Securitas segir upp starfsfólki en nýtir hlutabótaúrræði á uppsagnartímanum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. apríl 2020 19:00 Dæmi eru um að fyrirtæki, sem hafa sagt upp starfsfólki, nýti hlutabótaúrræðið svokallaða á uppsagnartímabilinu og dragi þannig úr kostnaði við að greiða uppsagnarfrest. Vinnumálastofnun og Alþýðusamband Íslands segja þessa leið ekki standast lög um hlutaatvinnuleysisbætur. Fréttastofa hefur gögn undir höndum sem sýna að sama dag og starfsmanni Securitas var sagt upp var honum boðinn samningur um tímabundna lækkun starfshlutfalls úr 100% í 25%. Uppsagnarfrestur samkvæmt uppsagnarbréfi er tveir mánuðir, sem ná yfir sama tímabil og kveðið er á um í samkomulagi um lækkað starfshlutfall. Uppsögnin miðast við 30. mars 2020 og samkomulagið um lækkað starfshlutfall miðast við 1. apríl til 31. maí. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Egill Í uppsagnarbréfinu segir meðal annars að vegna samdráttar í rekstri verði ekki hjá því komist að fækka starfsmönnum þar sem verkefni Securitas á Reykjanesi verði lagt niður. Ekki verði krafist vinnuframlags á uppsagnarfresti. Drífa Snædal, forseti ASÍ segir sambandið hafa fengið ábendingar um sambærileg mál. „Það er ekki hægt að vera í hlutabótaleiðinni á uppsagnafresti, það er alveg ljóst þannig að það ber að hafa það í huga. Ef að fólk fer á hlutabætur fyrst og síðan kemur síðar til uppsagnar þá fer fólk bara á uppsagnarfrestinn eins og hann var áður en að hlutabótaleiðin kom til. Þannig að það er ekki hægt að spila þessum úrræðum saman. Það er ekki hægt að spila uppsögn með hlutabótaleið heldur er það annað hvort,“ segir Drífa. Í samtali við fréttastofu segir forstjóri Vinnumálastofnunar þessa aðferð ekki standast skoðun. Tilgangur hlutabótaúrræðisins sé þvert á móti að viðhalda ráðningarsambandi en ekki að varpa launakostnaði vegna greiðslu uppsagnarfrests yfir á ríkið. Þykir miður ef aðferðin stenst ekki skoðun Ómar Svavarsson, forstjóri Securitas, segir í samtali við fréttastofu að fyrirtækið hafi leitað ráðgjafar lögfræðinga hjá Samtökum atvinnulífsins sem hafi talið þessa leið færa. Ef í ljós komi að úrræðið sem fyrirtækið greip til reynist ekki standast lög þyki honum það verulega miður og segir að leitað verði leiða til að bæta úr því. Ómar Svavarsson hefur verið forstjóri Securitas frá árinu 2017.Aðsend Ómar segir stöðuna vissulega vera fordæmalausa og að fyrirtækið hafi leitað allra leiða til að vernda störf eftir fremsta megni. Gripið hafi verið til úrræðisins í góðri trú um að það stæðist lög og reglur. Alls starfa um fimmhundruð manns hjá Securitas. Tólf starfsmönnum fyrirtækisins var sagt upp síðustu mánaðamót og þeim boðið að gera samkomulag um hlutabætur á uppsagnartímanum. Af þeim gerðu átta slíkt samkomulag en fjórir afþökkuðu. Vinnumarkaður Atvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Dæmi eru um að fyrirtæki, sem hafa sagt upp starfsfólki, nýti hlutabótaúrræðið svokallaða á uppsagnartímabilinu og dragi þannig úr kostnaði við að greiða uppsagnarfrest. Vinnumálastofnun og Alþýðusamband Íslands segja þessa leið ekki standast lög um hlutaatvinnuleysisbætur. Fréttastofa hefur gögn undir höndum sem sýna að sama dag og starfsmanni Securitas var sagt upp var honum boðinn samningur um tímabundna lækkun starfshlutfalls úr 100% í 25%. Uppsagnarfrestur samkvæmt uppsagnarbréfi er tveir mánuðir, sem ná yfir sama tímabil og kveðið er á um í samkomulagi um lækkað starfshlutfall. Uppsögnin miðast við 30. mars 2020 og samkomulagið um lækkað starfshlutfall miðast við 1. apríl til 31. maí. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Egill Í uppsagnarbréfinu segir meðal annars að vegna samdráttar í rekstri verði ekki hjá því komist að fækka starfsmönnum þar sem verkefni Securitas á Reykjanesi verði lagt niður. Ekki verði krafist vinnuframlags á uppsagnarfresti. Drífa Snædal, forseti ASÍ segir sambandið hafa fengið ábendingar um sambærileg mál. „Það er ekki hægt að vera í hlutabótaleiðinni á uppsagnafresti, það er alveg ljóst þannig að það ber að hafa það í huga. Ef að fólk fer á hlutabætur fyrst og síðan kemur síðar til uppsagnar þá fer fólk bara á uppsagnarfrestinn eins og hann var áður en að hlutabótaleiðin kom til. Þannig að það er ekki hægt að spila þessum úrræðum saman. Það er ekki hægt að spila uppsögn með hlutabótaleið heldur er það annað hvort,“ segir Drífa. Í samtali við fréttastofu segir forstjóri Vinnumálastofnunar þessa aðferð ekki standast skoðun. Tilgangur hlutabótaúrræðisins sé þvert á móti að viðhalda ráðningarsambandi en ekki að varpa launakostnaði vegna greiðslu uppsagnarfrests yfir á ríkið. Þykir miður ef aðferðin stenst ekki skoðun Ómar Svavarsson, forstjóri Securitas, segir í samtali við fréttastofu að fyrirtækið hafi leitað ráðgjafar lögfræðinga hjá Samtökum atvinnulífsins sem hafi talið þessa leið færa. Ef í ljós komi að úrræðið sem fyrirtækið greip til reynist ekki standast lög þyki honum það verulega miður og segir að leitað verði leiða til að bæta úr því. Ómar Svavarsson hefur verið forstjóri Securitas frá árinu 2017.Aðsend Ómar segir stöðuna vissulega vera fordæmalausa og að fyrirtækið hafi leitað allra leiða til að vernda störf eftir fremsta megni. Gripið hafi verið til úrræðisins í góðri trú um að það stæðist lög og reglur. Alls starfa um fimmhundruð manns hjá Securitas. Tólf starfsmönnum fyrirtækisins var sagt upp síðustu mánaðamót og þeim boðið að gera samkomulag um hlutabætur á uppsagnartímanum. Af þeim gerðu átta slíkt samkomulag en fjórir afþökkuðu.
Vinnumarkaður Atvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira