Spieth ætlar sér á spjöld sögunnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júlí 2015 12:00 Jordan Spieth er við það að komast á spjöld sögunnar. Vísir/Getty Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth á möguleika í dag að koma sér í sögubækurnar með því að vinna sitt þriðja risamót í röð. Engum hefur tekist það síðan að Ben Hogan gerði það fyrir 62 árum síðan. Aðeins tveimur kylfingum hefur tekist að vinna meira en tíu risamót á ferlinum - þeim Jack Nicklaus og Tiger Woods. Hvorugum tókst þó að vinna þrjú í röð en Spieth, sem er 21 árs gamall, á góðan möguleika á ná þeim áfanga í dag. Hann spilaði á 66 höggum á þriðja keppnisdegi og er nú aðeins einu höggi á eftir fremstu mönnum. Þrír deila forystunni fyrir lokahringinn í dag - Louis Oosthuizen, Jason Day og írski áhugamaðurinn Paul Dunne. „Ég ætla að spila til sigurs. Ég hef engan áhuga á að vera í þriðja sæti,“ sagði Spieth í gær. „Ég mun spila mitt golf og vera þolinmóður. Ég ætla að reyna að komast í forystu en til þess þarf ég að vera ákveðinn.“ „Ég hef í raun engu að tapa. Það er allt í lagi ef mér tekst ekki að vinna á morgun. Það veitir mér í raun frelsi til að taka smá áhættu.“ Engum hefur tekist að vinna öll fjögur stórmótin sama árið eftir að Masters-mótið var sett á stofn.Útsending frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 12.30 í dag en Spieth, sem er í ráshópi með Jason Day, hefur keppni klukkan 13.20. Oosthuizen og Dunne fara svo síðastir út klukkan 13.30. Golf Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth á möguleika í dag að koma sér í sögubækurnar með því að vinna sitt þriðja risamót í röð. Engum hefur tekist það síðan að Ben Hogan gerði það fyrir 62 árum síðan. Aðeins tveimur kylfingum hefur tekist að vinna meira en tíu risamót á ferlinum - þeim Jack Nicklaus og Tiger Woods. Hvorugum tókst þó að vinna þrjú í röð en Spieth, sem er 21 árs gamall, á góðan möguleika á ná þeim áfanga í dag. Hann spilaði á 66 höggum á þriðja keppnisdegi og er nú aðeins einu höggi á eftir fremstu mönnum. Þrír deila forystunni fyrir lokahringinn í dag - Louis Oosthuizen, Jason Day og írski áhugamaðurinn Paul Dunne. „Ég ætla að spila til sigurs. Ég hef engan áhuga á að vera í þriðja sæti,“ sagði Spieth í gær. „Ég mun spila mitt golf og vera þolinmóður. Ég ætla að reyna að komast í forystu en til þess þarf ég að vera ákveðinn.“ „Ég hef í raun engu að tapa. Það er allt í lagi ef mér tekst ekki að vinna á morgun. Það veitir mér í raun frelsi til að taka smá áhættu.“ Engum hefur tekist að vinna öll fjögur stórmótin sama árið eftir að Masters-mótið var sett á stofn.Útsending frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 12.30 í dag en Spieth, sem er í ráshópi með Jason Day, hefur keppni klukkan 13.20. Oosthuizen og Dunne fara svo síðastir út klukkan 13.30.
Golf Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira