Innlent

Framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar stöðvuð

Samkeppni Reykjavíkurborgar um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar hefur verið stöðvuð af kærunefnd útboðsmála. Um 18 arkitektastofur kærðu útboðið til nefndarinnar. Niðurstaða kærunefndarinnar kemur á óvart segir borgarstjóri.

Hægt var að taka þátt í samkeppninni á tvo vegu. Annars vegar með því að taka þátt í hugmyndasamkeppni undir dulnefni og hins vegar með því að taka þátt í forvali með skipulagstillögu sem uppfyllti sömu kröfur og samkeppnistillögurnar en það voru kærendur ekki sáttir við því að þeir sem tóku þátt í forvalinu urðu að gera það undir nafni og um leið lýsa eigin hæfi.

Kærunefnd útboðsmála kemst að þeirri niðurstöðu að krafa kæranda um að tilgreint sé með eins nákvæmum hætti og unnt er við hvaða mælikvarða verði stuðst þegar hæfi er metið vanti í útboðslýsinguna og að hvergi sé krafist að gögn séu lögð fram til sönnunar á hæfi ein sog lög gera ráð fyrir.

Þá liggi ekki fyrir með hvaða hætti hæfið verði metið. Því telur kærunefnd útboðsmála að fyrirkomulagið fari að þessu leyti í bága við lög um opinber innkaup. Niðurstaða kærunefndarinnar kemur borgarstjóra á óvart




Fleiri fréttir

Sjá meira


×