Benz nær hraðameti rafmagnsbíla á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 10. júní 2013 13:30 Heiðgulur, öflugur og gengur aðeins fyrir rafmagni Þeir streyma út ofurbílarnir sem eingöngu eru rafdrifnir og þar er ekki síður mikil keppni um þann hraðskreiðasta en meðal venjulegra bíla. Mercedes Benz SLS AMG Coupé Electric Drive ók Nürburgring brautina hraðast allra rafdrifinna bíla og komst undir 8 mínúturnar, sem aðeins ofurbílar ná. Timi hans var 7:56,234 og með því sló hann við Audi R8 e-tron rafbílnum sem átti metið fram að því. Að vísu er einn rafdrifinn bíll sem farið hefur brautina á skemmri tíma, Toyota Motorsport EV P002, en sá bíll er ekki fjöldaframleiddur né boðinn almenningi heldur einungis smíðaður fyrir keppnisbrautaakstur. Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá allan akstur Benz rafmagnsbílsins á brautinni, frá fyrstu sekúndu til þeirrar síðustu og í því sést bæði hraðamælir, mælir sem sýnir rafmagnsnotkunina og staðsetning bílsins í brautinni. Bíllinn nær oftar en einu sinni 250 km hraða og athyglivert er að sjá hann fara sumar beygjurnar á öðru hundraðinu. Mercedes Benz SLS AMG Coupé Electric Drive er ekki ódýr bíll en í hann má krækja fyrir um 70 milljónir króna. Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent
Þeir streyma út ofurbílarnir sem eingöngu eru rafdrifnir og þar er ekki síður mikil keppni um þann hraðskreiðasta en meðal venjulegra bíla. Mercedes Benz SLS AMG Coupé Electric Drive ók Nürburgring brautina hraðast allra rafdrifinna bíla og komst undir 8 mínúturnar, sem aðeins ofurbílar ná. Timi hans var 7:56,234 og með því sló hann við Audi R8 e-tron rafbílnum sem átti metið fram að því. Að vísu er einn rafdrifinn bíll sem farið hefur brautina á skemmri tíma, Toyota Motorsport EV P002, en sá bíll er ekki fjöldaframleiddur né boðinn almenningi heldur einungis smíðaður fyrir keppnisbrautaakstur. Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá allan akstur Benz rafmagnsbílsins á brautinni, frá fyrstu sekúndu til þeirrar síðustu og í því sést bæði hraðamælir, mælir sem sýnir rafmagnsnotkunina og staðsetning bílsins í brautinni. Bíllinn nær oftar en einu sinni 250 km hraða og athyglivert er að sjá hann fara sumar beygjurnar á öðru hundraðinu. Mercedes Benz SLS AMG Coupé Electric Drive er ekki ódýr bíll en í hann má krækja fyrir um 70 milljónir króna.
Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent