Sport

Kenýskur sigur í Aþenu

Kenýumenn sópuðu til sín öllum verðlaununum á Aþenu maraþoninu sem fram fór í 22. annað skiptið í morgun. Frederick Cherono leiddi sveit ellefu Kenýumanna sem luku keppni á 2:15,28 klukkustundum en landar hans Barnabas Ruto og Christopher Kosgei lentu í öðru og þriðja sæti, á 2:17,09 og 2:17,29.´ Í kvennaflokki sigraði hin 22 ára Alemu Zinach frá Eþópíu á 2:41,11 og kom í mark hún sjö sekúndum á undan löndu sinni Hiruet Areba. Svetlana Ponomarkenko frá Rússlandi varð þriðja á 2:45,26. Eitt sett þó ljótan blett á Aþenu maraþonið að þessu sinni en það var dauðsfall hins 42 ára sjúkraþjálfara Dimitris Libousis. Grikkinn lést eftir að hafa fengið hjartaáfalla snemma í hlaupinu, en að sögn kunnugra hafði hann verið brjóstverki kvöldið fyrir hlaupið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×