Bjössi í World Class hundfúll Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. maí 2020 17:00 Björn Leifsson, lengst til hægri, ásamt konu sinni og meðeiganda, Hafdísi Jónsdóttur, þegar World Class tilkynnti um opnun stöðvar í Smáralind. Fulltrúar Smáralindar og Regins eru með á myndinni. World Class Björn Leifsson, eigandi World Class, var ekki á meðal þeirra sem fagnaði óvæntum tíðindum á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. Björn átti von á að ef opnað yrði fyrir gesti að sækja sund þá myndi það sama gilda um líkamsræktarstöðvar. Hann var hundfúll með stöðuna í samtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Líklega tvær vikur í opnun sundlauga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tilkynnti óvænt á fundinum í dag að hann ætti í viðræðum við heilbrigðisráðherra um opnun sundstöðva þann 18. maí með einhverjum takmörkunum þó. Aðspurður hvers vegna það væru strangari reglur í sundlaugum en til dæmis í verslunum, sem hafa verið opnar allan tímann með fjöldatakmörkunum þó, sagði Þórólfur ástæðuna vera þá að í sundi væri mikill hópur að safnast saman á litlum svæðum, til dæmis í búningsklefum og annað slíkt. „Þess vegna höfum við haft áhyggjur,“ sagði Þórólfur og bætti við að erfiðara væri að halda uppi lágmarksfjöldanum í sundi. Þar sem það virðist hins vegar vera lítið samfélagslegt smit í gangi sagði Þórólfur að talið væri óhætt að létta á þessum takmörkunum. „En líka í ljósi þess að þetta er sennilega það sem Íslendingar þrá mest, að komast í sund,“ sagði Þórólfur. Sér ekki mun á sundi og líkamsrækt Björn Leifsson er eigandi World Class sem rekur fimmtán líkamsræktarstöðvar á landinu og er langstærsti aðilinn í þeim bransa. Hann ræddi þá staðreynd að líkamsræktarstöðvar myndu ekki opna þann 18. maí en það staðfesti Þórólfur Guðnason við þáttastjórnendur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Björn sagði það ekki leggjast vel í sig að enn yrði bið á opnun líkamsræktarstöðvar. „Það leggst mjög illa í mig eins og væntanlega flesta landsmenn. Ef eitthvað er þá eru fleiri sem stunda líkamsræktarstöðvar á landinu og eru ekki síður mikilvægar,“ segir Björn. „Áður en það var lokað þá var nóg pláss fyrir alla. Ég veit ekki til þess að nein smit hafi verið rakin inn á líkamsræktarstöðvarnar. Ég sé ekki mun á sundi og líkamsrækt í þeim efnum. Þar fyrir utan voru þau búin að tilkynna það áður að sund og líkamsræktarstöðvar yrðu ekki slitin í sundur.“ Tap upp á 600 milljónir Björn segist tapa 75 milljónum króna á hverri viku sem stöðvar World Class eru lokaðar. „Ef ég hefði fengið að opna 18. maí hefði það ekki verið nema 600 milljónir króna en það virðist ætla að vera meira. Hún eykst um 75 milljónir fyrir hverja viku sem er lokað,“ segir Björn. Engar bætur séu í boði fyrir líkamsræktarrisann og ekkert hægt að sækja þær síðar. „Nei, við fáum engar bætur. Okkur er skikkað að loka en við fáum engar bætur. Við fáum þessa 75% launaleið og sama er með leigusalann okkar. Þeir gefa ekki tommu eftir. Þótt við megum ekki nota húsin sem við erum að leiga þá verðum við að borga fulla leigu. Það eru einhverjar smá tilfærslur á leigu en engir afslættir. Við fáum ekki einu sinni þessar 2,4 milljónir sem litlu fyrirtækin fá því við veltum of miklu.“ Aðspurður hvers vegna hann telji að sundlaugar séu á undan líkamsræktarstöðvunum í röðinni hefur Björn sínar kenningar. „Ég hallast að því að þetta sé pólitík. Það er einhver sem þrýstir meira á að fá að komast í sund en líkamsrækt. Ég veit ekki hver.“ Björn er allt annað en sáttur. Skilur ekki hvernig fólki geti smitast „Ég er alveg hundfúll, að sjálfsögðu. Við erum búnir að taka virkan þátt í þessu með teyminu og landsmönnum, bæði fyrir og eftir lokun, og héldum að við fengjum að njóta þess,“ segir Björn. Það sé ekki eins og þeir sem sæki World Class heim séu drukknir. „Þetta eru sömu aðilar sem koma hérna inn og fara í Bónus,“ segir Björn og bætir við að hreinlætis hafi verið gætt áður en stöðvunum var lokað. Tæki og tól sprittuð. Björn segir að taka muni tíma að vinna upp mörg hundruð milljóna króna tap en hann geti þó ekki kvartað sé miðað við aðila í ferðaþjónusta. Hann geti þó fljótlega opnað aftur og þá mæti fólkið. Tíðindin um opnun sundlauga 18. maí komu nokkuð á óvart enda reiknaði fólk með að það yrði frekar síðar í maí. Björn hefur sínar skoðanir á smithættunni þessa stundina. „Ég verð að segja að ef það er komið niður í 66 smit í dag, og fjögur til fimm eftir nokkra daga, þá skil ég ekki hvernig einhver getur smitast ef enginn er smitaður.“ Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Björn Leifsson, eigandi World Class, var ekki á meðal þeirra sem fagnaði óvæntum tíðindum á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. Björn átti von á að ef opnað yrði fyrir gesti að sækja sund þá myndi það sama gilda um líkamsræktarstöðvar. Hann var hundfúll með stöðuna í samtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Líklega tvær vikur í opnun sundlauga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tilkynnti óvænt á fundinum í dag að hann ætti í viðræðum við heilbrigðisráðherra um opnun sundstöðva þann 18. maí með einhverjum takmörkunum þó. Aðspurður hvers vegna það væru strangari reglur í sundlaugum en til dæmis í verslunum, sem hafa verið opnar allan tímann með fjöldatakmörkunum þó, sagði Þórólfur ástæðuna vera þá að í sundi væri mikill hópur að safnast saman á litlum svæðum, til dæmis í búningsklefum og annað slíkt. „Þess vegna höfum við haft áhyggjur,“ sagði Þórólfur og bætti við að erfiðara væri að halda uppi lágmarksfjöldanum í sundi. Þar sem það virðist hins vegar vera lítið samfélagslegt smit í gangi sagði Þórólfur að talið væri óhætt að létta á þessum takmörkunum. „En líka í ljósi þess að þetta er sennilega það sem Íslendingar þrá mest, að komast í sund,“ sagði Þórólfur. Sér ekki mun á sundi og líkamsrækt Björn Leifsson er eigandi World Class sem rekur fimmtán líkamsræktarstöðvar á landinu og er langstærsti aðilinn í þeim bransa. Hann ræddi þá staðreynd að líkamsræktarstöðvar myndu ekki opna þann 18. maí en það staðfesti Þórólfur Guðnason við þáttastjórnendur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Björn sagði það ekki leggjast vel í sig að enn yrði bið á opnun líkamsræktarstöðvar. „Það leggst mjög illa í mig eins og væntanlega flesta landsmenn. Ef eitthvað er þá eru fleiri sem stunda líkamsræktarstöðvar á landinu og eru ekki síður mikilvægar,“ segir Björn. „Áður en það var lokað þá var nóg pláss fyrir alla. Ég veit ekki til þess að nein smit hafi verið rakin inn á líkamsræktarstöðvarnar. Ég sé ekki mun á sundi og líkamsrækt í þeim efnum. Þar fyrir utan voru þau búin að tilkynna það áður að sund og líkamsræktarstöðvar yrðu ekki slitin í sundur.“ Tap upp á 600 milljónir Björn segist tapa 75 milljónum króna á hverri viku sem stöðvar World Class eru lokaðar. „Ef ég hefði fengið að opna 18. maí hefði það ekki verið nema 600 milljónir króna en það virðist ætla að vera meira. Hún eykst um 75 milljónir fyrir hverja viku sem er lokað,“ segir Björn. Engar bætur séu í boði fyrir líkamsræktarrisann og ekkert hægt að sækja þær síðar. „Nei, við fáum engar bætur. Okkur er skikkað að loka en við fáum engar bætur. Við fáum þessa 75% launaleið og sama er með leigusalann okkar. Þeir gefa ekki tommu eftir. Þótt við megum ekki nota húsin sem við erum að leiga þá verðum við að borga fulla leigu. Það eru einhverjar smá tilfærslur á leigu en engir afslættir. Við fáum ekki einu sinni þessar 2,4 milljónir sem litlu fyrirtækin fá því við veltum of miklu.“ Aðspurður hvers vegna hann telji að sundlaugar séu á undan líkamsræktarstöðvunum í röðinni hefur Björn sínar kenningar. „Ég hallast að því að þetta sé pólitík. Það er einhver sem þrýstir meira á að fá að komast í sund en líkamsrækt. Ég veit ekki hver.“ Björn er allt annað en sáttur. Skilur ekki hvernig fólki geti smitast „Ég er alveg hundfúll, að sjálfsögðu. Við erum búnir að taka virkan þátt í þessu með teyminu og landsmönnum, bæði fyrir og eftir lokun, og héldum að við fengjum að njóta þess,“ segir Björn. Það sé ekki eins og þeir sem sæki World Class heim séu drukknir. „Þetta eru sömu aðilar sem koma hérna inn og fara í Bónus,“ segir Björn og bætir við að hreinlætis hafi verið gætt áður en stöðvunum var lokað. Tæki og tól sprittuð. Björn segir að taka muni tíma að vinna upp mörg hundruð milljóna króna tap en hann geti þó ekki kvartað sé miðað við aðila í ferðaþjónusta. Hann geti þó fljótlega opnað aftur og þá mæti fólkið. Tíðindin um opnun sundlauga 18. maí komu nokkuð á óvart enda reiknaði fólk með að það yrði frekar síðar í maí. Björn hefur sínar skoðanir á smithættunni þessa stundina. „Ég verð að segja að ef það er komið niður í 66 smit í dag, og fjögur til fimm eftir nokkra daga, þá skil ég ekki hvernig einhver getur smitast ef enginn er smitaður.“
Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira