Handbolti

Guðmundur sýnir Dönum stóra bíla og íslenska hesta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson ræktar íslenska hesta og hefur riðið út síðan hann var tíu ára gamall. Þá hefur hann gaman af því að keyra um á stórum jeppum um landið.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í umfjöllun sem danska ríkissjónvarpið hefur gert um Guðmund, sem er í dag þjálfari danska landsliðsins.

Guðmundur mun þó hætta sem þjálfari liðsins eftir HM í Frakklandi en samningur hans við danska sambandið rennur út í sumar. Guðmundur gerði þó Dani að Ólympíumeisturum í sumar.

„Ég rækta hesta og á nokkra hesta sjálfur. Hestar hafa verið stór hluti af mínu lífi,“ sagði Guðmundur meðal annars í viðtalinu sem má sjá hér.

Þá sýnir Guðmundur Dönum einnig jeppann sinn sem hann keyrir um fjöll og firnindi. Sjón er sögu ríkari.

Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×