Jordan segist vita hver svikarinn innan raða Chicago var Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2020 14:00 Myndin sem Sam Smith dró upp af Michael Jordan í bókinni The Jordan Rules var önnur en aðdáendur hans þekktu. vísir/getty Michael Jordan segist vita hvaða liðsfélagi hans hjá Chicago Bulls var heimildamaður blaðamannsins Sams Smith þegar hann skrifaði bókina The Jordan Rules. Í bókinni, sem kom út 1992, var dregin upp miður geðsleg mynd af Jordan og fjallað um stormasamt samband hans við samherja sína. Meðal þess sem þar kom fram var Jordan hvatti liðsfélaga sína til að gefa ekki á miðherjann Bill Cartwright þegar mikið var undir og þegar hann kýldi annan miðherja, Will Purdue. The Jordan Rules seldist vel og vakti mikla athygli, mun meiri en Smith gerði ráð fyrir. Aðdáendur Jordans voru lítt hrifnir af bókinni og Smith fékk fjölda hótana vegna hennar. Í sjötta þætti The Last Dance, þáttaraðar um tímabilið 1997-98 hjá Chicago Bulls, er fjallað um The Jordan Rules og hvaða áhrif útkoma hennar hafði á lið Chicago. Eftir að bókin kom út fór leit að sökudólgum strax af stað en nokkuð ljóst var að Smith var með heimildamann í herbúðum Chicago. Í The Last Dance segir Jordan að Horace Grant hafi verið heimildamaður Smiths og sagt honum frá því hvað gekk á bak við tjöldin hjá Chicago. Grant þvertekur fyrir þetta. Í The Last Dance sagði hann vissulega að þeim Smith væri vel til vina en hann hefði ekki svikið liðsfélaga sína. Scottie Pippen og Horace Grant voru samherjar hjá Chicago Bulls áður en leiðir skildu og Grant fór til Orlando Magic.vísir/Getty Grant var í lykilhlutverki hjá Chicago sem varð meistari þrjú ár í röð (1991-93). Honum fannst þáttur hans í velgengni liðsins þó ekki vera nógu mikils metinn og hann hafi ekki fengið það hrós sem hann átti skilið. Sumarið 1994 fór Grant til Orlando Magic þar sem hann lék m.a. með Shaquille O'Neal og Penny Hardaway. Grant og félagar í Orlando slógu Chicago úr leik, 4-2, í undanúrslitum Austurdeildarinnar 1995. Jordan var þá nýbyrjaður að spila körfubolta aftur eftir að hafa einbeitt sér að hafnabolta um skeið. Orlando fór alla leið í úrslit NBA þar sem liðið tapaði fyrir Houston Rockets, 4-0. Á næsta tímabili náði Chicago svo fram hefndum og sló Orlando út á leiðinni að sínum fjórða meistaratitli. NBA Tengdar fréttir Blóðug saga hjá Michael Jordan í nýjasta þætti af The Last Dance Michael Jordan sagði söguna af afleiðingunum þess þegar hann tók upp á því að spila í fjórtán ára gömlum skóm í Madison Square Garden á lokaári sínu með Chicago Bulls. 5. maí 2020 12:00 Segir Isiah Thomas næstbesta leikstjórnanda sögunnar þótt hann hati hann Rúmur aldarfjórðungur er síðan Michael Jordan og Isiah Thomas mættust inni á körfuboltavellinum. Þeir eru samt enn andstæðingur og hatrið milli þeirra ristir djúpt. 4. maí 2020 14:30 Tíu leikmenn sem fengu hærri laun á ferlinum en Michael Jordan Michael Jordan er enn meðal launahæstu íþróttamanna heimsins en það voru þó ekki peningarnir frá Chicago Bulls sem skiluðu honum öllum þessum tekjum. 4. maí 2020 12:30 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Sjá meira
