Voru leynigestir í brúðkaupi Þjóðverja á Mallorca Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2014 21:09 „Við vorum lengi að hugsa okkur um en ákváðum svo að svona boð fær maður bara einu sinni á ævinni,“ segja þau Sigríður Heiða Hallsdóttir og Þórður Björn Ágústsson sem héldu í brúðkaup þýsks pars á Mallorca í sumar sem þau höfðu hitt í mýflugumynd þegar þýski maðurinn bað konunnar á Grenivík á síðasta ári. Sigríður Heiða og Þórður Björn voru stödd á Grenivík sumarið 2013 þegar þau heyrðu af bónorði ferðamanns á bryggjunni. Án þess að hika gripu þau gítar, gengu niður á bryggju og spiluðu og sungu lag Tom Waits, Little Trip to Heaven. Í ljós kom að um þýskt par var að ræða og ævintýrið vatt heldur betur upp á sig þegar brúðurin tilvonandi hafði upp á þeim eftir krókaleiðum og bað þau að spila í brúðkaupi sínu á Mallorca á Spáni sem fram fór nú í sumar. Þórður Björn segir að krakkarnir hafi komið hlaupandi inn eitt kvöldið á Grenivík og sögðu að það væri eitthvað að gerast úti á bryggju. „Það fara allir út í glugga og þá sjáum við túrista og það er eitthvað um að vera. Það eru kampavínsglös og þau eru mjög innileg.“ Sigríður Heiða segir að eitt barnanna hafi svo sagt að maðurinn hafi farið á hnén. „Ég segi þá Dodda að koma með gítarinn og taka eitt lag, gera þetta enn eftirminnilegra.“ Þórður segist hafa verið hikandi til að byrja með en Sigríði hafi tekist að draga hann út. Hann segir að það hafi ekki gengið nógu vel að flytja lagið þar sem gítarinn hafi orðið falskur á leiðinni út á bryggju. „Það endaði því á því að [Sigríður] Heiða söng restina af laginu. Það varð ekki mikið um undirspil.“ Þau Sigríður Heiða og Þórður Björn segja að Þjóðverjarnir hafi haldið að þetta hafi allt saman verið skipulagt. „Þau héldu það bæði reyndar. Hún hélt að hann hafi planað þetta og svo öfugt.“ Þau héldu utan nú í sumar og vöktu mikla lukku þegar þau birtust í þann mund er brúðhjónin sögðu frá bónorðinu ævintýralega á Íslandi og íslensku „álfunum“ sem hófu óvænt upp raust sína á bryggjunni. Eftir að þau höfðu sungið lagið var ekki þurrt auga í salnum. Sigríður Heiða og Þórður Björn sögðu söguna af deginum örlagaríka á Grenivík og ferðinni til Mallorca í Íslandi í dag fyrr í kvöld. Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Menning Fleiri fréttir Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Sjá meira
„Við vorum lengi að hugsa okkur um en ákváðum svo að svona boð fær maður bara einu sinni á ævinni,“ segja þau Sigríður Heiða Hallsdóttir og Þórður Björn Ágústsson sem héldu í brúðkaup þýsks pars á Mallorca í sumar sem þau höfðu hitt í mýflugumynd þegar þýski maðurinn bað konunnar á Grenivík á síðasta ári. Sigríður Heiða og Þórður Björn voru stödd á Grenivík sumarið 2013 þegar þau heyrðu af bónorði ferðamanns á bryggjunni. Án þess að hika gripu þau gítar, gengu niður á bryggju og spiluðu og sungu lag Tom Waits, Little Trip to Heaven. Í ljós kom að um þýskt par var að ræða og ævintýrið vatt heldur betur upp á sig þegar brúðurin tilvonandi hafði upp á þeim eftir krókaleiðum og bað þau að spila í brúðkaupi sínu á Mallorca á Spáni sem fram fór nú í sumar. Þórður Björn segir að krakkarnir hafi komið hlaupandi inn eitt kvöldið á Grenivík og sögðu að það væri eitthvað að gerast úti á bryggju. „Það fara allir út í glugga og þá sjáum við túrista og það er eitthvað um að vera. Það eru kampavínsglös og þau eru mjög innileg.“ Sigríður Heiða segir að eitt barnanna hafi svo sagt að maðurinn hafi farið á hnén. „Ég segi þá Dodda að koma með gítarinn og taka eitt lag, gera þetta enn eftirminnilegra.“ Þórður segist hafa verið hikandi til að byrja með en Sigríði hafi tekist að draga hann út. Hann segir að það hafi ekki gengið nógu vel að flytja lagið þar sem gítarinn hafi orðið falskur á leiðinni út á bryggju. „Það endaði því á því að [Sigríður] Heiða söng restina af laginu. Það varð ekki mikið um undirspil.“ Þau Sigríður Heiða og Þórður Björn segja að Þjóðverjarnir hafi haldið að þetta hafi allt saman verið skipulagt. „Þau héldu það bæði reyndar. Hún hélt að hann hafi planað þetta og svo öfugt.“ Þau héldu utan nú í sumar og vöktu mikla lukku þegar þau birtust í þann mund er brúðhjónin sögðu frá bónorðinu ævintýralega á Íslandi og íslensku „álfunum“ sem hófu óvænt upp raust sína á bryggjunni. Eftir að þau höfðu sungið lagið var ekki þurrt auga í salnum. Sigríður Heiða og Þórður Björn sögðu söguna af deginum örlagaríka á Grenivík og ferðinni til Mallorca í Íslandi í dag fyrr í kvöld.
Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Menning Fleiri fréttir Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Sjá meira