Framkvæmdastjórinn hefur trú á að Cintamani opni aftur Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. janúar 2020 16:30 Það var tómlegt um að litast í verslun Cintamani á Laugavegi í dag. Vísir/arnar Dagný Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Cintamani, segist vongóð um að verslanir fyrirtækisins opni aftur innan tíðar. Stjórn Cintamani sendi frá sér tilkynningu fyrir hádegi í dag þar sem fram kom að fataframleiðandinn hafi verið gefinn upp til gjaldþrotaskipta. Reksturinn hafi gengið brösuglega undanfarin ár og hefur reglulega verið reynt að selja hann. Dagný Guðmundsdóttir reiknar með því að verslanirnar verði keyptar en mikill áhugi sé á þeim.Aðsend Í samtali við Vísi segist Dagný lítið mega tjá sig um framvindu dagsins. Íslandsbanki sé búinn að leysa til sín allar eignir félagsins og hefur nú sett þær á sölu, eins og greint var frá á heimasíðu bankans í hádeginu. Dagný segist vita til þess að áhugi sé á sölunni og að nokkur tilboð hafi borist í eignirnar. Sjá einnig: Sjá fram á betri tíma eftir mögur ár Því segist Dagný ekki gera ráð fyrir öðru en að verslanir Cintamani verði keyptar og opni fljótlega aftur. Fólk sem á gjafakort í versluninni ætti því að geta leyst þau út áður en langt um líður. Aðspurð um hvað þetta þýði fyrir starfsfólk Cintamani segir Dagný ekki geta fullyrt neitt í þeim efnum. Það muni ráðast af söluferlinu. Upplýsingarnar sem fengust frá Íslandsbanka voru á almennum nótum: Eignir Cintamani séu í opnu söluferli í samræmi við verklagsreglur bankans og er ferlið enn yfirstandandi. Tilboðsfrestur er til 3. febrúar næstkomandi og verður tekin afstaða til tilboða eftir 5. febrúar. Frekari upplýsingar sé því ekki hægt að veita á þessari stundu. Gjaldþrot Tíska og hönnun Verslun Tengdar fréttir Hlutafé Cintamani aukið um 300 milljónir Cintamani tapaði tæplega 127 milljónum króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi fataframleiðandans, borið saman við 13 milljóna króna hagnað árið áður. 3. október 2018 07:30 Sjá fram á betrí tíma eftir mögur ár Rekstur Cintamani hefur gengið erfiðlega undanfarin tvö ár. Félagið hefur tvívegis verið sett í söluferli en tilboðum var hafnað. Dagný Guðmundsdóttir tók því nýverið aftur við rekstri fataframleiðandans og hefur ráðist í umtalsverðar breytingar á rekstrinum. 5. desember 2018 08:49 Cintamani er gjaldþrota Stjórn Cintamani hefur gefið félagið upp til gjaldþrotaskipta. 29. janúar 2020 11:46 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Dagný Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Cintamani, segist vongóð um að verslanir fyrirtækisins opni aftur innan tíðar. Stjórn Cintamani sendi frá sér tilkynningu fyrir hádegi í dag þar sem fram kom að fataframleiðandinn hafi verið gefinn upp til gjaldþrotaskipta. Reksturinn hafi gengið brösuglega undanfarin ár og hefur reglulega verið reynt að selja hann. Dagný Guðmundsdóttir reiknar með því að verslanirnar verði keyptar en mikill áhugi sé á þeim.Aðsend Í samtali við Vísi segist Dagný lítið mega tjá sig um framvindu dagsins. Íslandsbanki sé búinn að leysa til sín allar eignir félagsins og hefur nú sett þær á sölu, eins og greint var frá á heimasíðu bankans í hádeginu. Dagný segist vita til þess að áhugi sé á sölunni og að nokkur tilboð hafi borist í eignirnar. Sjá einnig: Sjá fram á betri tíma eftir mögur ár Því segist Dagný ekki gera ráð fyrir öðru en að verslanir Cintamani verði keyptar og opni fljótlega aftur. Fólk sem á gjafakort í versluninni ætti því að geta leyst þau út áður en langt um líður. Aðspurð um hvað þetta þýði fyrir starfsfólk Cintamani segir Dagný ekki geta fullyrt neitt í þeim efnum. Það muni ráðast af söluferlinu. Upplýsingarnar sem fengust frá Íslandsbanka voru á almennum nótum: Eignir Cintamani séu í opnu söluferli í samræmi við verklagsreglur bankans og er ferlið enn yfirstandandi. Tilboðsfrestur er til 3. febrúar næstkomandi og verður tekin afstaða til tilboða eftir 5. febrúar. Frekari upplýsingar sé því ekki hægt að veita á þessari stundu.
Gjaldþrot Tíska og hönnun Verslun Tengdar fréttir Hlutafé Cintamani aukið um 300 milljónir Cintamani tapaði tæplega 127 milljónum króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi fataframleiðandans, borið saman við 13 milljóna króna hagnað árið áður. 3. október 2018 07:30 Sjá fram á betrí tíma eftir mögur ár Rekstur Cintamani hefur gengið erfiðlega undanfarin tvö ár. Félagið hefur tvívegis verið sett í söluferli en tilboðum var hafnað. Dagný Guðmundsdóttir tók því nýverið aftur við rekstri fataframleiðandans og hefur ráðist í umtalsverðar breytingar á rekstrinum. 5. desember 2018 08:49 Cintamani er gjaldþrota Stjórn Cintamani hefur gefið félagið upp til gjaldþrotaskipta. 29. janúar 2020 11:46 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Hlutafé Cintamani aukið um 300 milljónir Cintamani tapaði tæplega 127 milljónum króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi fataframleiðandans, borið saman við 13 milljóna króna hagnað árið áður. 3. október 2018 07:30
Sjá fram á betrí tíma eftir mögur ár Rekstur Cintamani hefur gengið erfiðlega undanfarin tvö ár. Félagið hefur tvívegis verið sett í söluferli en tilboðum var hafnað. Dagný Guðmundsdóttir tók því nýverið aftur við rekstri fataframleiðandans og hefur ráðist í umtalsverðar breytingar á rekstrinum. 5. desember 2018 08:49
Cintamani er gjaldþrota Stjórn Cintamani hefur gefið félagið upp til gjaldþrotaskipta. 29. janúar 2020 11:46