Jólahefð eða innræting? Hildur Sverrisdóttir skrifar 15. desember 2014 07:00 Varaborgarfulltrúi VG, Líf Magneudóttir, stóð fyrir einkennilegu upphlaupi í síðustu viku þegar hún gagnrýndi að Langholtsskóli stæði fyrir hefðbundinni kirkjuferð á aðventunni. Hún sagði „algerlega ólíðandi að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna.“ Fyrir nokkrum misserum voru settar reglur bæði af hálfu ríkis og Reykjavíkurborgar, í báðum tilvikum með atbeina VG, um samskipti skóla og trúfélaga. Umrædd kirkjuferð rúmast vel innan þeirra reglna. Í reglum borgarinnar segir að heimsóknir í tilbeiðsluhús á skólatíma séu undir handleiðslu kennara og liður í fræðslu um trúarbrögð í samræmi við aðalnámskrá. Í viðmiðunum menntamálaráðuneytisins segir: „Heimsóknir í kirkjur í tengslum við stórhátíðir kristninnar telst hluti af fræðslu um trúarhátíðir og menningarlega arfleifð þjóðarinnar.“ Sú spurning vaknar þá hvers vegna VG ræðst að fagfólkinu í skólunum og sakar það að ósekju um að brjóta reglurnar. Ætlar flokkurinn þá að beita sér fyrir því að þær verði endurskoðaðar þannig að algjörlega verði tekið fyrir kirkjuferðir á aðventunni? Og ætla aðrir í borgarstjórnarmeirihlutanum að styðja þá reglubreytingu? Foreldrar hafa getað valið að börn þeirra fari ekki með í kirkjuferðir skóla. Það sem er í boði í staðinn þarf þá líka að vera skemmtilegur og metnaðarfullur valkostur. Valfrelsið er gott, en bent hefur verið á að það geti þýtt að einhverjum finnist hann hafður útundan. Við þurfum að vanda okkur við framkvæmdina, en þetta eru ekki rök fyrir að hætta kirkjuferðunum. Við getum spurt sem svo: Ef foreldrar óskuðu þess að börnin þeirra lærðu ekki um önnur trúarbrögð en kristni og legðust gegn því að þau færu til dæmis í vettvangsferð í bænahús múslima, myndu borgaryfirvöld bregðast við þeim óskum með því að afleggja fræðsluna? Það vekur furðu að á sama tíma og mannréttindaráð borgarinnar leggur áherslu á að efla virðingu fyrir trú og menningu margvíslegra minnihlutahópa skuli formaður þess ráðast að góðri og gamalli jólahefð. Kristið jólahald á sér þúsund ára sögu á Íslandi og er óaðskiljanlegur hluti af okkar menningu, jafnvel þótt margir eða jafnvel flestir taki ekki þátt í því af mikilli trúarsannfæringu. Verðskuldar trúar- og menningararfur meirihluta borgarbúa ekki líka virðingu og umburðarlyndi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Stórstraumsfjara mæld - HMS ráðþrota Magnús Guðmundsson Skoðun Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Snorri Sturluson Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Dýravernd - frumbyggjahættir Árni Stefán Árnason Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Dýravernd - frumbyggjahættir Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stórstraumsfjara mæld - HMS ráðþrota Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Snorri Sturluson skrifar Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Sjá meira
Varaborgarfulltrúi VG, Líf Magneudóttir, stóð fyrir einkennilegu upphlaupi í síðustu viku þegar hún gagnrýndi að Langholtsskóli stæði fyrir hefðbundinni kirkjuferð á aðventunni. Hún sagði „algerlega ólíðandi að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna.“ Fyrir nokkrum misserum voru settar reglur bæði af hálfu ríkis og Reykjavíkurborgar, í báðum tilvikum með atbeina VG, um samskipti skóla og trúfélaga. Umrædd kirkjuferð rúmast vel innan þeirra reglna. Í reglum borgarinnar segir að heimsóknir í tilbeiðsluhús á skólatíma séu undir handleiðslu kennara og liður í fræðslu um trúarbrögð í samræmi við aðalnámskrá. Í viðmiðunum menntamálaráðuneytisins segir: „Heimsóknir í kirkjur í tengslum við stórhátíðir kristninnar telst hluti af fræðslu um trúarhátíðir og menningarlega arfleifð þjóðarinnar.“ Sú spurning vaknar þá hvers vegna VG ræðst að fagfólkinu í skólunum og sakar það að ósekju um að brjóta reglurnar. Ætlar flokkurinn þá að beita sér fyrir því að þær verði endurskoðaðar þannig að algjörlega verði tekið fyrir kirkjuferðir á aðventunni? Og ætla aðrir í borgarstjórnarmeirihlutanum að styðja þá reglubreytingu? Foreldrar hafa getað valið að börn þeirra fari ekki með í kirkjuferðir skóla. Það sem er í boði í staðinn þarf þá líka að vera skemmtilegur og metnaðarfullur valkostur. Valfrelsið er gott, en bent hefur verið á að það geti þýtt að einhverjum finnist hann hafður útundan. Við þurfum að vanda okkur við framkvæmdina, en þetta eru ekki rök fyrir að hætta kirkjuferðunum. Við getum spurt sem svo: Ef foreldrar óskuðu þess að börnin þeirra lærðu ekki um önnur trúarbrögð en kristni og legðust gegn því að þau færu til dæmis í vettvangsferð í bænahús múslima, myndu borgaryfirvöld bregðast við þeim óskum með því að afleggja fræðsluna? Það vekur furðu að á sama tíma og mannréttindaráð borgarinnar leggur áherslu á að efla virðingu fyrir trú og menningu margvíslegra minnihlutahópa skuli formaður þess ráðast að góðri og gamalli jólahefð. Kristið jólahald á sér þúsund ára sögu á Íslandi og er óaðskiljanlegur hluti af okkar menningu, jafnvel þótt margir eða jafnvel flestir taki ekki þátt í því af mikilli trúarsannfæringu. Verðskuldar trúar- og menningararfur meirihluta borgarbúa ekki líka virðingu og umburðarlyndi?
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun