Erlent

Obama í Kóreu

Forseti Suður-Kóreu tekur hér á móti Barack Obama.
Forseti Suður-Kóreu tekur hér á móti Barack Obama.
Obama bandaríkjaforseti heimsótti landamæri Norður- og Suður Kóreu í gær, þrátt fyrir aukna spennu á milli ríkjana vegna fyrirhugaðra eldflaugaskota Norður Kóreu.

Stjórnvöld í Norður Kóreu hyggjast skjóta upp eldflaug í næsta mánuði en bandarísk stjórnvöld óttast að það reynist vera einhvers konar vopnaprófun. Norður Kóresk stjórnvöld segjast hins vegar einfaldlega vilja koma gervihnetti á sporbaug um jörðu.

Á landamærum Norður - og Suður Kóreu halda bandarískir hermenn vörð en Obama bandaríkjaforseti ávarpaði þá í gær.

Obama segir þá standa á landamærum frelsisins. Breytingarnar í Suður Kóreu á síðustu áratugum mætti beint rekja til þeirra hermanna, flugmanna og landhelgisgæslumanna sem hafa skapað rými til frelsis og framfara. Munurinn á Norður og Suður Kóreu gæti ekki verið skýrari.

 Obama mun svo sitja kjarnorkuvopnaráðstefnu í Seoul eftir helgi þar sem þjóðarleiðtogar fimmtíu þjóða koma saman til að ræða hvernig sporna megi gegn því að öfgahópa komist yfir kjarnorkuvopn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×