Erlent

Náðaður 18 árum eftir aftöku

Samúel Karl Ólason skrifar
Foreldrar Huugjilt taka við dómsskjölum.
Foreldrar Huugjilt taka við dómsskjölum. Vísir/AFP
Dómstóll í Kína hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að maður sem var dæmdur fyrir nauðgun og morð fyrir 18 árum sé saklaus. Maðurinn sem ber nafnið Huugjilt var tekinn af lífi fyrir 18 árum síðan, eftir að hann átti að hafa myrt konu á almenningsalerni í Norður-Kína.

Annar maður hefur viðurkennt að hafa framið glæpinn.

Í þarlendum fjölmiðlum kemur fram að forsvarsmenn dómstólsins hafi boðið foreldrum Huugjilt afsökunarbeiðni. Þá voru birtar myndir af foreldrum hans grátandi í salnum eftir að dómurinn lauk störfum sínum.

Málið var tekið aftur fyrir í síðasta mánuði, samkvæmt AP fréttaveitunni, rúmum níu árum eftir að raðmorðingi játaði glæpinn árið 2005.

Lögmaður fjölskyldunnar segir að þau muni fara fram á bætur frá ríkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×