Handbolti

Sagði að Guðjón Valur væri eins og svangur hundur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðjón Valur lék með Gummersbach á árunum 2005-08.
Guðjón Valur lék með Gummersbach á árunum 2005-08. vísir/getty

Guðjón Valur Sigurðsson fór yfir langan og glæsilegan feril sinn með félagsliðum í Seinni bylgjunni í gær.

Fyrstu fjögur árin í atvinnumennsku lék Guðjón Valur með TUSEM Essen. Hann gekk svo í raðir Gummersbach 2005. Á sínu fyrsta tímabili hjá félaginu varð hann markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar.

„Þá var Velimir Kljaic þjálfari. Við Róbert Gunnarsson komum þarna saman og gerðum allt brjálað,“ sagði Guðjón Valur sem skoraði 264 mörk í þýsku deildinni tímabilið 2005-06.

„Kljaic sagði einu sinni við mig að ég væri eins og svangur hundur. Ég eyddi mínum ferli í að hlaupa á eftir bolta eins og hundur.“

Guðjón Valur endurnýjar kynnin við Gummersbach í sumar en hann hefur verið ráðinn þjálfari liðsins. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Gummersbach.

Næsta mánudag fer Guðjón Valur yfir ferilinn með íslenska landsliðinu í Seinni bylgjunni.

Klippa: Seinni bylgjan - Guðjón Valur um tímann hjá Gummersbach

Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.


Tengdar fréttir

Tíu toppar á ferli Guðjóns Vals

Vísir fer yfir tíu af stærstu augnablikunum á ferli Guðjóns Vals Sigurðssonar sem lagði skóna á hilluna í gær.

Guðjón Valur hættur

Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, tilkynnti það á Instagram að hann sé búinn að leggja handboltaskóna á hilluna




Fleiri fréttir

Sjá meira


×