Michael Jordan segist vita hvaða liðsfélagi hans hjá Chicago Bulls var heimildamaður blaðamannsins Sams Smith þegar hann skrifaði bókina The Jordan Rules. Í bókinni, sem kom út 1992, var dregin upp miður geðsleg mynd af Jordan og fjallað um stormasamt samband hans við samherja sína. Meðal þess sem þar kom fram var Jordan hvatti liðsfélaga sína til að gefa ekki á miðherjann Bill Cartwright þegar mikið var undir og þegar hann kýldi annan miðherja, Will Purdue. The Jordan Rules seldist vel og vakti mikla athygli, mun meiri en Smith gerði ráð fyrir. Aðdáendur Jordans voru lítt hrifnir af bókinni og Smith fékk fjölda hótana vegna hennar. Í sjötta þætti The Last Dance, þáttaraðar um tímabilið 1997-98 hjá Chicago Bulls, er fjallað um The Jordan Rules og hvaða áhrif útkoma hennar hafði á lið Chicago. Eftir að bókin kom út fór leit að sökudólgum strax af stað en nokkuð ljóst var að Smith var með heimildamann í herbúðum Chicago. Í The Last Dance segir Jordan að Horace Grant hafi verið heimildamaður Smiths og sagt honum frá því hvað gekk á bak við tjöldin hjá Chicago. Grant þvertekur fyrir þetta. Í The Last Dance sagði hann vissulega að þeim Smith væri vel til vina en hann hefði ekki svikið liðsfélaga sína. Scottie Pippen og Horace Grant voru samherjar hjá Chicago Bulls áður en leiðir skildu og Grant fór til Orlando Magic.vísir/Getty Grant var í lykilhlutverki hjá Chicago sem varð meistari þrjú ár í röð (1991-93). Honum fannst þáttur hans í velgengni liðsins þó ekki vera nógu mikils metinn og hann hafi ekki fengið það hrós sem hann átti skilið. Sumarið 1994 fór Grant til Orlando Magic þar sem hann lék m.a. með Shaquille O'Neal og Penny Hardaway. Grant og félagar í Orlando slógu Chicago úr leik, 4-2, í undanúrslitum Austurdeildarinnar 1995. Jordan var þá nýbyrjaður að spila körfubolta aftur eftir að hafa einbeitt sér að hafnabolta um skeið. Orlando fór alla leið í úrslit NBA þar sem liðið tapaði fyrir Houston Rockets, 4-0. Á næsta tímabili náði Chicago svo fram hefndum og sló Orlando út á leiðinni að sínum fjórða meistaratitli.
NBA Tengdar fréttir Blóðug saga hjá Michael Jordan í nýjasta þætti af The Last Dance Michael Jordan sagði söguna af afleiðingunum þess þegar hann tók upp á því að spila í fjórtán ára gömlum skóm í Madison Square Garden á lokaári sínu með Chicago Bulls. 5. maí 2020 12:00 Segir Isiah Thomas næstbesta leikstjórnanda sögunnar þótt hann hati hann Rúmur aldarfjórðungur er síðan Michael Jordan og Isiah Thomas mættust inni á körfuboltavellinum. Þeir eru samt enn andstæðingur og hatrið milli þeirra ristir djúpt. 4. maí 2020 14:30 Tíu leikmenn sem fengu hærri laun á ferlinum en Michael Jordan Michael Jordan er enn meðal launahæstu íþróttamanna heimsins en það voru þó ekki peningarnir frá Chicago Bulls sem skiluðu honum öllum þessum tekjum. 4. maí 2020 12:30 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Sjá meira
Blóðug saga hjá Michael Jordan í nýjasta þætti af The Last Dance Michael Jordan sagði söguna af afleiðingunum þess þegar hann tók upp á því að spila í fjórtán ára gömlum skóm í Madison Square Garden á lokaári sínu með Chicago Bulls. 5. maí 2020 12:00
Segir Isiah Thomas næstbesta leikstjórnanda sögunnar þótt hann hati hann Rúmur aldarfjórðungur er síðan Michael Jordan og Isiah Thomas mættust inni á körfuboltavellinum. Þeir eru samt enn andstæðingur og hatrið milli þeirra ristir djúpt. 4. maí 2020 14:30
Tíu leikmenn sem fengu hærri laun á ferlinum en Michael Jordan Michael Jordan er enn meðal launahæstu íþróttamanna heimsins en það voru þó ekki peningarnir frá Chicago Bulls sem skiluðu honum öllum þessum tekjum. 4. maí 2020 12:30