Erlent

Fjölskyldurnar fá skaðabætur

Hermaðurinn Robert Bales
Hermaðurinn Robert Bales
Fjölskyldur þeirra sem misstu ættingja í blóðbaðinu í Kandahar í Afganistan fyrr í þessum mánuði, þegar bandaríski hermaðurinn Robert Bales myrti sautján óbreytta borgara, hafa fengið greiddar skaðabætur frá Bandaríkjaher.

Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins fá þeir sem misstu ættingja rúmlega sex milljónir íslenskra króna og þeir sem eiga ættingja sem særðist í skotárásinni um eina milljón króna.

Bandaríski herinn hefur ákært Bales fyrir morðin og hefur herinn jafnframt sagt að sjónarvottum að árásinni verði flogið til Bandaríkjanna til að bera vitni fyrir dómstólum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×