú eiga flugmenn og flugfreyjur einnig eftir að semja um sínar launahækkanir og mig hryllir við tilhugsuninni um fleiri verkföll og verkfallshótanir í sumar, umræður í fjölmiðlum hér heima og erlendis um niðurfellingu flugs, seinkanir, strandaglópa og tjónakröfur. Það bara má ekki verða. Ferðasumarið í fyrra rétt bjargaðist fyrir horn, en varð vegna eldgossins ekki eins og vonir stóðu til. Við megum ekki við áföllum í sumar. Ég trúi því ekki á félaga okkar í þessum atvinnuvegi að þeir sjái þessa viðkvæmu stöðu sem tækifæri til þess að ná fram ýtrustu kröfum sínum með því að hóta aftur og aftur stöðvun flugsins. Ég skora á flugstéttirnar að sýna sanngirni og vera samstiga okkur hinum í greininni í því að láta þetta ferðasumar ganga eins og best verður á kosið og skapa þannig öllum í greininni góða afkomumöguleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Ég hef áður stungið niður penna af þessu tilefni og finn mig enn á ný knúinn til þess að benda á hversu fráleitt það er fyrir okkur sem erum að reyna að byggja upp ferðaþjónustuna á Íslandi að leggja framtíð hennar aftur og aftur að veði með vinnudeilum eða verkföllum á viðkvæmasta tíma. Við störfum í ungri grein og áfangastaðurinn Ísland á í svo harðri samkeppni um hylli ferðamanna á alþjóðamarkaði að það er augljóslega andstætt hagsmunum okkar allra að setja ferðalög tuga eða hundraða þúsunda gesta okkar í uppnám þegar síst skyldi. Söluaðilar erlendis hafa miklar áhyggjur af verkfallsaðgerðum – því enginn vill verða fastur af þeim sökum fjarri heimaslóð – og beina ferðamönnum sínum annað. Starfsfólk í ferðaþjónustugreinum, og þar á meðal í fluginu, á að sjálfsögðu að standa vörð um réttindi sín og öll viljum við fá hærri laun. Í samfélagi okkar hafa verið settar leikreglur um kjarabaráttunna og verkfallsrétturinn er þar ákveðinn grundvöllur. Sá réttur hefur hins vegar snúist upp í algjöra andstæðu sína þegar hann er nýttur af fremur þröngum hópi fólks með góð laun, eins og flugvirkjum, til þess að knýja fram kauphækkanir umfram þá sem verr standa. Og vegna lykilstöðu þeirra í ferðaþjónustunni geta þeir með verkfallsaðgerðum valdið stórum hópi almennra launþega skaða vegna tapaðra viðskipta ferðamanna. Verkfall fárra dregur þannig úr tekjumöguleikum margra. Það bitnar helst á þeim sem enga aðkomu hafa að málinu. Ég veit að nú eiga flugmenn og flugfreyjur einnig eftir að semja um sínar launahækkanir og mig hryllir við tilhugsuninni um fleiri verkföll og verkfallshótanir í sumar, umræður í fjölmiðlum hér heima og erlendis um niðurfellingu flugs, seinkanir, strandaglópa og tjónakröfur. Það bara má ekki verða. Ferðasumarið í fyrra rétt bjargaðist fyrir horn, en varð vegna eldgossins ekki eins og vonir stóðu til. Við megum ekki við áföllum í sumar. Ég trúi því ekki á félaga okkar í þessum atvinnuvegi að þeir sjái þessa viðkvæmu stöðu sem tækifæri til þess að ná fram ýtrustu kröfum sínum með því að hóta aftur og aftur stöðvun flugsins. Ég skora á flugstéttirnar að sýna sanngirni og vera samstiga okkur hinum í greininni í því að láta þetta ferðasumar ganga eins og best verður á kosið og skapa þannig öllum í greininni góða afkomumöguleika.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun